Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201310 Nú fer að líða að sumri og þá er gott að rifja upp hvað kjarasamningar hjúkrunar fræðinga segja um um orlof. Eftir farandi á við um alla félags menn sem taka laun samkvæmt okkar kjara­ samningum öðrum en rammasamningi Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga við Samtök atvinnulífsins. SUMARIÐ NÁLGAST Ávinnsla orlofs á sér stað frá 1. maí til 30. apríl ár hvert og sumarorlofstímabilið er frá 1. maí til 15. september ár hvert. Yfirmaður skal í samráði við starfsmenn ákveða hvenær orlof skuli veitt. Honum er skylt að verða við óskum starfsmanna um hvenær orlof skuli veitt og skal það veitt á sumarorlofstíma, sé þess óskað af hálfu starfsmanns og því verður við komið vegna starfa stofnunarinnar. Yfirmaður skal að lokinni könnun á vilja starfsmanna tilkynna svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs hvenær orlof skuli hefjast nema sérstakar aðstæður hamli. Þegar starfsmaður í vaktavinnu fer í orlof skal hann fá óyggjandi upplýsingar um hvenær hann skuli mæta á vakt að orlofi loknu. Starfsmaður á rétt á að fá 160 vinnuskyldu stunda orlof sitt á sumarorlofstímabilinu og allt að fullu orlofi á sama tíma, verði því við komið vegna starfa stofnunarinnar. Veikist starfsmaður í orlofi telst sá tími, sem veikindum nemur, ekki til orlofs enda sanni starfsmaður með læknisvottorði að hann geti ekki notið orlofs. Tilkynna skal yfirmanni án tafar með sannanlegum hætti ef um veikindi eða slys í orlofi er að ræða. Lenging orlofs Orlof, sem tekið er að loknu sumarorlofstímabili, lengist um 1/4 og sama gildir ef orlof er tekið fyrir sumarorlofstímabil að ósk vinnuveitanda. Lenging á sér stað hvort heldur sem frestun á töku orlofs er að frumkvæði starfsmanns eða vinnuveitanda, þetta á þó ekki við um starfsmenn hjá sveitarfélögum. Lenging orlofs hjá starfsmönnum á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga: Þeir starfsmenn, sem samkvæmt ósk vinnuveitenda fá ekki fullt orlof á sumarorlofstímabili, skulu fá 33% lengingu á þeim hluta orlofstímans sem veittur er utan framangreinds tíma. Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, cissy@hjukrun.is Orlofsuppbótin 2013 er sem hér segir: Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: 38.000 kr. Hjá öðrum launagreiðendum 28.700 kr. Í töflu hér að neðan má sjá áunnið orlof eftir aldri miðað við fullt starf. Orlofsstundafjöldi ávinnst hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Starfsmaður skal fá orlofsfé á yfirvinnu­ og álagsgreiðslur, orlofsfé þetta er greitt í banka og kemur til útborgunar í maí ár hvert. Greitt er hlutfall af launum háð aldri. Næsta tafla sýnir greiðslur orlofsfjár miðað við aldur. Aldur Stundir á ári Stundir á mánuði Vinnudagar á ári Yngri en 30 ára 192 stundir 16 stundir 24 dagar 30-37 ára aldur 216 stundir 18 stundir 27 dagar 38 ára og eldri 240 stundir 20 stundir 30 dagar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.