Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 37
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 33 dæmi mætti nefna um sjúkling mikið veikan af alnæmi en hann vildi ekki láta sjúkdómsgreininguna koma fram í sjúkraskrá. Hjá honum var lokað fyrir blóðprufusvör sem sýndu að hann var með alnæmisveiruna og sjúkdómsgreiningin var ekki skráð. Árið 2011 greindist skurðlæknir á Landspítala með C­lifrar ­ bólgu. Í Læknablaðinu sama ár er áhugavert viðtal við hann þar sem hann segir frá því að ekki hafi tekist að greina uppruna smitsins og að hann hafi ekki orðið fyrir stunguslysi. Það er vel þekkt erlendis að heilbrigðisstarfsfólk smitist af C­lifrarbólgu án þess að hægt sé að rekja smitið og var til dæmis í Tímariti hjúkrunarfræðinga árið 2011 viðtal við norskan hjúkrunarfræðing sem fékk sjúkdóminn að minnsta kosti 11 árum áður en hann greindist. Stunguóhöpp eða líkamsvessamengun eru algeng á Landspítala og voru 209 slík atvik skráð árið 2012 í skráningarkerfi spítalans. Þegar það gerist fer fyrirframákveðið ferli af stað þar sem meðal annars eru teknar blóðprufur. Í fyrrnefndu viðtali kom fram að þriggja ára blóðprufur frá Svíþjóð voru til úr íslenska skurðlækninum en þær sýndu að hann var á þeim tíma ekki með sjúkdóminn. Engar slíkar blóðprufur voru til á Íslandi og leiðir þetta hugann að eftirliti með heilsufari starfsmanna á Landspítala. Heilbrigðisstarfsfólk á rétt á upplýsingum Öðru hverju spyr heilbrigðisstarfsfólk sig hvort takmörkun á upplýsingum eða óljós skráning um smitandi sjúkdóma í sjúkraskrá geti ógnað öryggi þess eða annarra sjúklinga. Er það verjandi að sjúklingur, sem vitað er að gengur með lifrarbólgu eða áþekkan sjúkdóm, geti haldið sjúkdómsástandi sínu leyndu fyrir fagfólki sem er að hjúkra honum og lækna? 7. gr. laga nr. 55/2009 tekur einmitt á þessu en þar stendur þetta: Sé það talið nauðsynlegt vegna meðferðar að aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafi aðgang að viðkomandi sjúkraskrárupplýsingum skal upplýsa sjúkling um það og jafnframt að synjun um að heimila nauðsynlegan aðgang að sjúkraskránni geti jafngilt því, eftir atvikum, að meðferð hafi verið hafnað, sbr. lög um réttindi sjúklinga. Þetta þýðir að ef heilbrigðisstarfsmaður sér að lokað er fyrir ákveðin rannsóknarsvör í sjúkraskrám getur hann farið fram á að fá nánari upplýsingar enda geta þær verið mikilvægar fyrir sjúklinginn og meðferðina sem hann hlýtur. Snjókornið í Sögu Vinnuveitendum ber skylda samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 að stuðla að því að starfsmenn séu verndaðir gegn hvers konar heilsuvá eða heilsutjóni sem stafa kann af vinnu þeirra eða vinnuskilyrðum. Einnig er rík skylda til að upplýsa um hættur sem starfsmaður stendur frammi fyrir. Það er því fagnaðarefni að nú er kominn í sjúkraskrárkerfinu Sögu nýr möguleiki sem gerir okkur kleift að merkja á skýrari hátt en áður aðvaranir sem eiga við viðkomandi sjúkling. Hér er átt við snjókornið svokallaða í sjúkraskránni. Ef einn angi þess er gulmerktur þýðir það að smitgát sé í gildi. Árvekni á alltaf við Heilbrigðisstarfsfólk á alltaf að starfa með grundvallarsmitgát í huga. Við þurfum öll að bæta árvekni á spítalanum og leggja áherslu á vinnubrögð sem tryggja sem best öryggi okkar. Slík aðgát kemur í veg fyrir að smit berist milli manna. Stunguslys og líkamsvessamengun eru þó svo tíð að mikilvægt er að vita hvort viðkomandi sjúklingur er með smitandi sjúkdóm skráðan í sjúkrasögu sinni. Það þýðir þó ekki að við eigum að slaka á örygginu þegar við erum með sjúklinga sem ekki hafa slíkt skráð. Eygló Ingadóttir er formaður hjúkrunarráðs á Landspítala. POWERCARE A/S Sønderhøj 16 DK-8260 Viby J Tlf.: (+45) 45 540 540 www.powercare.dk Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Hjúkrunarfræðingar á lyflækningadeild Svæfingahjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar á skilunardeild Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðingar á nýburðardeild Hjúkrunarfræðingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild Ljósmæður Við borgum fyrir allt og skipuleggjum ferð þína og dvöl. Við erum félagi þinn! Með jöfnu millibili verðum við með ráðningarviðtöl í danska sendiráðinu í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Sími: (+45) 45 540 540 Hægt er að fylla út umsóknar- eyðublað á heimasíðu okkar: www.powercare.dk Leitað er að hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðrum til Noregs – á mjög eftirsóknarverðum kjörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.