Þjóðmál - 01.03.2010, Side 33

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 33
 Þjóðmál VOR 2010 31 Sólmundur Ari Björnsson Ísland og Argentína Um óraunhæfan samanburð – og muninn á skuldakreppu, gjaldeyriskreppu, tvíburakreppu og stjórnarkreppu Íumræðunni um skuldakreppu Íslands hef ur oft verið vísað til reynslu Argent- ínu . Þar í landi skall á kreppa árið 1998 sem end aði með gjaldþroti argentínska ríkis ins og hruni bankakerfisins í lok árs 2001 . Margt er að athuga við slíkan samanburð . Það er nefnilega ekki einungis stigsmunur á krepp um heldur einnig eðlismunur . Argentína tengdi gjaldmiðil sinn, argent- ínska pesóinn, við bandaríkjadollar árið 1991 og afnam við það sjálfstæða pen- inga stefnu . Á árunum 1980–1989 hafði verð bólga verið ógurleg, eða að meðaltali 750% á ári . Hæst hafði hún farið í tæplega 5000% árið 1989 en 1990 var hún kominn í 1350% . Ástæðan fyrir þessari gríðarlegu verð bólgu var sú að útgjöldum ríkisins var að stórum hluta mætt með prentun peninga . Því var argentínska ríkið á fyrri hluta árs 1989 næstum komið í greiðsluþrot þar sem skortur var orðinn á pappír til að prenta peningaseðla og prentarar höfðu hótað því að fara í verkfall! Í óðaverðbólgunni árið 1990 fór að bera sífellt meira á að verð á vöru og þjónustu var ekki lengur gefið upp í argentínskum pesóum heldur í banda- ríkjadollurum . Árið 1991 var síðan tekin upp tenging við dollar sem þýddi í orði að fyrir hvern argentínskan pesó í um ferð þyrfti að vera einn bandaríkjadollari í vörslu argentínska seðlabankans .1 Cavallo, efna- hags málaráðherra á þessum tíma, hefur oft bent á að það sem raunverulega var gert var að festa í lög það sem þegar hafði gerst í stórum hluta hagkerfisins þar sem fólk hafði gefist upp á því að nota pesóinn . Afleiðingar þessa voru að í fyrsta sinni í marga áratugi tókst að koma böndum á verðbólguna og mikið hagvaxtarskeið fylgdi í kjölfarið .2 Tenging við bandaríkjadollar þýddi það að ríkið gat ekki lengur fjármagnað útgjöld sín með peningaprentun . Nú þurfti nýja stjórnarhætti því í niðursveiflu gæti ríkið ekki prentað peninga til þess að koma hag- kerfinu af stað . Einnig hafði ríkið ekki leng- ur stjórn á vöxtunum, því þeir voru bundnir dollar . Ríkið gæti aukið ríkisútgjöld en það þýddi á móti að ríkið þyrfti að spara á 1 Þetta var í orði frekar en á borði þar sem argentínski seðlabankinn hafði ákveðið frelsi og fylgdi þessari stefnu ekki að fullu . 2 Fjármálakrísan í Mexíkó sem hófst í lok árs 1994 olli því að hagvöxtur var neikvæður í Argentínu 1995 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.