Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201344 Ágætt er að rifja af og til upp réttar vinnustellingar. Eftirfarandi grein birtist í 1. tbl. Tímarits Hjúkrunarfélags Íslands 1970 og ekki er að sjá annað en að innihald hennar sé enn í fullu gildi. Tilgangur allrar kennslu og tilsagnar í starfsstellingum og vinnutækni er tvíþættur, í fyrsta lagi er reynt að fyrirbyggja ýmsa atvinnusjúkdóma og í öðru lagi er hún liður í meðferð sjúkraþjálfara á sjúklingi til að koma í veg fyrir endurtekningu þessara sjúkdóma. Gamlar perlur STARFSSTELLINGAR Hina eiginlegu orsök sumra sjúkdóma í hreyfikerfi líkamans, það er að segja í liðum, liðböndum, vöðvum, sinum og taugum, er oft hægt að rekja til skakkra starfsstellinga, rangrar vöðvanotkunar, lélegrar hönnunar vinnuáhalda og rangrar stillingar og fyrirkomulags vinnuborða og stóla. Kvillar af þessum sökum hrjá mjög stóran hóp vinnandi fólks og er orsök margra veikindadaga. Er því augljóst að nauðsynlegt er að beita líkamanum rétt við öll störf og hafa ytri vinnuaðstöðu sem haganlegasta. Víða erlendis hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir sjúkraþjálfara í þjónustu sinni, sem annast tilsögn í starfstækni, og hefur það yfirleitt komið í ljós að veikindadögum starfsfólks hefur fækkað. Undanfarin þrjú ár hafa starfsstellingar verið kenndar í forskóla Hjúkrunarskóla Íslands og hefur kennslunni verið skipt í þrjá bóklega og sjö verklega Svanhildur Elentínusdóttir tíma. Í þessari grein ætla ég að draga fram nokkur atriði sem ég hef lagt til grundvallar við bóklegu kennsluna og vona að þau megi verða einhverjum til gagns. Vöðvastarfið Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að þverrákóttu vöðvarnir vinna ýmist statiskt (kyrrstætt) eða dynamiskt (hreyfanlegt). Vöðvinn vinnur statiskt þegar hann breytir ekki um lengd, það er að segja er síspenntur, til dæmis halda á barni. Þegar vöðvinn dregst saman og slakar á til skiptis starfar hann dynamiskt, til dæmis ganga, hjóla. Statiskt vöðvastarf er mun meira þreytandi en dynamiskt. Það byggist á því að hinn stöðugi vöðvasamdráttur dregur úr blóðrásinni í vöðvanum og þar með súrefnis gjöf og efnaskiptum vöðvans. Þar að auki þreytast taugafrumur og tauga­ brautir. Algengir fylgikvillar langvarandi statiskrar vöðvanotkunar eru bólgur í vöðvunum og við vöðvafestar. Auðvitað getur maður ekki komist hjá því að nota vöðva sína statiskt en bezt er að reyna að minnka það eins og hægt er og halda ekki vöðvum sínum síspenntum að óþörfu. Það er ekki nauðsynlegt að halda öxlunum uppspenntum við skriftir, handavinnu, uppþvott og fleira en þetta sér maður því miður mjög oft. Mikilvægt er að skynja hvernig vöðvar líkamans vinna til að geta gert sér grein fyrir réttri líkamsbeitingu (og slökun). Forðist ónauðsynlega vöðvaspennu, notið þá vöðva sem starfið krefst og látið aðra hvílast. Sitjandi starf Við skriftir og annað sitjandi starf er mjög mikilvægt fyrir líkamann að stóll og borð sé af réttri gerð og hæð. Ég ætla ekki að fara mjög ýtarlega í gerð vinnuborða og stóla, aðeins minnast á hið helzta. Sitjandi starfsstelling er rétt þegar setið er með beint bak, axlir afslappaðar, hné og mjaðmir mynda rétt horn og iljar hvíla á gólfinu. Til þess að þetta sé unnt verður stóll og borð að vera í réttri hæð. Borðhæð er hæfileg þegar maður vinnur með framhandleggi nálega í láréttri stöðu, það er að segja olnbogi myndi rétt horn, og axlir eru afslappaðar. Venjuleg hæð á skrifborðum er 72­75 cm, á vélritunarborðum 65­68 cm og á eldhúsborðum 85­90 cm. Seta á vinnustól verður að vera það stór að hún styðji við allt að 2/3 hluta læranna. Athuga skal að hreyfanlegt stólbak gefur beztan stuðning þegar það styður við neðsta hluta mjóbaks og efsta hluta spjaldhryggjar, það er að segja það á að stilla það neðar en almennt er gert, því hlutverk stólbaks á vinnustólum er að halda mjóbakssveigjunni. Oft dettur manni í hug að þeir sem sjá um innréttingar á skrifstofum, eldhúsum og öðrum vinnustöðum hugsi eingöngu um Svanhildur Elentínusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.