Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 37
Þjóðmál VOR 2010 35
Egill Helgason segir á blogg-
síðu sinni 29 . jan-
úar 2010:
Í bókinni The
Hinge of Fate,
fjórða bindi stríðs -
minn inga sinna
(sem hann fékk
bók mennta verð-
laun Nób els fyrir),
skrifar Winston
Churchill um
þá hugmynd að
leiðtogar banda-
manna, hann
sjálfur, Stalín og
Roose velt hittist
á Íslandi .
Churchill birt-
ir bréf frá sér til Roosevelts frá 24 . nóvember 1942 . Þar
segir að á fundi Churchills og Stalíns í Moskvu hafi
Sovétleiðtoginn sagst vera til í að koma og hitta þá
Churchill og Roosevelt, og hann hafi nefnt Ísland í því
sambandi . Churchill segist hafa sagt að England væri
heppilegra, en Stalín hafi gefið lítið út á það .
Churchill bætir við að margt mæli með þrívelda-
fundi á Íslandi . Skip leiðtoganna gætu legið saman í
Halfjord (svo) – og síðan spyr hann Roosevelt hvort
hann gæti verið fáanlegur að koma til Íslands .
Af þessum fundi varð aldrei . Það flækti málin að
Churchill komst að því að Roosevelt hafði á laun lagt
til við Stalín að þeir hittust tveir í Síberíu eða Alaska –
skildu Churchill útundan .
Sjá blaðsíðu 594 og 595 í The Hinge of Fate .
Það endaði með því að þremenn ingarnir hittust í
Teheran í lok nóv ember 1943 og síðan í Jalta á Krím-
skaga í febrúar 1945 og skiptu þar upp veröldinni .
Við þetta er því að bæta að Roosevelt svaraði Churchill
3 . desember 1942 og sagði Ísland eða Alaska ekki
koma til greina fyrir slíkan fund .
Egill segir að það hafi flækt þetta mál að Churchill
hafi komist að því að Roosevelt hefði á laun lagt til
við Stalín að þeir hittust án Churchills . Það var þó
ekki fyrr en hálfu ári eftir að Roosevelt svaraði tillögu
Churchills um þríveldafund á Íslandi neitandi, eða 5 .
maí 1943, að Roosevelt ritaði Stalín bréf og reifaði þá
hugmynd að þeir hittust tveir, það er án Churchills .
Frá þessu bréfi
Roosevelts er til
dæmis sagt í bók-
inni War lords eftir
Simon Berth on
og Joanna Potts,
sem kom út 2005
(bls . 185) . Segja
bók ar höf und ar
að Roose velt hafi
viljað fá tæki færi
til beita „ein-
stökum per sónu-
töfr um sín um“ á
sov éska ein ræð is -
herr ann . Hið eina
sem flæktist fyrir
for set an um hafi
verið að finna fundarstað . Afríka kæmi næstum alls ekki
til greina að sumarlagi og Karthoum væri á bresku yfir-
ráða svæði . Roosevelt sagðist ekki vilja fara til Íslands af
því að flugferð þangað gæti orðið nokkuð hættuleg bæði
fyrir Stalín og sig, auk þess yrði í sannleika sagt erfitt
að hittast á Íslandi án þess að bjóða Churchill líka til
fundarins . Þess vegna lagði forsetinn til að þeir hittust
við Ber ing sund, annað hvort Stalíns megin, í Síberíu,
eða sín megin, í Alaska . Hann yrði þrjá daga á leiðinni
þangað frá Washington en Stalín lík lega tvo daga frá
Moskvu, í góðu veðri .
Í bókinni er sagt frá því, hve illa Churchill tók
því þegar hann frétti af þessu leynimakki Roosevelts
og Stalíns . Það var ekki fyrr en 24 . júní 1943 sem
forsetinn fól Averell Harriman, þá sérlegum ráðgjafa
sínum en síðar sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu,
að segja Churchill frá ráðagerðunum um tveggja
manna fundinn með Stalín . Churchill hafði þó verið
gestur Roosevelts í Shangri-La (nú Camp David)
og Washington í maí 1943, eftir að Roosevelt hafði
boðsent bréf sitt til Moskvu .
Þeir Roosevelt og Stalín hittust aldrei tveir á fundi .
Eftir að Bandaríkjamenn og Bretar ákváðu að fresta
innrás í Frakkland fram til ársins 1944 þvert á óskir
Stalíns, reiddist einræðisherrann og ráðagerðir um
fund þeirra Roosevelts urðu að engu .
Churchill, Roosevelt, Stalín – og Ísland
Þ