Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 27
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 23 (t.d. hjúkrunarfræðingar og læknar við bráðamóttöku) eða í teymum sem eru sérhæfð til að þjóna ákveðnum hópi skjólstæðinga og hver fagmaður hefur ákveðið hlutverk (t.d. átröskunarteymi). Sérstaða Heilsutorgs Sérstaða Heilsutorgs felst í því að námsferli og þjónustuferli tvinnast saman í hugmyndafræðilegu líkani þar sem þjónustuþeginn er miðpunktur þjónustunnar og litið er á heildrænan hátt á vanda mál eða viðfangsefni hans. Líkanið tekur mið af heilbrigði þjónustuþegans og leggur áherslu á samvinnu þar sem átta fræðigreinar innan heilbrigðisvísindasviðs nýta þverfræðilega hugmyndafræði í kennslu og í klínísku námi. Þverfræðilegt líkan er notað sem hugmynda fræðilegur rammi kennslunnar og teymisvinnunnar á Heilsutorgi. Það auðveldar nemendum að ná árangri þar sem kennarar, nemendur og þjónustuþegar vinna saman. Þjónustuþeginn er miðpunktur starf­ seminnar. Meðlimir teymis, sem veita þjónustuna, gegna ákveðnum hlutverkum og eru í samvinnu við þjónustuþegann og er það nýjung í vinnutilhögun. Leitast er við að ná gagnkvæmum skilningi í gegnum greiningar­ og meðferðarferlið en það hvetur þjónustuþega og meðferðaraðila til að leita bestu leiða til að ná settum markmiðum og besta mögulega árangri. Lögð er áhersla á samvinnu við úrlausn viðfangsefna sem þjónustuþegi hefur áhyggjur af og hann fær aðstoð við að sinna þörfum til að efla heilbrigði. Til þess að svo megi verða þurfa þjónustuþegarnir sjálfir að leggja meira af mörkum í meðferðarferlinu en heilbrigðiskerfið gerir almennt ráð fyrir í dag. Slík aðferð er hvetjandi fyrir þjónustuþegann sem finnur að á hann er hlustað og borin virðing fyrir skoðunum hans í stað þess að fagfólk stjórni og gefi fyrirmæli sem einstaklingurinn á að fylgja hvað sem vilja hans líður. Heildræn sýn á þarfir þjónustuþega Heilsu torgs er leiðarljós teymisins sem leggur áherslu á öll sjónarhorn varðandi heilsufarsvandamál eða við­ fangs efni þjónustuþegans. Heilsufar einstaklingsins er skoðað á heildrænan hátt út frá líkamlegri, andlegri, félagslegri og tilfinningalegri líðan. Með heildrænu mati er auðveldara að finna hugsanlega áhrifaþætti og orsakavalda sem leitt geta til bágrar heilsu (það geta til dæmis verið reykingar, vaxandi streita, kyrrseta eða rangt mataræði). Með heildrænni sýn fæst yfirlitsmynd af heilbrigðisvenjum og líðan þjónustuþega þar sem tekið er tillit til umhverfisáhrifa á heilsufar. Heilbrigðisstarfsfólk stendur sífellt andspænis því að finna betri lausnir á viðfangsefnum, veikindum, slysum og heilsuvá. Þverfræðileg vinnubrögð, þar sem mismunandi áhættuþættir og þarfir eru teknir með í greiningu, kemur sér ekki aðeins vel fyrir þjónustuþegann heldur getur hún einnig dregið úr útgjöldum og aukið vellíðan þjónustuþega og starfsánægju þeirra sem veita þjónustuna. Horft er á heilbrigði þjónustu þegans í stað þess að ein blína á sjúk dóms­ ástand hans. Unnið er út frá styrkleika þjónustuþegans við að hjálpa honum að bæta það sem hindrar heilsuna og leitast er við að fyrir byggja sjúk dóma á heild­ rænan hátt. Þessi aðferð hefur eflandi áhrif á þjónustuþega og hvetur hann til að taka meiri ábyrgð á eigin heilbrigði. Fræðslunámskeið um ýmis heilsufarsleg málefni og eftirfylgni mun standa til boða fyrir þjónustuþega sem vilja breyta lifnaðarháttum og þurfa stuðning til þess (Sólfríður Guðmundsdóttir o.fl., 2013). Þverfræðileg og fjölfræðileg teymisvinna verður lögð til grundvallar Heilsutorgi. Þverfræðilegt teymi er þegar starfs­ mennirnir sameinast í einni komu þjónustu þegans. Tekin er sameiginleg heilsu farssaga, gert heilbrigðis mat, greiningar settar fram, hugsan leg með ferð og skammtíma­ og langtímamarkmið eru unnin af teyminu í samvinnu við þjónustu­ þegann. Þjónustuþeginn er virkur í umræðum um heilbrigðisástand sitt, framtíðar horfur og meðferðar áætlanir. Sameiginlegur skilningur og heildarsýn næst þar sem skjól stæðingurinn er hvattur til að vera þátt takandi í ákvarðana ferlinu og í skammtíma­ og langtímamarkmiðssetningu. Einstaklingar frá ólíkum fræðigreinum ásamt þjónustu­ þeganum eru hvattir til að spyrja hver annan og skoða ýmsar leiðir til að ná sem bestum árangri fyrir hann. Fjölfræðilegt teymi kallast það þegar einstaklingar frá ólíkum fræðigreinum sinna þjónustuþeganum út frá fræðigrein sinni og nýta færni sína og reynslu. Oftast felur þetta fyrirkomulag í sér að fagmenn hverrar fræðigreinar hitta einir þjónustuþegann. Þjónustuþeginn gæti þó samdægurs hitt fleiri fagmenn annarra fræðigreina í einni komu. Það er algengt að fjölfræðilegt teymi hittist reglulega, án þess að þjónustuþeginn sé til staðar, þar sem farið er yfir sögu hans og rætt um meðferðaráætlanir. Fjölfræðileg teymi sameina þekkingu og reynslu til að ná bestu niðurstöðu og er það vænlegra til árangurs en sérfaglegt starf. Ýtarlegri upplýsingar um fræðilegan bakgrunn og skipulag kennslu þessa þverfræðilega náms og starfsemi Heilsutorgs má finna í nýútgefinni skýrslu Heilsutorg: Þverfræðileg samvinna sem er á vefsvæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Lokaorð Það hefur lengi tíðkast við erlenda háskóla að bjóða upp á þverfræðilegt nám í heilbrigðisvísindagreinum. Það er því kominn tími til þess hér á landi að skipuleggja þverfræðilegt nám fyrir nemendur á heilbrigðisvísindasviði. Þetta framtak heilbrigðisvísindasviðs byggist á samvinnu og gefur nemendum einstök tækifæri til að vinna markvisst saman á þverfræðilegan hátt. Þannig opnar það nýja möguleika og eykur samlegðaráhrif ólíkra fræðigreina. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að þegar nemendur úr tveim eða fleiri fræðigreinum læra saman um eitthvert efni, hver af öðrum og hver með öðrum, auðveldar það árangursríka samvinnu og bætir heilsufarslega niðurstöðu. Auk þess að bæta líðan og koma í veg fyrir sjúkdóma mun það að öllum líkindum skila sér í töluvert minni kostnaði fyrir samfélagið. Undanfarna áratugi hafa háskólar í Evrópu smám saman aukið þverfræðilega kennslu nemenda í grunnnámi í heilbrigðis­ og félagsvísindum. Þörf fyrir breytt kennslu­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.