Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 23
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 19
Aðilar eru sammála um eftirfarandi
tíma bundnar ráðstafanir þar til lyktir fást
í ágreining Félags íslenskra hjúkrunar
fræðinga og BHM vegna skipta á FOS
[fjölskyldu og styrktarsjóð].
Framlag til bráðabirgða FOS Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga samkvæmt
gr. 14.4.1 verði 0,75% af heildarlaunum
frá 1. júní 2011.
Bráðabirgða FOS Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga fái 20 milljónir króna
á ársgrundvelli frá 1. júní 2011.
Þessar ráðstafanir falla niður í síðasta
lagi í lok samningstímans. Fáist lyktir í
ágreiningi Félags íslenskra hjúkrunar
fræðinga og BHM skulu samnings
aðilar taka ráðstafanir þessar til endur
skoðunar.
Með þessu var leitast við að tryggja
að tekjur sjóðsins stæðu undir
styrkveitingum. Um sambærilegt ákvæði
var samið í kjarasamningum 2011 við
Reykjavíkurborg og Samband íslenskra
sveitarfélaga. Þrátt fyrir þessar auknu
tekjur námu styrkveitingar áfram hærri
fjárhæðum. Ekki var hægt að bregðast
við með breytingu á úthlutunarreglum á
meðan á málaferlum við BHM stóð.
Eins og fram kom í ýtarlegu bréfi
stjórnar styrktar og sjúkrasjóðs FÍH
til félagsmanna FÍH, dags. 22. janúar
2013, voru heildarskuldir sjóðanna við
vinnudeilusjóð og félagssjóð FÍH þá
um 89 milljónir króna. Stjórn sjóðanna
brást við þessari stöðu með viðamiklum
breytingum á úthlutunarreglum sjóðanna.
Framtíð styrktar- og sjúkrasjóða
FÍH
Á aðalfundi FÍH 31. maí næstkomandi
mun stjórn FÍH leggja fram tillögu um
stofnun styrktar og sjúkrasjóða FÍH.
Ljóst er að í kjarasamningum í byrjun árs
2014 þarf að tryggja hámarksgreiðslur
vinnuveitenda hjúkrunarfræðinga í
sjóðina. Úthlutunarreglur verða síðan að
taka mið af tekjum sjóðanna hverju sinni
þannig að unnt verði að greiða skuldir
bráðabirgðasjóðanna en jafnframt tryggja
hjúkrunarfræðingum viðunandi réttindi.
Elsa B. Friðfinnsdóttir er formaður FÍH.
Nýlega birtist grein í Nature Genetics þar sem sagt er frá
rannsóknum á erfðaefni gerla. Þessar rannsóknir hafa
staðið í 17 ár en síðustu ár hefur ný tækni gert mönnum
kleift að greina erfðaefni í tannsteini. Skoðaðar voru
beinagrindir úr forsögulegu fólki og fram í tímann og kom í
ljós að með tíð og tíma hafa munngerlar orðið fábreyttari hjá
mannfólkinu. Er það talið tengjast breytingum á mataræði
eftir að menn fóru að nýta fæðu sem var ekki lengur fengin
beint úr náttúrunni heldur ræktuð og seinna framleidd í
verksmiðjum. Tannsteinn hefur orðið algengari eftir því sem
notkun á hveiti og sykri hefur aukist. Samkeppni milli gerla
í munnholi mannsins hefur minnkað og gerlar, sem valda
tannskemmdum, orðið allsráðandi.
Rannsakendur geta nú einnig fylgst með hvernig erfðaefni
í ákveðnum gerlategundum hefur breyst á löngu tímabili.
Vonir standa til að tæknin geti nýst við aðrar svipaðar
rannsóknir og gefið upplýsingar um hvernig mismunandi
sjúkdómar hafa þróast síðan á steinöld.
Fr
ét
ta
pu
nk
tu
r
Heilsubreytingar
vegna mataræðis
Tannskemmdir hjá konu frá járnöld.