Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Side 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Side 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 39 og einstaklingsmiðaða geðþjónustu í nærsamfélaginu með aukna lífssátt skjólstæðinga og bata að leiðarljósi. Mark­ hópur teymisins er fólk með alvarlega geðrofssjúkdóma og aðstandendur þeirra, þeir sem leggjast oft inn á geðdeildir og koma oftar á bráðamóttöku og geta ekki nýtt sér þá eftirfylgd sem er í boði. Hugmyndafræði teymisins byggist á gagnreyndri þekkingu um meðferð alvarlega geðsjúkra og má þar nefna lyfjameðferð og ACT (e. assertive community treatment). Þar er áhersla lögð á að veita þeim ótímabundna þjónustu sem mest þurfa á henni að halda, á þver faglega þjónustu með vitjunum og góðu aðgengi að starfsfólki sem er með málstjóra hlutverk (e. case management) (Thornicrof og Tansella, 2009). Starf teymisins byggist á hugmyndafræði um bata (Hummelvoll, 2012) þar sem gengið er út frá því að bati sé mögulegur, horft er á styrkleika fólks og getu og unnið markvisst að því að efla þátttöku fólks í meðferðinni auk virkni í samfélaginu. Skjól stæðingum er í byrjun úthlutað mál­ stjóra, tengli og lækni. Málstjórinn sam­ hæfir meðferðarferlið og skipuleggur í samvinnu við skjólstæðinginn þann stuðning og þjónustu sem teymið veitir. Snemma í ferlinu er byrjað á að gera svonefnt „interRAI CMH (community mental health)“ mat sem er yfirgripsmikil aðferð sem nýtist við gerð áætlana og gæðastýringu, en einnig eru notuð önnur matstæki, svo sem mat á lífsgæðum (quality of life scale), ásamt því að kynna sér lífssögu skjólstæðinganna og mat þeirra á aðstæðum sínum. Þegar búið er að greina vandann í samvinnu við skjólstæðinginn er gerð meðferðaráætlun. Þar koma fram markmið, tilhögun vitjana og lyfjagjafa, samband við aðstandendur og tengsla net og annað sem mikilvægt er fyrir meðferðarferlið. Flestir fá vitjanir heim en skjólstæðingum býðst einnig að koma í viðtöl á bækistöð samfélags geðteymisins. Markmið vitjana er að fylgja eftir meðferðaráætlunum og fara þær fram á heimilum fólks og annars staðar í samfélaginu. Þjónusta við fólk á heimavelli er ekki vandalaus en þar eru meðferðaraðilar gestir og þurfa að hegða sér samkvæmt því og stundum að endurskoða viðhorf og hugmyndir sínar um hið góða líf. Lögð er áhersla á góða teymisvinnu og handleiðslu og þess gætt að ekki sé tekin af skjólstæðingum geta þeirra og vald til lausna. Þegar skjólstæðingar teymisins leggjast inn á sjúkrahús er mikilvægt að haft sé samband við starfsfólk samfélagsteymisins til að samfella haldist í meðferð og samráð sé um hana. Alls hafa 140 manns notið þjónustu teymisins en fyrstu tvö árin fækkaði innlögnum þeirra um 40% og fjölda innlagnardaga um 60%. Alls hafa 33 skjól­ stæðingar teymisins svarað spurninga lista um mat á gæðum þjónustunnar. Meðal­ stiga fjöldi þeirra sem svöruðu var 27,8 (spönn 20­32, þar sem 20 er minnsti stigafjöldi en 32 sá mesti). Meðferðar­ aðilar og aðstandendur geta óskað eftir þjónustu samfélags geðteymisins en beiðnir má finna bæði á inn­ og útvef spítalans. Reglulega meta skjólstæðingar lífsgæði sín og fljótlega verður hægt að segja til um árangur teymisins á því mikilvæga sviði. Geðhjúkrunarfræðingar bera samábyrgð á að horfið sé frá þeirri forræðis hyggju sem lengi hefur einkennt geðheilbrigðis­ þjónustuna. Þar ryðja sér nú til rúms hugmyndir valdeflingar, þátttöku, sam­ vinnu og ábyrgðarhlutdeildar án þess að það eigi að koma niður á umhyggju og réttindum fólks til viðeigandi meðferðar. Guðbjörg Sveinsdóttir er geðhjúkrunar­ fræðingur og teymisstjóri samfélagsgeðteymis LSH. Heimildir: Hummelvoll, J.K. (2012). Helt – ikke stykkevis og delt. Psykiatrisk sykepleie og psykisk helse. Ósló: Gyldendal. Thornicrof, G., og Tansella, M. (2009). Better Mental Health Care. Cambridge: Cambridge University Press.   

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.