Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 37
 Þjóðmál VOR 2010 35 Egill Helgason segir á blogg- síðu sinni 29 . jan- úar 2010: Í bókinni The Hinge of Fate, fjórða bindi stríðs - minn inga sinna (sem hann fékk bók mennta verð- laun Nób els fyrir), skrifar Winston Churchill um þá hugmynd að leiðtogar banda- manna, hann sjálfur, Stalín og Roose velt hittist á Íslandi . Churchill birt- ir bréf frá sér til Roosevelts frá 24 . nóvember 1942 . Þar segir að á fundi Churchills og Stalíns í Moskvu hafi Sovétleiðtoginn sagst vera til í að koma og hitta þá Churchill og Roosevelt, og hann hafi nefnt Ísland í því sambandi . Churchill segist hafa sagt að England væri heppilegra, en Stalín hafi gefið lítið út á það . Churchill bætir við að margt mæli með þrívelda- fundi á Íslandi . Skip leiðtoganna gætu legið saman í Halfjord (svo) – og síðan spyr hann Roosevelt hvort hann gæti verið fáanlegur að koma til Íslands . Af þessum fundi varð aldrei . Það flækti málin að Churchill komst að því að Roosevelt hafði á laun lagt til við Stalín að þeir hittust tveir í Síberíu eða Alaska – skildu Churchill útundan . Sjá blaðsíðu 594 og 595 í The Hinge of Fate . Það endaði með því að þremenn ingarnir hittust í Teheran í lok nóv ember 1943 og síðan í Jalta á Krím- skaga í febrúar 1945 og skiptu þar upp veröldinni . Við þetta er því að bæta að Roosevelt svaraði Churchill 3 . desember 1942 og sagði Ísland eða Alaska ekki koma til greina fyrir slíkan fund . Egill segir að það hafi flækt þetta mál að Churchill hafi komist að því að Roosevelt hefði á laun lagt til við Stalín að þeir hittust án Churchills . Það var þó ekki fyrr en hálfu ári eftir að Roosevelt svaraði tillögu Churchills um þríveldafund á Íslandi neitandi, eða 5 . maí 1943, að Roosevelt ritaði Stalín bréf og reifaði þá hugmynd að þeir hittust tveir, það er án Churchills . Frá þessu bréfi Roosevelts er til dæmis sagt í bók- inni War lords eftir Simon Berth on og Joanna Potts, sem kom út 2005 (bls . 185) . Segja bók ar höf und ar að Roose velt hafi viljað fá tæki færi til beita „ein- stökum per sónu- töfr um sín um“ á sov éska ein ræð is - herr ann . Hið eina sem flæktist fyrir for set an um hafi verið að finna fundarstað . Afríka kæmi næstum alls ekki til greina að sumarlagi og Karthoum væri á bresku yfir- ráða svæði . Roosevelt sagðist ekki vilja fara til Íslands af því að flugferð þangað gæti orðið nokkuð hættuleg bæði fyrir Stalín og sig, auk þess yrði í sannleika sagt erfitt að hittast á Íslandi án þess að bjóða Churchill líka til fundarins . Þess vegna lagði forsetinn til að þeir hittust við Ber ing sund, annað hvort Stalíns megin, í Síberíu, eða sín megin, í Alaska . Hann yrði þrjá daga á leiðinni þangað frá Washington en Stalín lík lega tvo daga frá Moskvu, í góðu veðri . Í bókinni er sagt frá því, hve illa Churchill tók því þegar hann frétti af þessu leynimakki Roosevelts og Stalíns . Það var ekki fyrr en 24 . júní 1943 sem forsetinn fól Averell Harriman, þá sérlegum ráðgjafa sínum en síðar sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, að segja Churchill frá ráðagerðunum um tveggja manna fundinn með Stalín . Churchill hafði þó verið gestur Roosevelts í Shangri-La (nú Camp David) og Washington í maí 1943, eftir að Roosevelt hafði boðsent bréf sitt til Moskvu . Þeir Roosevelt og Stalín hittust aldrei tveir á fundi . Eftir að Bandaríkjamenn og Bretar ákváðu að fresta innrás í Frakkland fram til ársins 1944 þvert á óskir Stalíns, reiddist einræðisherrann og ráðagerðir um fund þeirra Roosevelts urðu að engu . Churchill, Roosevelt, Stalín – og Ísland Þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.