Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201314 Hjúkrunarfræðingar hafa lengi átt erfitt uppdráttar í heildarsamtökum. Hjúkrunarfélag Íslands gekk úr BSRB 1983 og 26 árum seinna sagði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skilið við BHM eftir langa yfirlegu. Ágreiningur um hlutdeild í styrktarsjóði olli hins vegar því að málinu lauk ekki fyrr en á þessu ári. BHM­MÁLIÐ TIL LYKTA LEITT Aðdragandinn – úrsögnin – málaferlin – framtíðin Á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga (FÍH), sem haldinn var 12. maí 2009, var samþykkt tillaga um „að fela stjórn félagsins að ganga frá úrsögn félagsins úr Bandalagi háskólamanna (BHM)“. Aðdragandi þessarar ákvörðunar var langur og málaferlum, sem fylgdu í kjölfarið, lauk ekki fyrr en nú í janúar­ mánuði. Hér verður leitast við að gera grein fyrir aðdraganda úrsagnarinnar, þeim málaferlum sem fylgdu í kjölfarið, hverjar lyktir málsins urðu og hvaða áhrif úrsögnin og niðurstaða dómsmálanna hefur á framtíðarskipulag styrktar­ og sjúkrasjóðs FÍH. Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is Aðdragandi úrsagnarinnar FÍH gekk í BHM í ársbyrjun 1994 eftir sameiningu Hjúkrunarfélags Íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunar­ fræðinga. Skiptar skoðanir voru meðal félagsmanna um aðildina og í skýrslu undirbúningshóps um málið segir meðal annars að meta skuli aðildina á hverjum tíma. Árið 1995 tóku Ásta Möller, Lilja Stefánsdóttir og Vigdís Jónsdóttir saman skýrslu að beiðni stjórnar FÍH í þeim tilgangi að meta ávinning félagsins af aðild að bandalaginu og stöðu félagsins innan þess. Í þeirri skýrslu voru tilgreindar helstu röksemdir fyrir aðild félagsins að bandalaginu: • Hjúkrunarfræðingar sækja samanburð á launum sínum til annarra háskóla­ manna. • Grunnhugmyndir BHM um að laun skuli vera í samræmi við menntun, sérhæfni og ábyrgð eru í samræmi við hugmyndir hjúkrunarfræðinga. • Ákjósanlegur samstarfsvettvangur hjúkrunar fræðinga við aðra háskóla­ menn á sviði kjara­ og réttindamála. Helstu mótrök gegn aðild félagsins að BHM á sínum tíma voru talin vera: • Mikill kostnaður við aðildina. • Áhrif aðildar á stéttarvitund hjúkruna r­ fræðinga, það er að það bætti sam stöðu og stéttarvitund hjúkrunar fræðinga að standa utan heildar samtaka. Eftir fimm ára aðild FÍH að BHM kom fram fyrsta tillagan frá formanni FÍH um að sett yrði hámark á aðildargjöld til bandalagsins. Slíkar tillögur voru síðan lagðar fram reglulega næstu tíu árin, án árangurs. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafði nokkra sérstöðu innan BHM, ekki aðeins sem langfjölmennasta félagið og það félag sem greiddi margfalt á við önnur félög til bandalagsins, heldur einnig vegna þess að rekstrarreikningur FÍH var umtalsvert stærri en rekstrarreikningur BHM. FÍH þjónaði einnig félagsmönnum sínum að öllu leyti utan þess að njóta ráðgjafar lögfræðings BHM. Þá skapaði það einnig FÍH mikla sérstöðu að félagið hefur rekið sjálfstæðan orlofssjóð og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.