Þjóðmál - 01.03.2010, Page 16

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 16
14 Þjóðmál VOR 2010 Himalaja-hneykslið, dr . Pachauri og Ólafur Ragnar Ólafur Ragnar Grímsson og „stofnunin“ Global Centre, sem Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utan- rík is ráð herra, setti á fót árið 2005, þegar hann var „alþjóðaráðgjafi“ Ólafs Ragn ars, hafa kom ið við sögu í fjölmiðla- umræð um um Hima laja- jökla hneykslið . Þetta hneyksli, sem vakið hefur heims- athygli, snýst um rangar „getgátur“ þess efnis að hlýnun jarðar leiði til þess að árið 2035 verði Hima laja- jökl arnir horfnir með hrika leg um afl eið ingum fyrir mörg hundr- uð milljón ir manna . Ólafur Ragnar hefur verið mál svari hinnar skjótu bráðnunar á ferð um sínum til Indlands, Bangladess og Banda ríkj anna á undanförnum árum Ólafur Ragnar hefur einnig starfað náið með dr . Rajendra K . Pachauri, formanni loft slagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), og TERI-stofnun hans á Indlandi . Fyrir tveimur árum birti IPCC skýrslu, sem sögð var geyma nýjustu og nákvæm- ustu vísindaniðurstöður um áhrif hlýnun- ar jarðar . Þungamiðja í niðurstöðunum var, að jöklar bráðnuðu svo hratt að þeir gætu verið horfnir í Himalaja fjallgarðinum árið 2035 . Ólaf ur Ragnar hefur flutt svip aðan boðskap í ræðum und an farin ár . Þegar hann var gerður að heiðursdoktor við Ohio-ríkis- háskólann í Banda ríkjunum í desember 2009 sagði hann að Kína og Indland væru í verulegri hættu vegna jöklabráðnunarinnar . Lundúnablaðið The Sunday Times skýrði frá því 17. janúar 2010 að vísindamenn, sem stóðu að viðvöruninni um Himalaja- jöklana, hefðu nú viðurkennt að hún hefði byggst á frétt í hinu vinsæla vísindatímariti The New Scientist sem hafði birst átta árum áður en skýrsla IPCC kom út árið 2007 . Fréttin í New Scientist byggðist á stuttu sím tali við Syed Hasnain, lítt þekktan ind- verskan vísindamann, sem þá starfaði við Jawaharal Nehru-háskólann í Delí . Hann er samstarfsmaður dr . Pachauris og hefur setið ráðstefnur með Ólafi Ragnari . Hasnain hefur, að sögn Sunday Times, játað að fullyrðing sín hafi verið „getgáta“ (speculation) og hún hafi ekki byggst á nein- um formlegum rannsóknum . Blaðið sagði að væri þetta rétt væri um að ræða einhver alvarlegustu mistök við loftslagsrannsóknir til þessa . Vísindamannasamstarfi undir merkjum IPCC hefði einmitt verið ætlað ÞJÓÐMÁL • ÚTTEKT •

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.