Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201342 Niðurgangur af völdum veirusýkinga er algengur og eru nóróveirur algengasta orsökin. Nóróveirur smitast auðveldlega milli manna og einkenni sýkingarinnar eru meðal annars uppköst, niðurgangur, kviðverkir og ógleði. NÓRÓVEIRUR OG SÝKINGAVARNIR Árlega koma margir sjúklingar á Landspítala (LSH) með einkenni sem geta samrýmst nóróveirusýkingu. Leiðbeiningar sýkingavarna gera ráð fyrir að þeir séu allir einangraðir. Hröð og rétt viðbrögð strax þegar einkenna nóróveirusýkingar verður vart geta hindrað dreifingu veirunnar til annarra sjúklinga og starfsmanna LSH. Um nóróveirur Nóróveirur tilheyra Calici­veirufjöl skyldunni og eru stundum kallaðar Norwalk­veirur Nóróveirur ljósmyndaðar með rafeindasmásjá. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, asdiself@landspitali.is eða Calici­veirur. Nóró veirur eru hjúplausar, litlar og harð gerðar RNA­veirur og þola langa vist í umhverfinu. Nóróveirur eru mjög smitandi og smitskammtur afar lítill eða einungis 10­100 veirur (Green, 2007). Aðalsmitleið nóróveira er með snertingu óhreinna handa, frá menguðu umhverfi eða með menguðum mat. Sé sjúklingur einnig með uppköst bætist dropasmit við. Nóróveirur þurfa að komast í görn til að valda sýkingu, það gerist með því að þær berast í munn og þannig í meltingarveg. Meðgöngutími nóróveirusýkingar er 8 klukkustundir til tveir sólarhringar en einn sólarhringur að meðaltali (Green, 2007; Said o.fl., 2008). Algeng einkenni nóróveirusýkinga eru ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkir, slappleiki og sumir einstaklingar fá einnig hita og höfuðverk. Nóróveirusýking gengur oftast yfir á 2­5 sólarhringum án aðgerða. Það tekur fólk oft nokkra daga að jafna sig eftir sýkinguna, ná vökvajafnvægi og endurheimta matarlyst. Í einstaka tilvikum getur sýkingin varað í lengri tíma og viðkvæmir sjúklingar geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.