Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 15
starfsmenntunarsjóð. Félagsmenn í FÍH
áttu hins vegar rétt til styrkja úr styrktar
sjóði BHM og sjúkrasjóði BHM.
Stjórn FÍH skipaði í janúar 2007 vinnuhóp
til að endurmeta aðild FÍH að BHM á
nýjan leik. Vinnuhópinn skipuðu Fríða
Björg Leifsdóttir, Halla Grétarsdóttir og
Herdís Sveinsdóttir.
Vinnuhópurinn lagði mat á stöðu
félagsins innan BHM, kosti og galla
samfara aðild og hvaða áhrif úrsögn hefði.
Boðað var til sérstaks aukaaðalfundar
félagsins 27. september 2007 til að
fjalla um niðurstöður vinnuhópsins.
Stjórn félagsins lagði til „að aðild Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga að Bandalagi
háskólamanna verði óbreytt að sinni“.
Sú tillaga var samþykkt. Helsta ástæða
þess að stjórnin lagði til óbreytta aðild
að sinni var sú að á þeim tíma fór fram
stefnumótunarvinna innan BHM sem FÍH
batt miklar vonir við að leiða myndi til
breytinga á starfsemi bandalagsins.
Á aðalfundi BHM í apríl 2009 gerði
formaður FÍH lokatilraunina til að fá
aðildargjöld FÍH til BHM lækkuð. Hún
var gerð með því að leggja fram tillögu
um að hámarksiðgjald einstakra félaga
yrði aldrei hærra en 11 milljónir króna á
ári. Árleg aðildargjöld FÍH voru þá um
14 milljónir króna. Tillagan var felld með
öllum greiddum atkvæðum annarra en
fulltrúa FÍH.
Þau Jón Aðalbjörn Jónsson og
Guðbjörg Ág. Sigurðardóttir lögðu fram
tillögu um úrsögn FÍH úr BHM fyrir
aðalfund FÍH 12. maí 2009. Tillagan,
ásamt ýtarlegri greinargerð, var send
bréflega til allra félagsmanna FÍH með
lögbundnum fyrirvara fyrir aðalfundinn.
Tillagan um „að fela stjórn félagsins að
ganga frá úrsögn félagsins úr Bandalagi
háskólamanna (BHM)“ var samþykkt
á aðalfundinum. Með bréfi dags.
21. september 2009 tilkynnti félagið
formlega úrsögn úr BHM. Úrsögnin tók
gildi um áramótin á eftir.
Málaferli vegna kröfu um hlutdeild
FÍH í eignamyndun BHM
Í VIII. kafla þágildandi laga BHM var
fjallað um úrsögn félags úr bandalaginu.
Þar var meðal annars kveðið á um
fjárhagslegt uppgjör við úrsögn eins og
sagði í 21. gr.: „Félag sem hefur sagt
sig löglega úr BHM getur gert kröfu um
hlutdeild félagsins í eignamyndun BHM,
að frátöldum eignum Vinnudeilusjóðs og
Orlofssjóðs, þann tíma sem félagið var í
BHM ...“
Starfsmenn félagsins,
endurskoðandi og
lögfræðingar hófu þegar
eftir aðalfundinn að
undirbúa úrsögnina og
fjárhagsuppgjörið.
Stjórn FÍH hóf þegar í maí 2009
undirbúningsvinnu vegna slíks fjár
hagslegs uppgjörs. Meðal annars var
leitað lögfræðiálits hjá lögmönnum á
Mörkinni lögmannsstofu hf. vegna
hugsan legrar hlutdeildar FÍH í eigna
myndun sjúkra og styrktarsjóðs BHM.
Í svari Tryggva Þórhallssonar hdl., dags.
9. maí 2009, segir meðal annars: „Það
er athyglisvert að 21. gr. laga BHM nefnir
einungis til sögunnar vinnudeilusjóð
og orlofssjóð, en engin tilvísun er til
styrktarsjóðs og sjúkrasjóðs. Meðan
ekki hefur gefist ráðrúm til þess að
skoða skýringargögn með lögum BHM
í gegnum tíðina, eru öll svör um stöðu
síðarnefndu sjóðanna háð fyrirvara. Það
er þó ljóst að sú ályktun verður ekki
dregin af ákvæðinu að eignamyndun í
styrktarsjóði og sjúkrasjóði sé ótvírætt
undanþegin kröfugerð á grundvelli 21.
gr. laga BHM.“ Meðal annars á grundvelli
þessa lögfræðiálits ákvað stjórn FÍH að
eignamyndun í styrktar og sjúkrasjóði
BHM yrði hluti af kröfugerð FÍH í
fjárhagsuppgjörinu við BHM.
Starfsmenn félagsins, endurskoðandi
og lögfræðingar hófu þegar eftir
aðalfundinn að undirbúa úrsögnina og
fjárhagsuppgjörið. Í samræmi við lög
BHM lagði FÍH fram kröfu um slíkt
fjárhagsuppgjör áður en úrsögnin tók
gildi. Um fjárhagsuppgjörið spratt hins
vegar ágreiningur milli FÍH og BHM og
sneri hann að styrktarsjóði BHM og
sjúkrasjóði BHM.
Með bréfi stjórnar FÍH til stjórnar styrktar
sjóðs BHM, dags. 13. nóvember 2009,
var stjórn sjóðsins upplýst um þá kröfu
FÍH að félagið ætti áfram aðild að
sjóðnum þrátt fyrir úrsögn úr BHM og
stjórninni kynnt sjónarmið til grundvallar
þeirri kröfu. Þá var ítrekuð sú skoðun FÍH
að eignamyndun styrktarsjóðs BHM félli
undir fjárhagsuppgjör samkvæmt 21. gr.
laga BHM þar sem sjóðurinn fullnægði
ekki grundvallarskilyrðum þess að geta
talist sjálfseignarstofnun og væri ekki
sérstaklega undanskilinn fjárhagsuppgjöri
samkvæmt ákvæðinu. Sambærilegt bréf
var sama dag sent stjórn sjúkrasjóðs
BHM.
Með svarbréfi lögmanns BHM, dags.
3. desember 2009, var kröfu FÍH um
áframhaldandi aðild að umræddum
sjóðum BHM hafnað. Jafnframt
var hafnað kröfu FÍH um uppgjör
eignamyndunar samkvæmt 21. gr. laga
BHM hvað umrædda sjóði snertir.
Í samræmi við ákvæði 21. gr. laga
BHM krafðist FÍH þess að úr þessum
ágreiningi yrði leyst fyrir gerðardómi. FÍH
tilnefndi einn gerðarmann, BHM annan
og þeir tveir gerðarmenn komu sér síðan
saman um formann gerðardómsins. FÍH
var sóknaraðili fyrir dóminum en BHM
varnaraðili.
Málið var fyrst tekið til meðferðar fyrir
fullskipuðum gerðardómi 26. ágúst
2010. Meðan málið var rekið fyrir
gerðardóminum komust FÍH og BHM að
samkomulagi um uppgjör hlutdeildar í
almennum félagssjóði BHM. Samkvæmt
samkomulaginu skyldi hlutdeild FÍH nema
15.122.935 kr. og greiddi BHM FÍH þá
upphæð strax að fengnu samkomulagi.
Í kjölfar þessa lýstu aðilar því yfir að
málið snerist eingöngu um hlutdeild
FÍH í sjúkrasjóði BHM og styrktarsjóði
BHM. Málið var flutt munnlega fyrir
gerðardóminum 7. desember 2010.
Í málati lbúnaði sínum fyrir
gerðardóminum benti FÍH á að ef ekki
yrði fallist á kröfur félagsins um að eignir
sjúkrasjóðs BHM og styrktarsjóðs BHM
skyldu heyra undir fjárhagslegt uppgjör
samkvæmt 21. gr. laga BHM, yrði
niðurstaðan sú að aðrir en félagsmenn
FÍH kæmu til með að auðgast á