Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 53 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER 1998). Normalstigin eru stöðluð þar sem meðaltalið er 50 og staðalfrávik 10. Við túlkun gagnanna var miðað við að 47 stig eða færri þýddi að heilsa og líðan væri undir meðaltali almenns þýðis. Ef stigin voru 53 eða fleiri taldist heilsa og líðan yfir meðallagi. Einnig voru reiknuð út heildarstig fyrir aðalþættina tvo: líkamlega heilsu (PCS – physical component summary) og andlega heilsu (MCS – mental component summary) (Saris­ Baglama o.fl., 2010). NIÐURSTÖÐUR Bakgrunnur og þýði Alls fengu 96 nýraþegar sendan spurningalista, þar af voru 72 þegar sem fengið höfðu nýra frá lifandi gjafa og 24 sem fengið höfðu nýra frá látnum gjafa. Tafla 1 sýnir þýði rannsóknarinnar. Tafla 2 sýnir bakgrunnsbreytur fyrir þátttakendur og samanburð eftir því hvort nýraþegi fékk nýra frá lifandi eða látnum gjafa. Svarhlutfall var 76%. Svarhlutfall þeirra sem fengið höfðu nýra frá lifandi gjafa var 71% og 92% frá þeim sem fengið höfðu nýra frá látnum gjafa. Kynjaskipting var nokkuð jöfn. Þátttakendur voru á aldrinum 23 til 78 ára og meðalaldur var 53,5 ár. Tæplega 70% þátttakenda höfðu fengið nýra frá lifandi gjafa. Konur fengu oftar nýra frá látnum gjafa (p=0,042). Langflestir þátttakenda voru giftir eða í sambúð (70%), áttu eitt eða fleiri börn (70%) og voru virkir á vinnumarkaði (66%). Tæplega helmingur þátttakenda var metinn með meiri en 75% örorku. Fleiri öryrkjar voru í hópi þeirra sem höfðu fengið nýra frá látnum gjafa (p=0,038). Þeir sem fengu nýra frá lifandi gjafa höfðu marktækt lengri skólagöngu (p=0,038). Helmingur (66%) taldi afkomu sína góða eða hvorki góða né erfiða. Þegar spurt var um hvort afkoma eða tekjur hefðu breyst við ígræðsluaðgerðina töldu 43% það ekki vera, 47% töldu tekjur sínar hafa minnkað og 10% töldu að tekjurnar hefðu aukist eftir ígræðsluna. Tími frá ígræðslu spannaði 1­40 ár en meðaltími var 11,5 ár. Þátttakendur höfðu verið í skilunarmeðferð í 1­70 mánuði fyrir ígræðslu og meðaltími í skilun fyrir fyrstu ígræðslu var 19,6 mánuðir. Nýraþegar, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, höfðu verið marktækt skemur í skilun fyrir ígræðslu en þeir sem höfðu fengið nýra frá látnum gjafa (p=0,001). Tólf (23,5%) einstaklingar, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, og einn einstaklingur, sem fékk nýra frá látnum gjafa, þurftu ekki á skilunarmeðferð að halda fyrir ígræðslu. Þegar spurt var um starfsþrek sögðust 38% finna fyrir minna starfsþreki eftir ígræðslu, 43% töldu að starfsþrekið hefði aukist, en 19% fannst starfsþrekið vera óbreytt eftir ígræðslu. Ekki var marktækur munur á starfsþreki hjá körlum og konum né heldur var marktækur munur á starfsþreki þeirra sem fengið höfðu nýra frá lifandi eða látnum gjafa. Um 80% sögðust alltaf hafa tekið lyfin sín samkvæmt fyrirmælum læknis eftir ígræðsluna. Fræðsla og stuðningur Tafla 3 sýnir stuðning og fræðslu og bornir voru saman þeir sem fengu nýra frá lifandi gjafa (hópur 1) eða látnum gjafa (hópur 2). Um 70% nýraþeganna fengu afhent fræðsluefni fyrir ígræðsluaðgerðina, en um 20% nýraþega í hópi 1 og um 45% nýraþega í hópi 2 taldi að upplýsingar og fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki hafi vantað fyrir ígræðslu. Rúmlega 80% nýraþega í hópi 1 og 59% nýraþega í hópi 2 töldu sig hafa fengið mikinn eða mjög mikinn stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki þegar þeir greindust með lokastigsnýrnabilun. Helmingur nýraþeganna taldi sig ekki hafa þurft meiri stuðning. Um 45% nýraþega í hópi 1 og 32% nýraþega í hópi 2 hefðu viljað tala við nýraþega fyrir ígræðslu, en um 40% nýraþeganna fékk slíkt boð fyrir ígræðsluaðgerðina. Tafla 3. Stuðningur og fræðsla til nýraþega á Íslandi.* Nýra frá lifandi gjafa (n= 51) Fjöldi (%) Nýra frá látnum gjafa (n=22) Fjöldi (%) Stuðningur þegar nýrun voru hætt að starfa Fékk nokkurn eða mikinn stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki þegar nýrabilun var komin á lokastig 41 (80) 13 (59) Hefði ekki þurft meiri stuðning 30 (59) 11 (50) Hefði vilja meiri stuðning í formi fræðsluefnis 17 (33) 3 (14) Var boðið að tala við aðila sem hafði fengið ígrætt nýra 20 (39) 8 (36) Hefði viljað tala við nýragjafa eða nýraþega fyrir ígræðslu 23 (45) 7 (32) Fékk fræðsluefni þegar ljóst var að þörf var á nýraígræðslu Fékk afhent fræðsluefni um nýrnaígræðslur 37 (73) 15 (68) Hafði nægilegar upplýsingar og fræðslu fyrir ígræðsluaðgerðina 16 (31) 11 (50) Það vantaði fræðsluefni sem hentaði mér 15 (29) 8 (36) Það vantaði fræðslu eða upplýsingar frá lækni 10 (20) 10 (45) Það vantaði fræðslu eða upplýsingar frá hjúkrunarfræðingi 9 (18) 10 (45) Getur talað um tilfinningar sínar 38 (74) 15 (68) *Hlutfallstölur eru reiknaðar innan hóps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.