Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201326 Edda Arndal, earndal@gmail.com Bókin er samansafn 15 kafla sem ritaðir eru af 30 hjúkrunarfræðingum frá sex löndum. Ritstjórar hafa með þessari bók tekið saman gagnreynda þekkingu í fjölskylduhjúkrun sem skapast hefur með rannsóknum og klínískri vinnu á síðustu 25 árum á alþjóðlegum vettvangi. Eiga þær mikið lof skilið fyrir þetta framlag sitt til kynningar á faginu meðal íslenskra og erlendra hjúkrunarfræðinga. Fjölskyldueiningin er viðfangsefni fjöl­ skyldu hjúkrunar og hlutverk hjúkrunar­ fræðingsins er að hlynna að, upplýsa og efla heilbrigði þessarar einingar. Bent er á að nútímasamfélagið krefur í auknum mæli fjölskyldueininguna um þátttöku og ábyrgð á heilsu meðlima sinna og að hjúkrunarfræðingar beri þarna ákveðna ábyrgð, einkum vegna miðlægrar stöðu sinnar í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að sinna þessu hlutverki á hinum ýmsu þjónustustigum, hvort sem er í heilsugæslu eða á sjúkrahúsum, og að beita gagnreyndum aðferðum í fjölskylduhjúkrun. Bókinni er skipt í 3 hluta. Í fyrsta hlutanum eru kynnt meðferðarkerfin í fjölskyldu­ hjúkrun „The Illness Beliefs Model“ og „Triology Model of Family Systems“ en það er viðbót við hið fyrra. Þessi kerfi byggjast á sjúkdómshugtakinu, sjúklingahugtakinu og fjölskylduheilbrigði og í seinna kerfinu bætist trúarleg vídd við einstaklings­, fjölskyldu­ og sam­ félagsvíddir. Í öðrum hluta er fjallað um nokkur rannsóknarverkefni í fjölskyldu­ hjúkrun, svo sem þjónustu við fjölskyldur barna með athyglisbrest og ofvirkni og innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á barnaspítala LSH. Í þriðja hluta er meðal annars kynnt vinna með fjöl skyldum sjúklinga með sykursýki og lungna­ sjúkdóma og með fjölskyldum barna með krabbamein. Sakna ég kafla um fjölskylduhjúkrun á geðdeildum en hún er gífurlega mikilvægur þáttur af starfi geðhjúkrunarfræðinga. Fjölskyldueiningin hefur lengi verið viðfangsefni hinna ýmsu fræðigreina (svo sem mannfræði, sálfræði, félagsfræði, lýð heilsufræði) sem hver skilgreinir fjöl­ skylduna út frá eigin hugmyndaramma. Fjölskylduhjúkrun er, sem áður sagði, enn í mótun og fær lesandinn það á tilfinninguna að fagið sé að stíga sín fyrstu skref sem sérfræðigrein innan hjúkrunar. Bók sem þessi er því tímabært og upplýsandi rit sem leiðir lesandann um klínískan veru leika hjúkrunarfræðingsins sem sinnir fjölskyldum á hinum fjölbreyti­ legasta vettvangi. Þar sem höfundar koma frá ýmsum löndum og verkefnin frá ýmsum BÓKARKYNNING MIKILVÆGT FRAMLAG TIL FJÖLSKYLDUHJÚKRUNAR Fjölskylduhjúkrun hefur verið að mótast sem fræðigrein síðustu 25 árin. Bókin Family nursing in action fjallar um tilurð fjölskylduhjúkrunar sem fræðigreinar, framlag dr. Lorraine M. Wright til fræðanna, ýmsa skóla og námstækifæri í faginu, rannsóknir og mótun gagnreyndra meðferðarkerfa og gefur innsýn í klíníska vinnu í fjölskylduhjúkrun. Einnig er velt upp hvar greinin stendur nú sem fræðigrein, rannsóknir og klínísk vinna gagnrýnd og rætt um hvert stefnir og hver næstu skref eigi að vera. Family nursing in action. Höfundar: Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Helga Jónsdóttir (ritstj.). Útgefandi: University of Iceland Press (Háskólaútgáfan), Reykjavík 2011. ISBN: 978-9979-54- 881-2. Bókin er 375 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.