Þjóðmál - 01.03.2010, Side 26

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 26
24 Þjóðmál VOR 2010 Í fréttatilkynningu frá TERI, stofnun dr . Pachauris, frá 15. janúar 2010 segir, að Ólafur Ragnar og dr . Pachauri hafi þann dag tekið þátt í athöfn til að hefja samstarf Háskóla Íslands, TERI og Carnegie- stofnunarinnar í New York um jökla- rannsóknir, sem muni gefa indverskum vísinda mönnum og námsmönnum tæki færi til að öðlast þjálfun á Íslandi og í Banda- ríkjunum . Markmið samstarfsins sé að auka skilning á áhrifum loftslagsbreytinga á Himalaja . Syed Hasnain prófessor hafi tekið þátt í athöfninni sem yfirmaður jökla- rannsóknadeildar TERI . Samstarfið sé að mestu kostað af Carnegie-stofnuninni í New York auk þess sem Ólafur Ragnar gefi Nehru-verðlaunaféð til verkefnisins . Hinn 3. febrúar 2010 birti DNA­ fréttastofan á Indlandi frétt um, að Carnegie- stofnunin vildi ekki verða dregin inn í „Glaciergate“ eða Himalaja-jöklahneykslið . Ekkert fé hefði verið greitt til TERI eða Global Centre á Íslandi . Susan King, talsmaður Carnegie, hefði sagt 2 . febrúar: Í september 2008 samþykktum við 500 .000 dollara styrk til Global Centre á Íslandi í þágu rannsókna á öryggi í vatnsbúskap og mannlífi í Suður-Asíu í tengslum við bráðnun Himalajajöklanna . Þetta var eingreiðslu-styrk- ur . Ekkert fé hefur verið innt af hendi, styrk- þeginn bað okkur um að fresta greiðslu vegna stjórnmála- og efnahagsástandsins á Íslandi . Í lok fréttar sinnar segir DNA: Augljóst er, að bandaríska styrkfénu hefur ekki verið sóað í Himalajavitleysuna . King sagði ekki neitt um loftslagsdeiluna og vildi ekki blanda sér í hana, en vöknuðu grunsemdir hjá Global Centre eða Carnegie? Styrkurinn var aldrei greiddur, þótt hann hefði verið samþykktur 2008 . Það er ótrúlega skrýtið, að styrkþegi hafni ríflegri fjárhæð, nema Global Centre hafi talið, að niðurstaða IPCC-skýrslunnar um, að Himalajajöklarnir hefðu að mestu bráðnað 2035 vegna loftslagsbreytinga, væri langsótt . Í síðustu viku dró IPCC, þar sem Pachauri er formaður, fullyrðinguna til baka og leiðrétti skýrslu sína . DNA tókst ekki að fá staðfest hjá Global Centre að styrknum hefði verið hafnað . Hinn 4. febrúar 2010 sagði á vefsíðunni eyjan.is: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, óskaði eftir því að Carnegie-stofnunin í New York frestaði greiðslu 500 þúsund dollara styrks – jafnvirði um 64 milljóna íslenskra Félagarnir og doktorarnir, Ólafur Ragnar Grímsson og Rajendra Pachauri (yst til hægri), á ráðstefnu sem m .a . var kostuð af skuldakóngunum íslensku .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.