Þjóðmál - 01.03.2010, Page 17

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 17
 Þjóðmál VOR 2010 15 að tryggja leiðtogum ríkja heims bestu vísindalegu ráðgjöf um loftslagsbreytingar . Annað væri að koma í ljós . Dr . Richard North, sem ritar á vefsíðuna EUReferendum í Bretlandi, hefur um nokk urt skeið kynnt sér störf dr . Pachauris . Eftir að fréttin birtist í Sunday Times vakti dr . North athygli á því að Syed Hasnain starfaði nú hjá TERI-stofnuninni á vegum dr . Pachauris . Hasnain færi þar með forystu fyrir jöklarannsóknahópi . Rann- sókn irnar miðuðu að því að kanna áhrif jökla bráðnunar í Himalaja-fjallgarðinum . Hasnain hefði þannig framfæri sitt nú af því að rannsaka afleiðingar eigin getgátu . Með vísunar til þeirra orða Hasnains að Himalaja-jöklarnir „muni hverfa innan fjörutíu ára vegna hlýnunar jarðar … og leiða til víðtæks vatnsskorts“, hefði TERI- stofnunin leitað til hinnar auðugu Carnegie- stofnunar í New York í gegnum félagsskap, sem var að sögn EUReferendum, undir forystu Global Centre sem Íslendingurinn Kristján Guy Burgess hefði stofnað árið 2005 . Í nóvember 2008 hefði þetta félag, Global Centre, fengið 500 .000 dollara styrk til „rann sókna, skilgreiningar og þjálfunar vegna öryggis- og mannúðarverkefna tengd ra vatni í Suður-Asíu, sem rekja má til bráðn unar Himalaja-jöklanna“ . Þetta hefði auð veld að dr . Pachauri að koma á laggir jökla teymi innan TERI undir forystu Hasnains . Í EUReferendum segir síðan orðrétt 18. jan úar 2010: Global Centre er einkarekin stofnun á Ís landi, sem tengist skrifstofu Ólafs Ragnars Gríms - son ar, forseta Íslands . Markmið hennar er að móta „stór rannsóknaverkefni og þjálfunar- áætl anir með þátttöku vísindamanna frá Suður-Asíu, Evrópu og S- og N-Ameríku“, en þar gegnir TERI dr . Pachauris lykilhlutverki . Síðan gerist það í þessum mánuði, 15 . janúar, að forseti Íslands, Grímsson, og dr . Pachauri, hleyptu af stað, með hópi frá Ohio- ríkisháskólanum, samstarfsverkefni með yfir- lýsingu um að TERI og Carnegie stofnunin í New York hefðu „tekið höndum saman“ um verkefni á sviði jöklafræði og jarðvegsfræði . Tilgangur samstarfsverkefnisins væri, að þeirra sögn, að „auka skilning á áhrifum lofts - lags breytinga á Himalaja og hinum marg- ræðu afleiðingum fyrir leiðir til að stjórna vatnsbúskap og matvælaframleiðslu á slétt- unum undir fjöllunum .“ Rannsóknarsjóðurinn verður efldur með þeim 108 þúsund dollurum sem Grímsson fékk í Nehru-verðlaun í þessum mánuði . Hvað sem þessu líður virðist Hasnain ekki lengur standa við fyrri „getgátu“ . Á fyrsta degi tveggja daga samráðsfundar um „Ind- verska Himalaja -jökla, breytingar og búsetu“ í október 2009 sagði hann að vísindamenn spáðu „43% minnkun jökla að meðatali til 2070 og 75% minnkun við lok 21 . aldar miðað við núverandi hitastig“ sem er langt frá þeirri staðhæfingu að jöklarnir hverfi árið 2035 . Dr . Rajendra K . Pachauri, formaður loftslags nefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) og samverka maður Ólafs Ragnars Grímssonar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.