Þjóðmál - 01.03.2010, Page 7

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 7
 Þjóðmál VOR 2010 5 skiptum okkar við Bandaríkin á kalda stríðs- árunum . En núna þurfum við að búa við það að æðstu ráða menn þjóðar innar leggist á fjóra fætur frammi fyrir erlendu valdi og skríði fyrir því . Nema Ólafur Ragnar Grímsson . Hann á heiður skilið fyrir að neita að skrifa upp á Icesave-hlekkina sem ríkisstjórnin ætlaði að þvinga þjóðina í . Má til sanns vegar færa að í 26 . gr . stjórnarskrárinnar felist eins konar öryggisventill, sem Ólafur Ragnar misnotaði að vísu herfilega í fjöl miðla- málinu, en er ætl að að koma þjóðinni til bjargar þegar vitleys ingar í landsstjórninni stefna þjóð ar hags mun um í voða . Ólafur Ragn ar á jafn framt þakkir skilið fyrir að tala máli Ís lands sköru lega á alþjóðavett vangi . Í fyrsta sinn í forsetatíð hans hefur hann haft hagsmuni þjóð ar innar allrar að leiðar- ljósi . Áður hefur hann, eins og kunnugt er, jafnan haft það að markmiði að styrkja vinstri sjónar mið í sessi (hann er guðfaðir getu lausu vinstristjórnar innar sem nú situr) og upp hefja sjálfan sig með furðu kúnstum á borð við þátt hans í Himalaja-hneykslinu sem fjallað er um í þessu hefti Þjóðmála (bls . 14–26) . Og fyrst Ólafi Ragnari er þakkað má ekki gleymast að þakka hinum magnaða Indefence-hóp og lögfræðingunum snjöllu sem lagt hafa mest af mörkum til að forða þjóðinni frá hinni „glæsilegu niðurstöðu“ Steingríms J . Sigfússonar . Þegar blaðað er í gömlum blaða úr-klippum staðnæmist augað við fyrir- sögn á forsíðu Morgunblaðsins í lok júní 1967: „Full aðild Íslands að efnahags banda - lag inu kemur varla til greina – sagði Willy Brandt, utan ríkisráðherra Vestur-Þýska- lands“ . Þá hét Evrópusambandið Efna hags- bandalag Evrópu og Brandt var ekki enn orðinn kansl ari . Hann sagði að Íslendingar myndu glata þjóðareinkennum sínum, ekk- ert minna, ef ákvæðum banda lagsins um frjálsa tilfærslu fjármagns og vinnuafls yrði beittt gagnvart „þessu litla landi“ . Glöggt er gests augað! Rétt fyrir jólin birtist eftirfarandi pist ill á vefsíðunni Silfur Egils: Við getum sett upp jólagjafalista samfylk ing- ar mannsins . Hann vill fá Snorra eftir Óskar Guð- mundsson, fósturföður Hrannars B . og fyrr- um kosningastjóra Jóhönnu . Ferðabókina Enginn ræður för eftir Runólf Ágústsson, fyrrverandi rektor á Bifröst . Jöklabókina eftir Helga Björnsson – af því samfylkingarmaðurinn trúir á lofts lags breyt- ingar – og ef Hallgrímur Helga son væri með bók, þá myndi hann biðja um hana líka . Hallgrímur er raunar höfundur barna sög- unnar Konan sem kyssti of mikið . Hún gæti farið í jólapakka samfylkingarfólks . Jólabókalisti sjálfstæðismannsins gæti litið svona út: Þeirra eigin orð, bók með neyðarlegum til- vitnunum, tekin saman af Óla Birni Kára syni . Eldað af lífi og sál eftir Rósu Guð bjarts- dóttur . Svartbók kommúnismans, þýdd af Hannesi Hólmsteini . Peningarnir sigra heiminn eftir Niall Ferguson, útgefin af Uglu, forlagi Jakobs F . Ásgeirssonar . Það er útaf fyrir sig skemmtilegt að taka saman svona lista, þótt sérkennilegt sé að setja merkimiða á bækur almennra útgáfu- félaga eftir því hver stýrir þeim („útgefin af Uglu, útgáfufélagi Jakobs F . Ásgeirssonar“) . Það tíðkaðist að vísu að nokkru leyti á kalda stríðsárunum þegar Mál og menning og Almenna bókafélagið voru og hétu, enda voru þau útgáfufélög beinlínis stofnuð í pólitísk um tilgangi (þótt ómögulegt sé reyndar að draga þá ályktun ef útgáfulisti AB er skoðaður) . Ég hef nú ekki orðið var við það að sjálfstæðismenn kaupi útgáfu bækur Bókafélagsins Uglu (útgefanda Þjóðmála)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.