Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201340 Bergdís Kristjánsdóttir gerir hér grein fyrir upphafi söfnunar hjúkrunarminja innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og framvindu þess máls. HVAÐ VERÐUR UM HJÚKRUNARMINJASAFNIÐ? Árið 2000 var skipuð sögu­ og minjanefnd FÍH. Nefndinni var ætlað það hlutverk að skoða og ákveða á hvern hátt mætti skrá og varðveita sögu hjúkrunar á Íslandi, svo og að leita leiða til að safna saman og varðveita minjar sem tengjast hjúkrun með það í huga að stofnsetja minjasafn hjúkrunar. Sá hluti nefndarinnar, sem fékkst við varðveislu hjúkrunarminja, hóf störf árið 2002. Nefndin starfaði af miklum krafti undir stjórn Ástu Möller. Hún aflaði upplýsinga og gagna frá söfnum hérlendis og erlendis, leitað var upplýsinga og samstarfs við forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og félaga heilbrigðisstétta og fundir haldnir með fulltrúum safna, meðal annars Þjóðminjasafns Íslands. Meðal annars rituðu formaður nefndarinnar, Ásta Möller, og formaður félagsins, Elsa B. Friðfinnsdóttir, bréf til allra hjúkrunarforstjóra heilbrigðisstofnana á landinu þar sem liðsinnis þeirra var leitað við að varðveita og safna hjúkrunarminjum og að félagið fengi muni til skráningar og ef til vill eignar. Farið var í ýmsar vettvangsheimsóknir, svo sem á Borgarspítalann, Vífilsstaði, Landspítalann og fleiri staði. Í febrúar 2003 skilaði nefndin mjög ítarlegri skýrslu, Varðveisla og sýning hjúkrunarminja, um störf og niðurstöður nefndarinnar. Hægt er að fá skýrsluna hjá félaginu. Eftir þetta tók öldungadeild félagsins að sér að stýra starfi minjanefndarinnar með Pálínu Sigurjónsdóttur í forsvari. Margir fundir voru haldnir og leitað var leiða og skoðaðir ýmsir möguleikar um hvernig best væri að varðveita munina. 2007 var undirrituð ráðin til starfa til að halda utan um muni félagsins og skrá í Sarp, þ.e. skráningarkerfi Þjóðminjasafnsins. Nokkuð var til af munum hjá félaginu. Á síðustu starfsárum mínum á Landspítalanum hafði ég safnað ýmsum munum sem tengdust hjúkrun, þar á meðal nokkrum hjúkrunarbúningum. Einnig hafði Sigþrúður Ingimundardóttir tekið saman mikið af gömlum munum frá verklegu kennslunni í Hjúkrunarskóla Íslands og voru þeir vel varðveittir í geymslum í Eirbergi, húsnæði hjúkrunarfræðideildar og fyrrum húsnæði Hjúkrunarskóla Íslands. Í fyrstu var aðaláhersla lögð á að skrá hjúkrunarbúninga og síðar aðra muni sem tilheyrðu umönnun sjúklinga. Áfram var rætt um hvernig best mætti varðveita munina svo að þeir kæmust í varanlega geymslu og að aðgengi að þeim yrði gott. Eftir miklar umræður var ákveðið að fara í samstarf við Lækningaminjasafnið með von um að fleiri heilbrigðisstéttir legðu sinn skerf að því safni og að með því móti næðist samstaða um safn sem tæki til allrar heilbrigðisþjónustu. Bergdís Kristjánsdóttir, bergdiskr@gmail.com Merki Félags íslenskra hjúkrunarkvenna frá 1926, silfurskjöldur með stöfunum FÍH. Nælan var fest á blátt ermaband og borin á vinstri handlegg á frakka eða kjól. Hún var fyrst smíðuð 1926 og hægt var að fá hana hjá Árna Björnssyni, gullsmið í Reykjavík, fyrir 600 krónur. Fleirnota vökvagjafarsett. Settin voru þrifin, sett saman og dauðhreinsuð á deildum spítalanna og voru í notkun fram til um 1950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.