Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 31 samkvæmt kenningu Abrahams Maslow þurfum við að uppfylla líkamlegar grunnþarfir fyrst áður en við sinnum þörfum fyrir öryggi, kærleika, virðingu og sjálfsbirtingu. Í skólanum starfa ég á viðverustað skjólstæðinga minna og er því í kjöraðstöðu til að sinna þörfum þeirra hverjar sem þær eru. Ég er í aðstöðu til að grípa snemma inn í aðstæður þeirra og veita viðeigandi stuðning því ég þekki félagslegar aðstæður þeirra, þekki þau sjálf, þarfir þeirra, styrkleika og veikleika. Ég er með alla þætti þjónustunnar í hendi mér en það er grundvallaratriði að sinna þörfum þeirra af auðmýkt, umhyggju og þekkingu ef hjúkrunin á að leiða til farsældar. Við, hin fullorðnu sem nú berum ábyrgð á velferð samfélagsþegna þessa lands, vitum að lífsaðstæður allt of margra barna og ungmenna hér á landi eru óviðunandi. Því til stuðnings nægir að benda á nýútkomna skýrslu Unicef á Íslandi sem heitir Réttindi barna: Ofbeldi og forvarnir. Skólahjúkrunarfræðingar eru þjónandi leiðtogar og fyrirmyndir fagstéttar sinnar í menntasamfélaginu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í að koma auga á börn og ungmenni sem þurfa hjálp og eru í aðstöðu til að greiða götu þeirra til farsældar. Það er kominn tími til að yfirmenn heilsugæslunnar og stjórnvöld sýni fyrirhyggju og hugrekki, efli nærþjónustu við öll börn og sjái til þess að í hverjum grunn­ og framhaldsskóla séu daglega til staðar skólahjúkrunarfræðingar. Til þess þarf hæfa og ástríðufulla hjúkrunarfræðinga sem eru leiddir áfram af eflandi stjórnendum. Stjórnendur þurfa að vera meðvitaðir um ábyrgð sína sem fyrirmyndir annarra varðandi lífshætti, lífsviðhorf, hugsjónir og samskiptahætti og byggja ákvarðanir sínar og forgangsröðun fjármuna á þeirri framtíðarsýn að á Íslandi njóti öll börn mannréttinda. Ég skora á Sigríði Maríu Atladóttur að skrifa næsta þankastrik. Samnorræn lungnaráðstefna Samnorræn lungnaráðstefna, 46. Nordic Lung Congress, verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 13.-15. júní næstkomandi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og er hluti af norrænu samstarfi á sviði öndunar- færasjúkdóma. Fagdeild lungna hjúkrunar fræðinga og Félag íslenskra lungnalækna standa sam eiginlega að ráðstefnunni. Á ráðstefnunni verður fjallað um nýjustu þekkingu í hjúkrun og meðferð lungnasjúkdóma. Fyrir lesarar koma víða að, flestir frá Norðurlöndunum. Lungnasjúklingum fjölgar bæði hér á landi og erlendis. Lungnasjúklingar og aðstandendur þeirra sækja sér aðstoð hjá heilsugæslu, bráðaþjónustu, öldrunarþjónustu og líknarmeðferð. Því er mikilvægt að efla þekkingu á hjúkrun lungnasjúklinga og hlutverki hjúkrunarfræðinga í umönnun þeirra. Í boði er fjölbreytt dagskrá um hjúkrun lungnasjúklinga og fræðslu til aðstandenda. Markmiðið er að deila rannsóknarniðurstöðum og reynslu úr starfi með öðrum hjúkrunarfræðingum frá Norðurlöndunum. Lögð verður áhersla á þjónustu við sjúklinginn, samhæfingu og samfellu í þjónustu. Mikilvægi þverfaglegrar samvinnu og samvinnu milli stofnana eins og heilsugæslu, bráðadeilda og hjúkrunarheimila verður í brennidepli. Ráðstefnan hefst í Hörpu 13. júní með tónlist og myndasýningu. Sama dag verður móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur og föstudaginn 14. júní verður kvöldverðarboð í Bláa lóninu. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar og taka þátt. Nánari upplýsingar eru á www.nlc2013.is, hjá Ragnheiði Alfreðsdóttur á netfanginu ragnalf@landspitali.is eða hjá Bryndísi Stefaníu Halldórsdóttur á netfanginu brynhall@landspitali.is. Fr ét ta pu nk tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.