Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 22

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 22
20 Þjóðmál VOR 2010 Kristján Guy Burgess varð ungur aðdáandi Ólafs Ragn ars Grímssonar og baráttuaðferða hans . Í ævi sögu Ólafs Ragnars er Kristján nefndur sem einn af tíu nánustu samverkamönnum Ólafs í forseta fram boðinu sumarið 1996 . (Af öðrum úr þeim hópi má nefna Má Guðmundsson, Sigurð G . Guð jónsson, Þórólf Árnason, Einar Karl Haraldsson, Gunn ar Stein Pálsson, Karl Th . Birgisson og Gauta B . Eggerts son .) Í ævisögunni segir að Ólafur Ragnar og Kristján hafi átt mikið saman að sælda . En hið svokallaða „Alþjóðaver“, Global Center, kom ekki til sögunnar fyrr en haustið 2005 . Að loknu háskólanámi í sagnfræði og alþjóða- stjórnmálum réðst Kristján Guy Burgess til blaðsins DV . Var hann þar fréttastjóri á þeim árum sem það blað hafði hvað verst orð á sér, en það var þá komið í hendur Baugsvaldsins . Mannorðsníðið á síðum DV gekk þó ekki fram af Ólafi Ragnari og starfsmönnum forseta skrifstofunnar . Dag einn vorið 2005 gekk Kristján Guy Burgess á fund forseta Íslands og bað hann um ráð varðandi framtíðaráform sín . Ólafur Ragnar spurði eins og sá sem valdið hefur: „Hvort langar þig meira að búa í útlöndum eða fara í ný verkefni?“ Kristjáni hugnaðist betur síðari kosturinn: „Og þá byrjuðum við að ræða hugmynd sem greinilega hafði lengi verið að brjótast um í huga forsetans . Hann vildi koma á fót einhvers konar stofnun eða skrifstofu sem gæti liðsinnt forsetaskrifstofunni og öðrum aðilum í alþjóðlegum verkefnum í tengslum við atvinnulífið og fleira,“ er haft eftir Kristjáni í ævisögu Ólafs Ragnars . Næstu mánuði vann Kristján jöfnum höndum á DV og með forseta landsins að stofnun Alþjóðavers- ins . Ólafur Ragnar taldi sig eiga hönk upp í bakið á út rás arvíkingunum eftir þjónustu sína við þá, í nafni forseta embættisins, á undanförnum árum . Þeir kunnu líka að meta þjónustu hans og lögðu glaðir fram fé til stofnunar Alþjóðaversins haustið 2005, að vísu ekki úr eigin vasa eins og síðar hefur komið á daginn, enda létu þeir sér í léttu rúmi liggja að óljóst var með öllu hvaða starfsemi Alþjóðaverið hefði með höndum . „Ég hef gætt mín á því að skilgreina Alþjóðaverið ekki of nákvæmlega,“ segir Kristján í ævisögu Ólafs Ragnars, „því það verður líka að geta starfað sem einhvers konar hugmyndabrunnur sem útfærir hugmyndir og kemur þeim á legg . Ég vildi ekki lenda í því að skilgreina það sem ráðgjafarfyrirtæki eingöngu því þá missir maður visst frumkvæði .“ (!!) Kristján Guy Burgess varð eini starfsmaður Al- þjóða versins en póstfang þess var í höfuðstöðvum lyfja fyrirtækisins Actavis í Hafnarfirði . Í ævisögu Ólafs Ragnars fjallar höfundurinn, Guð- jón Friðriksson, um Alþjóðaver Kristjáns Guy Burgess af svo ýktri lotningu og mærð, rétt eins og um Ólaf Ragnar sjálfan, að lesandinn veltir fyrir sér hvort um háð sé að ræða, því það geti enginn rit höfundur með sjálfsvirðingu skrifað með þessum hætti um samferðamenn sína . En Guðjón var á háum launum hjá útrásarbönkunum við skrifin (að sögn mun hann hafa fengið þrjár milljónir frá hverjum þeirra, alls 9 milljónir) og hefur greinilega litið á sjálfan sig sem auðmjúkan leigupenna . Eftir að hafa haft atvinnu af því að níða skóinn af fólki í DV stekkur Kristján Guy Burgess alskapaður fram á hið alþjóðlega sjónarsvið og vinnur þar, í nánu samstarfi við sinn föðurlega verndara og læriföður, Ólaf Ragnar Grímsson, hvert afrekið af öðru í gríðar lega mikilvægum verkefnum fyrir mannkynið . „Þar má nefna loftslagsmál, forvarnarmál, alnæmismál og jarðhitamál,“ skrifar hinn hástemmdi Guðjón Friðriksson . „Þetta hefur eiginlega verið alger rússí bani, svo mikið hefur verið að gera,“ segir Kristján í ævisögunni . Auk áðurnefndra verka hafði hann umsjón með heim- sókn geysiþýðingarmikilla sendinefnda til Íslands frá Abú Dabíu og Serbíu, leiðbeindi þeim sem unnu að svokölluðu Þúsaldarverkefni og reyndi að útskýra fyrir þeim „með hverjum hætti það getur gengið upp“, starfsfólk Jeffrey Sachs vildi ótt og uppvægt fá að njóta starfskrafta hans, o .s .frv . o .s .frv . En Kristján á Hver er Kristján Guy Burgess?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.