Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 36

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 36
34 Þjóðmál VOR 2010 . kenndur alþjóðlega, líkt og í tilfelli Argen tínu og Íslands, þá eru tveir stórir gallar á þeim áformum . Hinn fyrri kemur fram í þessum orðum Ricardos Haussman, prófessors í Harvard og sérfræðings um mál efni Suður- Ameríku: „Ef stofnanir og fyrirt æki geta ekki fjár- magnað sig alþjóðlega í eigin gjaldmiðli, mun sá gjaldmiðill falla .“ Ástæðan er sú að innlend peningastefna, sök um þess að hún er ekki trúverðug alþjóð- lega, mun alltaf hafa ákveðið áhættu álag í för með sér . Þannig eru vextir þjóðar gjaldmiðla alltaf hærri en alþjóðlegra gjald miðla . Sá vaxtamunur leiðir til þess að fyrir tæki sem ætla að vera samkeppnishæf á alþjóð legum markaði þurfa annað hvort að flytja starfsemi sína inn á stærra gjald miðils svæði eða taka áhættuna og fjármagna sig í alþjóð legri mynt . Það ójafnvægi á milli eigna fyrirtækis, sem er í þjóðargjaldmiðli, og skulda, í alþjóðlegum gjaldmiðli, mun síðan valda skipbroti í efna- hagslífinu þegar reynir a hagkerfið og þjóðar- gjaldmiðillinn fellur . Hin ástæðan, sem einnig snýr að heims væð- ingunni, er sú að hærri vextir í einu landi laða til sín gnótt skammtímafjár erlendis frá, sem getur síðan leitað úr landi á sama tíma, þegar gefur á bátinn . Á meðan vel gengur brenglar þetta flæði hins vegar peningastefnuna og úr verður of greiður aðgangur að lánsfé og of hátt gengi innlends gjaldmiðils með mikilli neyslu aukningu sem hlýst af óraunhæfri kaup máttaraukningu vegna lækkunar inn- flutningsverðs . Þetta á sér til dæmis stað í Brasilíu um þessar mundir . Seðlabankinn hækkar vexti til að stemma stigu við of mikilli þenslu heima fyrir, en það veldur auknu innflæði erlendis frá og því hækkar gengi gjaldmiðilsins, verðbólga er vanmetin og eignaverð heldur áfram að hækka . Að taka þjóðargjaldmiðil fram yfir frjáls viðskipti Þó að heimsvæðingin geri þjóðar gjald-miðlum útilokað að sinna hlut verki sínu, má ekki kenna heimsvæðingunni um ófarirnar og skella í lás . Þjóðargjald miðlar eru einungis 40 ára fyrirbæri og urðu til eftir hrun Bretton Woods árið 1971, en fyrir þann tíma voru allir gjaldmiðlar á gullfæti með einum eða öðrum hætti . Þeir sem kjósa að taka þjóðargjaldmiðil sinn fram yfir alþjóðleg frjáls viðskipti læsa land sitt inni í láglaunastörfum í atvinnu grein um sem tengjast náttúruauðlindum við kom- andi lands . Slíkt land er aldrei samkeppnis- fært á alþjóðlegum markaði sökum þess að fjármagn verður alltaf af skornum skammti, út af höftum og háum fjármagns kostn aði, og nýsköpun á sér stað utan þess . Að læra af mistökum annarra eða eigin mistökum Þeir sem skópu peningastefnu Seðla-banka Íslands árið 2001, þeir sömu og byggðu upp peningastefnuna árið 1997 sem hrundi með afnámi vikmarkanna, höfðu allan þennan lærdóm fyrir framan sig . Samt virðist ekkert hafa verið lært af mistökum annarra . Í dag hefur Seðlabankinn ákveðið að end- ur taka leikinn . Og það með stæl . Því nú á að taka lán til að fleyta krónunni . Það leysir ekki gjaldeyriskreppu að hækka vexti eða lofa öllu fögru þegar skuldakreppa er til staðar . Það leysir ekki gjaldeyriskreppu að setja á gjaldeyrishöft . Og í síðasta lagi leysir það ekki skuldakreppu að taka meiri lán . Menn ætla því ekkert að læra af eigin mistökum .* ________________ * Í tengslum við þessa grein má nefna áhuga verða grein eftir Kaminsky og Reinhart frá árinu 1999: „The Twin Crises: The Causes of Banking and Balance-Of-Payments Problems“ í The American Economic Review, Vol . 89 . Einnig skal bent á áhugaverða skýrslu Alþjóða gjald eyris sjóðsins, Lessons From the Crisis in Argentina, frá 2003 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.