Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 13 að markmiði að efla heilbrigði. Það mun hafa áhrif seinna meir, ekki eingöngu á nemendur heldur kemur það til með að endurspeglast í lýðheilsu almennings í framtíðinni. Eitt af verkefnum þjóðarinnar er að huga að heilbrigði og heilsuvernd og einn af þeim mikilvægu þáttum, sem þarf að huga sérstaklega að, er ofþyngd og offita. Það er eins hér á landi og annars staðar í heiminum að offita einstaklinga er að aukast og þar af leiðandi aukast lífsstíls sjúkdómar gríðarlega. Þó eru ein­ hverjar ví bendingar um að sennilega sé toppnum náð. Þegar ég fór að sinna skólaheilsugæslu var eitt af því fyrst,a sem ég áttaði mig á, sá mikli vandi og sér í lagi það gífurlega úrræðaleysi sem blasti við þegar kom að ofþyngd og offitu grunnskólabarna. Heilbrigður lífsstíll er eitt af mínum áhugamálum og hvað er betra en að geta sameinað áhugamál og vinnu sem leiða til framfara. Þegar kemur að ofþyngd þarf að huga að því að aðstoða fjölskylduna í einni heild. Meginþættirnir, sem snúa að þeirri samvinnu, eru: Að mynda traust við alla í fjölskyldunni að það sé gagnkvæmt. Að efla áhuga með því að greina hvar viðkomandi er staddur og hefja aðstoðina þar. Þetta er ef til vill sá þáttur sem ekki hefur verið hugsað nægjanlega vel um. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þessir tveir þættir geta tekið langan tíma og fjölskyldur eru misjafnar. Eitt það fyrsta, sem ég byrja á að aðstoða nemendur með, er að efla áhuga á hreyfingu og finna hvar áhugasvið hvers og eins liggur. Næsta skref er síðan að setja mig í samband við fagaðila á því sviði, til dæmis í sundi eða á líkamsræktarstöð. Það hefur verið þannig hjá mér að ég fæ að koma þangað með nemendurna og fylgi þeim eftir í viðeigandi hreyfingu. Mikilvægt er að sýna nemendum áhuga því þá eru þeir líklegri til að sýna áhuga á verkefninu. Veita þarf foreldrum fræðslu um heilbrigðan lífsstíl, hentugt mataræði og mikilvægi hreyfingar. Ég skoða venjur og siði fjölskyldunnar og gef foreldrum ráð út frá þeirri vinnu og bendi þeim á að það séu foreldrarnir sem beri ábyrgðina. Foreldrar verða að átta sig á því að þeir bera ábyrgð á því hvað er keypt inn og eldað, þeir búa til hefðir og venjur í mataræði barna sinna og þetta hefst allt með viðhorfsbreytingu hjá þeim. Viðhorfsbreyting og vilji til þátttöku er það sem foreldrar þurfa að tileinka sér og mikilvægt er að gefa foreldrum tækifæri til að hafa samband til að fá ráð og það getur skipt sköpum. Rannsóknir benda til þess að mikið af næringarvanda barna stafi af því að þetta ábyrgðarsvið foreldra, sem felst í að móta siði og venjur í mataræði, sé ekki virt og þess vegna er þörf á að leiðbeina foreldrum og styrkja þá í því að hafa skýrar reglur. Þetta er ekki alltaf auðvelt en ég veiti þeim ráð og eftirfylgd varðandi þessa þætti. Regluleg viðtöl við nemendur eru mikilvæg til að veita hvatningu. Þegar kemur að forvarnarfræðslu um hentugt mataræði þarf að skoða vel getu þeirra og þroska til að taka við þeirri fræðslu. Gott er að byrja á einfaldri fræðslu, eins og að hvetja til aukinnar neyslu á ávöxtum, grænmeti, grófu brauði, fiski og auka vatnsdrykkju og minnka gosdrykkju og sælgætisát. Það þarf að setja fræðsluna fram á þann hátt að nemendur átti sig á að allt sem þeir borða hefur áhrif á líkama þeirra, svo sem bein, vöðva, hjarta og getu þeirra til að hreyfa sig. Síðan þarf smátt og smátt að auka við fræðsluna þegar nemendur hafa þroska til. Mikilvægt er að grípa það stóra tækifæri að veita fræðslu þegar þeir bera sig eftir henni því ég tel að þá séu þeir móttækilegastir og það hefur sýnt sig í mínu starfi að þannig er það. Mikilvægt er einnig að foreldrar séu tilbúnir til að horfast í auga við að þeir bera ábyrgð og eru fyrirmyndir. Þess vegna legg ég mikla áherslu á það við foreldra þeirra barna sem ég er að aðstoða að þeir verði að vera þátttakendur í heilbrigðum lífsstíl ef þeir vilja að barnið nái árangri. Margt bendir til þess að foreldrar, sem tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, hafi mikil áhrif og séu góðar fyrirmyndir fyrir börnin. Það eru hinar eiginlegu forvarnir. Síðan þarf að huga vel að sumrinu og þeim tíma sem börnin eru ekki í skólanum. Setja þarf fyrir ákveðið verkefni, setja markmið yfir sumarið og fylgja því eftir á þann hátt að nemendur viti að þegar þeir komi í skólann aftur að hausti verði farið yfir árangur sumarsins. Ég hef prófað að vera með eftirfylgd yfir sumartímann með nemendum sem hafa haft áhuga á og það skilaði góðum árangri. Því væri ákjósanlegt að það yrði gert í öllum skólum landsins. Ég hef unnið að því að búa til verkferil sem miðar að því að efla samvinnu heilsugæslunnar og sérfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Skólahjúkrunarfræðingar eru í hvað bestri aðstöðu til að meta og grípa í taumana þegar barn er komið í ofþyngd eða offitu, og mikilvægt er að hafa möguleika á skilvirku ferli sem gagnast og auðvelt er að vinna eftir. Þórdís Rósa Sigurðardóttir er skóla hjúkrunar­ fræðingur við Lundaskóla á Akureyri og einkaþjálfari hjá Heilsuþjálfun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.