Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 29 litur í sárbotni er merki um dauðan vef og gefur til kynna að frekari hreinsunar sé þörf (mynd 2). Í gróandi sárum vex rauður og glansandi vefur jafnt og þétt þar til sárbotn er að fullu þakinn holdgunarvef (e. granulation tissue) (mynd 3). Bleikur litur er merki um að húðþekja sé farin að vaxa yfir sárbeð og loka sárinu en það gerist ekki fyrr en sár er orðið hreint og að fullu holdfyllt. Útferð úr sári Þegar útferð eða vessi úr sári er metinn þarf að skoða hann með tilliti til magns, áferðar og litar. Erfitt er að meta magn útferðar nema til dæmis þegar notuð er sárasogsmeðferð sem er lokað kerfi þar sem allur vessi fer í safnhylki. Venjulega er huglægt mat notað við að meta hversu mikið sár vessa og talað um að sár vessi ekkert, lítið eða mikið. Vessinn getur verið glær, gulur, rauður, brúnn eða grænn og getur verið tær, gruggugur, þykkur eða þunnur. Magn og áferð vessa gefur hins vegar miklar upplýsingar sem hafa mikla þýðingu við ákvörðun um meðferð sára. Lykt Lykt er ekki hægt að mæla en lykt gefur til kynna bakteríubyrði í sári. Illa lyktandi sár geta bent til sýkingar eða að í sárinu sé dauður vefur sem þarf að hreinsa. Sárbarmar Sárbarmar, skilin milli sárs og heillar húðar, geta verið aflíðandi, upphleyptir, verptir eða slútandi. Aflíð andi ljósbleikir sárbarmar, sem snerta rakan sárbotn, eru merki um gróandi sár. Slútandi sárbarmar eru þegar vefjatap hefur orðið undir heilli húð eins og oft sést á þrýstingssárum. Verptir eða upphleyptir sárbarmar geta verið einkenni um algera stöðnun í gróanda en upphleyptir eða verptir sárbarmar eru einnig einkennandi fyrir ákveðna tegund langvinnra fótasára og rétt er að láta sérfræðing skoða slík sár. Húð í kringum sár Mikilvægt er að meta ástand húðarinnar í kringum sár og viðhald heillar húðar er hluti af góðri sárameðferð. Rauð og heit húð getur verið merki um sýkingu. Soðin húð er merki um að vessi úr sárinu hafi legið á húðinni og þá þarf að endurskoða tíðni umbúðaskipta eða val á umbúðum. Einnig þarf að meta hvort sáravessi hefur aukist frá fyrra mati en það getur verið merki um versnun í sári og þarf þá að skoða orsakir hennar. Útbrot á húð í kringum sár geta verið merki um sýkingu, ertingu undan sáravessa eða jafnvel óþol fyrir umbúðum eða lími. Brúnleitar húðbreytingar og hvítar skellur í húð sjást oft á fótleggjum þeirra sem eru með bláæðasár. Þetta eru varanlegar breytingar sem ekki er hægt að meðhöndla. Þær geta hins vegar verið hjálplegar við greiningu á grunnorsök. Í húð fólks með langvinn bláæðasár sést einnig oft exem og bjúgur sem hvort tveggja þarf að meðhöndla. Samfara mikilli bjúgsöfnun geta einnig myndast vessafylltar blöðrur í húð á fótleggjum. Hjá fólki með sykursýkisár er algengt að sjá þykkt sigg í kringum sár. Slíkt sigg veldur þrýstingi á sárasvæðið og þarf að fjarlægja. Bakteríubyrði Bakteríur finnast í öllum sárum sem verið hafa opin lengur en einn til tvo daga. Það þýðir þó ekki að þau séu sýkt. Við mat á sárum er mikilvægt að skoða hvort einhver merki eru um sýkingu. Dæmigerð merki um sýkingu í sárum eru hiti, roði, bólga og verkur. Í langvinnum sárum og ekki síst hjá einstaklingum, sem eru ónæmisbældir, geta önnur einkenni verið merki um sýkingu. Dæmi um það eru viðkvæmur blæðandi eða fölur holdgunarvefur, ný merki um drep eða niðurbrot í sári eða þegar sár hættir að sýna framfarir og staðnar og að sárin fara að vessa eða lykta í auknum mæli. Verkir Verkir eru oft tengdir sárum og geta haft áhrif á sárgræðslu. Það er því mikilvægt að spyrja um verki og meðhöndla þá. Til að hægt sé að meðhöndla verki er mikilvægt að fá upplýsingar um hversu miklir verkirnir eru, hvenær og við hvaða aðstæður verkirnir koma. Nákvæmt mat á ástandi sárs í upphafi meðferðar verður að liggja til grundvallar við ákvörðun um sárameðferð. Reglu­ bundið endurmat og viðeigandi skráning á ástandi sárbeðs er sömuleiðis nauð­ synlegt til að hægt sé að meta framvindu og árangur meðferðar og það hvort sár er á batavegi eða að versna. Þegar mat gefur til kynna að sár bregðast ekki við meðferð er ástæða til að endurskoða meðferð og gera nýja áætlun. Heimildir: Bryant, R.A., og Nix, D.P. (2012). Acute & chronic wounds. Current management concepts (4. útg.). St. Louis: Elsevier Mosby. McCulloch, J.M., og Kloth, L.C. (2010). Wound Healing. Evidence based management (4. útg.). Philadelphia: F.A. Davies. Schultz, G.S., Sibbald, R.G., Falanga, V., Ayello, E.A., Dowsett, C., Harding, K., o.fl. (2003). Wound bed preparation: A systematic approach to wound management. Wound Repair and Regeneration, 11 (2), S1­28. Mynd 1. Stærð sárs metin. Mynd 2. Drep í sári. Mynd 3. Gróandi sár eða holdgunarvefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.