Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 10
8 Þjóðmál VOR 2010
Af vettvangi stjórnmálanna
_____________
Björn Bjarnason
Óhæf vinstri stjórn
– án velferðar
I .
Ólafur Ragnar Grímsson og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherraefni
Sam fylkingarinnar, fögnuðu því sunnu-
dag inn 1 . febrúar 2009 í stofunni á Bessa-
s töðum, að ný ríkisstjórn hefði verið
mynduð undir forsæti Jóhönnu . Spenna
var í lofti og eftirvænting í orðum þeirra
beggja . Fyrsta „hreinræktaða“ vinstri
stjórnin í landinu var að fæðast með þátt-
töku ráðherra úr Samfylkingu og vinstri-
grænum (VG) auk tveggja ópólitískra ráð-
herra . Framsóknarflokkurinn tryggði ríkis-
stjórn inni brautargengi með fyrirheiti um
að verja hana vantrausti á alþingi . Nú skyldi
sjálfstæðismönnum og öðrum and stæð ing-
um vinstrimanna sýnt í tvo heimana . Ýtt
var úr vör með þeim orðum, að nú yrði
stjórnað með velferð fólksins að leiðar ljósi .
Ólafur Ragnar fór á svig við þing-
ræðisregluna með því að veita um boð til
myndunar minnihlutastjórnar, án þess að
fyrst yrði kannað, hvort meiri hlutastjórn
væri í spilunum . Að baki stjórnar mynd-
uninni bjó laumuspil milli manna, sem allir
höfðu áður verið saman í flokki, Alþýðu-
banda laginu . Þeir töldu sig í sömu sporum
og vinstri menn undir forystu Hermanns
Jónassonar árið 1956, þegar fyrsta vinstri
stjórnin var mynduð . Nú yrði unnt að ýta
íhaldinu varanlega til hliðar . Steingrímur J .
Sigfússon tók að kveða stefið um, að allt hið
illa væri Sjálfstæðisflokknum að kenna og
aldrei skyldi við hann rætt .
Nýja ríkisstjórnin ákvað kosningar 25 .
apríl . Eftir þær þurftu Samfylking og VG ekki
á framsóknarmönnum að halda sem hækju .
Flokkarnir tveir hlutu meirihluta á alþingi
og hinn 10 . maí var efnt til blaðamanna-
fundar í Norræna húsinu til að kynna nýja,
sjálfbæra vinstri stjórn og sáttmála hennar .
Staðarval blaðamannafundarins réðst af
þeirri ætlan stjórnarherranna, að þeir sætu
nú í velferðarstjórn að norrænu fordæmi .
Spunaliðarnir töldu leikmyndina skipta
meiru en efni málsins . Minnihlutastjórnin
hafði að engu sam þykkt alþingis frá 5 . des-
ember 2008 um svonefnd Brusselviðmið í
Icesave-málinu . Stein grímur J . fól einkavini