Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 21 Könnun var gerð árið 2008 til að skoða inntöku nýnema og aðgerðir gegn brottfalli úr námi við Háskóla Íslands. Fram kom að á árunum 2003­2006 hættu margir nemendur án þess að ljúka námi (11­ 55% eftir deildum, meðaltal var 38%) (Róbert H. Haraldsson o.fl., 2008). Flestir þeirra stunduðu nám í hug­ og félagsvísindagreinum og það er athyglisvert að nemendur hætta jafnvel þótt þeir hafi lokið 45­80 einingum af náminu. Með heilbrigðis­ og forvarnaþjónustu Heilsutorgs er hægt að aðstoða þjónustuþega við að efla eigin heilsu um leið og kenndir eru nýir starfshættir byggðir á rannsóknum og reynslu annarra þjóða. Þessi umfjöllun gefur innsýn í skipulag og mikilvægi þverfræðilegrar menntunar, þær nýjungar og sérstöðu sem Heilsutorg skapar og hugmyndafræðilegt líkan þess verður kynnt. Þróunarverkefni Heilsutorgs er upphaf þverfræðilegrar forvarnaþjónustu og getur haft veruleg áhrif á eflingu heilbrigðis í landinu til framtíðar. Hugmyndafræði Heilsutorgs Samkvæmt reynslu annarra þjóða má sjá að flestir eru sammála um að þverfræðilegt nám fyrir heilbrigðis­ starfsfólk sé grundvöllur þess að vel takist til í teymisvinnu í störfum þess. Fyrstu samstarfslíkön gerðu ráð fyrir því að teymi væru skipuð læknum, aðstoðarlæknum og hjúkrunarfræðingum. Einnig var notað samhliða líkan (parallel model) þar sem læknar sáu eingöngu um flókin læknisfræðileg tilfelli en annað starfsfólk um aðra þjónustu. Samhangandi líkan (sequential model) fól í sér að hjúkrunarfræðingar sáu um upplýsingasöfnun, sjúkrasögu og skoðun en læknar um greiningu og meðferð. Í sumum tilfellum tóku læknar fyrst á móti skjólstæðingum til að greina flókin tilfelli en sendu aðra til aðstoðarlækna og hjúkrunarfræðinga. Þetta var kallað vinnuskiptingarlíkan (shared model) þar sem áðurnefndar þrjár stéttir skiptust á að annast skjólstæðinga án tillits til sjúkdómsgreiningar (AHEC, 2012). Samvinnulíkan (collaborative model) er framlenging á hópvinnu fagfólks þar sem skjólstæðingurinn er virkur þátttakandi í gegnum þjónustuferlið án tillits til þess hve flókin vandamál hans eru. Allir þjónustuaðilar hafa samvinnu eins og þörf krefur til að geta veitt örugga og góða meðferð; þó vinnur hver fagaðili óháð öðrum. Hér er samvinna skilgreind sem sameiginlegt upplýsingaflæði, samtöl og ákvarðanataka með það að markmiði að fullnægja þörfum ákveðins hóps fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Að baki liggur sú meginhugsun að góð þjónusta við skjólstæðinga náist eingöngu ef margir fagaðilar leggja sitt af mörkum við umönnun og meðferð (AHEC, 2012). Líkan Heilsutorgs er ákveðin tegund samvinnulíkans sem hefur verið sett fram, þróað út frá hugmyndafræðilegum forsendum stýrihóps Heilsutorgs, fræði­ legri saman tekt á líkönum, sem notuð hafa verið erlendis við þverfræði lega kennslu, og hugmynda fræði kerfakenningarinnar (system theory). Kenningin byggist á samspili mismunandi undirkerfa þar sem sýnt er fram á hvernig þau tengjast saman og mynda heild. Hvert þeirra gegnir sínu hlutverki eins og frumur líkamans sem raðað er saman innan líkamans og verða fyrir áhrifum bæði utan frá og að innan þar sem allt þarf að vinna saman til að líkaminn starfi eins og til er ætlast. Í líkani Heilsutorgs er þjónustuþeginn miðpunktur þess og nýtur hann þjónustu frá fjölfræðilegu eða þverfræðilegu teymi. Það er flæði í gegnum tvö meginferli, þ.e. námsferli og þjónustuferli. Þessi tvö ferli eru sveigjanleg og samtvinnuð til Tafla 1. Fulltrúar frá deildum og námsbrautum í stýrihóp Heilsutorgs. Hjúkrunarfræðideild Sóley S. Bender formaður Námsbraut í ljósmóðurfræði Helga Gottfreðsdóttir Lyfjafræðideild Anna Bryndís Blöndal Læknadeild Þorvarður Jón Löve Námsbraut í sjúkraþjálfun Sigrún Vala Björnsdóttir Matvæla­ og næringarfræðideild Ólöf Guðný Geirsdóttir Sálfræðideild Andri S. Björnsson Tannlæknadeild Inga B. Árnadóttir Mynd 1. Hugmyndafræðilegt líkan Heilsutorgs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.