Þjóðmál - 01.03.2010, Side 28

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 28
26 Þjóðmál VOR 2010 Spyrja má hvort forsætisráðherrarnir þrír hefðu lýst trausti á dr . Pachauri 5. febrúar 2010, ef þeir hefðu lesið úttekt Þjóðmála . Af henni má ráða, að ekki séu öll kurl komin til grafar í umræðum um hlut dr . Pachauris . Íslandstenging hans sýni, að veruleikinn sé annar, en hann lýsir, nema íslenskir vinir hans hlaupi undir bagga með honum til að fegra stöðu hans . Í ljósi þess, að dr . Pachauri hefur beðist afsökunar á rangfærslum um Himalaja- jökl ana í skýrslu á hans ábyrgð, má spyrja, hvort Ólafur Ragnar ætli ekki að biðjast afsök unar á orðum sínum um þetta mál . Af úttekt Þjóðmála, sem m .a . styðst við efni af vefsíðunni forseti.is, má sjá, hve get gátan um öra bráðnun Himalaja-jöklanna hefur valdið Ólafi Ragnari miklum áhyggjum . Hann hefur að eigin sögn tekið málið upp bæði við forseta Kína og Indlands . Hvernig ætlar hann að leiðrétta mál sitt? Ætlar hann að biðja forsetana afsökunar? Eða þá sem hlustuðu á ræðu hans í Wooster í Ohio 10. janúar 2009? Þá var Ólafur Ragnar sæmdur doktorsnafnbót við Ohio-ríkisháskólann . Af úttektinni má ráða að sá háskóli sé hluti af þeirri mynd sem tengir Ólaf Ragnar við Himalaja-jöklahneykslið . Spyrja má: Hvernig í ósköpunum stendur á því að forseti Íslands er að blanda sér í falsumræður um bráðnun jökla í Himalaja? Hvaða tilgangi þjónar að tengja nafn Íslands þessari vitleysu? Eða nafn Háskóla Íslands? Hvernig bregðast íslenskir vísindamenn við? Sætta þeir sig þegjandi við að vera tengdir þessu vísindahneyksli? Vefsíðan eyjan.is lagði fimm spurningar fyrir Kristján Guy Burgess, aðstoðarmann utanríkisráðherra, vegna þessa máls og sagði frá þeim 28. janúar 2010 á þennan veg: Þær fimm spurningar, sem blaðamaður Eyjunnar sendi Kristjáni Guy Burgess í tölvu- pósti eftir árangurslausar tilraunir til að ná símasambandi við hann, voru eftirfarandi: 1) Hver nákvæmlega er/var aðkoma Glob- al Centre að málefnum TERI? Talað er um að fé hafi farið milli aðila með milligöngu GC . Hversu margir aðilar styrktu eða sendu eða hyggjast senda TERI fé gegnum stofnun þína? Hver er/var heildarupphæðin og hver er/var hlutur GC af þeim upphæðum? 2) Sá Global Centre um að afla þessara fjár- muna fyrir hönd TERI? Með hvaða hætti þá? 3) Hvaða sérfræðiþekkingu býr Global Centre yfir vegna fjármálaþjónustu annars veg ar og loftslagsmála hins vegar? 4) Vitað er að mörg viðskiptasambönd Global Centre urðu til fyrir tilstilli forseta Íslands . Kom hann að þessu ákveðna máli og þá með hvaða hætti? 5) Hefur þú í embætti aðstoðarmanns utan- ríkisráðherra nýtt þér þá stöðu til að koma stofnun þinni á framfæri erlendis? Eina svar aðstoðarmanns utanríkis ráðherra við þessum spurningum var eftir farandi: Ég hef ekki komið að þessu alþjóð lega vís- indaverkefni frá því ég varð að stoðar maður ráðherra fyrir ári [þ .e . í febrúar 2009] . Styrk- fénu er óráðstafað og er enn varðveitt hjá Carnegie-stofnuninni . Ekkert hefur verið greitt til Teri . Þótt stjórnmálamenn og vildarvinir dr . Pachauris, sem eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta með honum, lýsi yfir stuðningi við hann og telji jafnvel lúalega að honum veist, eru þeir fleiri sem er nóg boðið vegna hinna óvönduðu vinnubragða loftslagsnefndar Sam einuðu þjóðanna, IPCC, undir for- mennsku hans . Loftslagsmálin eru að fá á sig þann stimpil, að ekkert sé að marka þá, sem tala hæst um hættuna af hlýnun jarðar . Furðulegt má heita að embætti forseta Íslands skuli tengjast gervi vísindum á þessu sviði á þann veg sem lýst er í þessari úttekt Þjóðmála . En þar sem Ólafur Ragnar Grímsson á í hlut er það þó alls ekkert skrýtið, þegar betur er að gáð . Þ

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.