Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 12

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 12
10 Þjóðmál VOR 2010 verði þau að lækka enn um 50 milljarða á árinu 2011 . Þessi tala kann enn að hækka, því að mikil óvissa ríkir um, hvort sparnað- ar áform ríkisins á árinu 2010 nái fram að ganga . Að mati Samtaka atvinnulífsins hefur allt svigrúm ríkisstjórnarinnar til skatta- hækkana vegna áranna 2009, 2010 og 2011 verið nýtt . Með þessari grein (sjá bls . 8) er listi yfir skattabreytingar ríkisstjórnarinnar, sem birtist á vefsíðu Samtaka iðnaðarins í upp hafi árs 2010 . Listinn skýrir orð Tómasar Más Sig urðs- sonar, formanns Viðskiptaráðs Íslands, þegar hann sagði á viðskiptaþingi 17 . febrú- ar, 2010: „Íslenska skattkerfinu, sem á síðast liðn- um áratug var orðið mjög samkeppnis- hæft, hefur nú verið umturnað á skömm- um tíma . Aukið flækjustig, meiri kostn- aður, hærri jaðarskattar, minni hvati til verðmætasköpunar, lakara fjárfestingar- umhverfi, hærri vaxtakostnaður, og aukin hætta á skattaundanskotum eru allt fylgi- fiskar þeirra breytinga sem stjórnvöld hafa ráðist í .“ III . Í stefnuyfirlýsingunni setur ríkisstjórnin sér það meginmarkmið í atvinnumálum að draga úr atvinnuleysi með markvissum aðgerðum, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf til framtíðar . Til að þetta takist er óhjákvæmilegt að auka hagvöxt . Í ársbyrjun spáir seðlabank- inn því hins vegar, að efnahagslífið dragist saman um 3–4% á árinu og að kreppan haldi áfram . Þá liggja fyrir efnahagsspár um 2% árlegan hagvöxt á næstu árum . Samtök atvinnulífsins telja, að hagvöxtur þurfi að vera 5% á ári að meðaltali 2011–2015 til þess að atvinnuleysi hverfi og ný störf verði til fyrir þá, sem koma á vinnumarkaðinn . Við það myndu skapast 15–17 þúsund ný störf og spornað yrði gegn stórfelldum brottflutningi fólks af landinu . Brottflutningur er vissulega áhyggjuefni, því að árið 2009 fluttu 4 .835 fleiri frá landinu en til landsins samkvæmt tölum Hagstofu Íslands . Er þetta einsdæmi . Næstflestir brottfluttir umfram aðflutta voru árið 1887 en þá fluttu 2 .229 fleiri frá landinu en til þess . Hagvöxtur vex ekki um 5% nema útflutningur aukist um 60 til 70 milljarða króna á ári fram til 2015 . Þetta gerist ekki án vaxtar á öllum sviðum útflutnings vöru og þjónustu . Gjaldeyrishöft, sem rík- isstjórnin hefur hert, verða að hverfa, eigi þetta markmið að nást . Í ræðu sinni á viðskiptaþingi sagði Tómas Már Sigurðsson, að blómlegt atvinnulíf mundi aldrei þrífast í hagkerfi, þar sem stjórn völd hefðu misst tökin á ríkisfjármál- um og greiðsluþrot blasti við . Einar Gunnars son, ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neyt is ins, spáði greiðsluþroti íslenska rík- isins á árinu 2011 í trúnaðarsamtali við for stöðumann bandaríska sendiráðsins í Reykjavík 12 . janúar 2010 . Kynnti hann þetta sem rök fyrir því, að Bandaríkja stjórn veitti ríkisstjórninni lið og tryggði fram- gang Icesave-stefnu hennar . Ekki er nóg með, að léleg stjórn á ríkis- fjár málum og ofurþungi í skattheimtu valdi áhyggjum . Ríkisstjórnin vegur jafn- framt að hefðbundnum atvinnugreinum lands manna . Sjávarútvegi, landbúnaði og orku vinnslu . Undanfarið hefur verið efnt til bar- áttufunda víða um land gegn stefnu rík- is stjórnarinnar um fyrningarleið við fisk- veiðistjórn . Floti Vestmannaeyinga var kallaður til hafnar í mótmælaskyni . Á fjölmennum fundi í Ólafsvík 18 . febrú- ar sýndu allir frummælendur úr hópi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.