Þjóðmál - 01.03.2010, Page 12
10 Þjóðmál VOR 2010
verði þau að lækka enn um 50 milljarða á
árinu 2011 . Þessi tala kann enn að hækka,
því að mikil óvissa ríkir um, hvort sparnað-
ar áform ríkisins á árinu 2010 nái fram að
ganga .
Að mati Samtaka atvinnulífsins hefur
allt svigrúm ríkisstjórnarinnar til skatta-
hækkana vegna áranna 2009, 2010 og 2011
verið nýtt . Með þessari grein (sjá bls . 8) er
listi yfir skattabreytingar ríkisstjórnarinnar,
sem birtist á vefsíðu Samtaka iðnaðarins í
upp hafi árs 2010 .
Listinn skýrir orð Tómasar Más Sig urðs-
sonar, formanns Viðskiptaráðs Íslands,
þegar hann sagði á viðskiptaþingi 17 . febrú-
ar, 2010:
„Íslenska skattkerfinu, sem á síðast liðn-
um áratug var orðið mjög samkeppnis-
hæft, hefur nú verið umturnað á skömm-
um tíma . Aukið flækjustig, meiri kostn-
aður, hærri jaðarskattar, minni hvati til
verðmætasköpunar, lakara fjárfestingar-
umhverfi, hærri vaxtakostnaður, og aukin
hætta á skattaundanskotum eru allt fylgi-
fiskar þeirra breytinga sem stjórnvöld hafa
ráðist í .“
III .
Í stefnuyfirlýsingunni setur ríkisstjórnin sér það meginmarkmið í atvinnumálum
að draga úr atvinnuleysi með markvissum
aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi
og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt
atvinnulíf til framtíðar .
Til að þetta takist er óhjákvæmilegt að
auka hagvöxt . Í ársbyrjun spáir seðlabank-
inn því hins vegar, að efnahagslífið dragist
saman um 3–4% á árinu og að kreppan
haldi áfram . Þá liggja fyrir efnahagsspár um
2% árlegan hagvöxt á næstu árum . Samtök
atvinnulífsins telja, að hagvöxtur þurfi að
vera 5% á ári að meðaltali 2011–2015 til
þess að atvinnuleysi hverfi og ný störf verði
til fyrir þá, sem koma á vinnumarkaðinn .
Við það myndu skapast 15–17 þúsund
ný störf og spornað yrði gegn stórfelldum
brottflutningi fólks af landinu .
Brottflutningur er vissulega áhyggjuefni,
því að árið 2009 fluttu 4 .835 fleiri frá
landinu en til landsins samkvæmt tölum
Hagstofu Íslands . Er þetta einsdæmi .
Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta
voru árið 1887 en þá fluttu 2 .229 fleiri frá
landinu en til þess .
Hagvöxtur vex ekki um 5% nema
útflutningur aukist um 60 til 70 milljarða
króna á ári fram til 2015 . Þetta gerist
ekki án vaxtar á öllum sviðum útflutnings
vöru og þjónustu . Gjaldeyrishöft, sem rík-
isstjórnin hefur hert, verða að hverfa, eigi
þetta markmið að nást .
Í ræðu sinni á viðskiptaþingi sagði Tómas
Már Sigurðsson, að blómlegt atvinnulíf
mundi aldrei þrífast í hagkerfi, þar sem
stjórn völd hefðu misst tökin á ríkisfjármál-
um og greiðsluþrot blasti við . Einar
Gunnars son, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neyt is ins, spáði greiðsluþroti íslenska rík-
isins á árinu 2011 í trúnaðarsamtali við
for stöðumann bandaríska sendiráðsins í
Reykjavík 12 . janúar 2010 . Kynnti hann
þetta sem rök fyrir því, að Bandaríkja stjórn
veitti ríkisstjórninni lið og tryggði fram-
gang Icesave-stefnu hennar .
Ekki er nóg með, að léleg stjórn á ríkis-
fjár málum og ofurþungi í skattheimtu
valdi áhyggjum . Ríkisstjórnin vegur jafn-
framt að hefðbundnum atvinnugreinum
lands manna . Sjávarútvegi, landbúnaði og
orku vinnslu .
Undanfarið hefur verið efnt til bar-
áttufunda víða um land gegn stefnu rík-
is stjórnarinnar um fyrningarleið við fisk-
veiðistjórn . Floti Vestmannaeyinga var
kallaður til hafnar í mótmælaskyni . Á
fjölmennum fundi í Ólafsvík 18 . febrú-
ar sýndu allir frummælendur úr hópi