Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201320
HEILSUTORG: NÝTT VIÐHORF Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU
Í haust hefst nýtt þverfræðilegt námskeið
við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
og er það aðallega ætlað nemendum í
framhaldsnámi. Það er í fyrsta skipti sem
nemendur frá sex deildum og tveimur
námsbrautum heilbrigðisvísindasviðs
setjast á skólabekk saman til að vinna
að þverfræðilegum verkefnum (Sólfríður
Guðmundsdóttir o.fl., 2013). Samhliða
uppbyggingu námskeiðsins hefur verið unnið
að undirbúningi heilbrigðis þjónustu sem
nefnd hefur verið Heilsutorg. Undirbúningur
þessa tvíhliða þróunarverkefnis hófst árið
2010 með tilnefningu eins fulltrúa frá átta
fræðigreinum heilbrigðisvísindasviðs í
Sólfríður Guðmundsdóttir, solfridur@heil.is
stýrihóp sem hefur unnið að því að koma
verkefninu í framkvæmd (tafla 1). Dr.
Sóley S. Bender, prófessor, hefur verið
formaður stýrihópsins frá upphafi og er ötull
frumkvöðull þessa verkefnis.
Heilsutorg
Tilgangur Heilsutorgs er að stuðla að
bættu heilbrigði háskólastúdenta og
þar með námsárangri þeirra, skapa
þverfræðilegan vettvang þar sem klínísk
kennsla og rannsóknir fara fram og
skapa ný námstækifæri fyrir nemendur í
heilbrigðisvísindagreinum.
Háskólanám er krefjandi og margt hefur
áhrif á það. Slæm heilsa og vanlíðan
geta til dæmis dregið úr námsárangri.
Um fimmtungur nemenda við skólann
á lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins
og hefur takmarkaðan aðgang að heil
brigðis þjónustu. Komið hefur í ljós að
margir nemendur fresta því að leita
eftir heilbrigðisþjónustu þó þeir glími
við margvísleg heilbrigðisvandamál.
Í nýlegri rannsókn meðal kvenkyns
háskóla stúdenta við Háskóla Íslands
kom til dæmis fram að um fimmtungur
þeirra glímdi við þunglyndi og kvíða
(Bernhardsdóttir og Vilhjálmsson, 2012).
Sólfríður Guðmundsdóttir veitir hér innsýn í skipulag og mikilvægi þver fræði
legrar menntunar og þær nýjungar sem skapast hafa við klíníska forvarna
þjónustu Heilsutorgs.
Sóley S. Bender, t.h., hefur haft veg og vanda af því að gera Heilsutorg að veruleika. Flestir hjúkrunarfræðingar þekkja hana en hún er
prófessor í hjúkrunarfræðideild. Með henni á myndinni eru Sólfríður og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor.