Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 44
42 Þjóðmál VOR 2010
næstum því allt fjármálakerfi Bandaríkjanna
með sér . Ástæðan var ofurtrú á að hægt væri
að ramma inn sveiflur efnahagslífsins með
stærðfræðijöfnu . Seðlabanki Íslands beitir
sambærilegum útreikningi við að áætla
gengivísitölu krónunnar til framtíðar . Ég er
viss um að sérfræðingar bankans átta sig á
að ekki megi hafa ofurtrú á niðurstöðunum .
En stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk vísa
iðulega í slíkar niðurstöður eins og þær
séu sannleikurinn . Mynd 1 sýnir gengis-
spá Seðlabanka Íslands í apríl 2008 . Sam-
kvæmt spánni voru nær engar líkur á því
að gengi krónunnar yrði meira en 170 í
lok 2008 . Gengið varð þó 216, langt fyrir
ofan skalann . Nóbelsverðlaunahafarnir og
Seðlabanki Íslands hunsa algjörlega með
þessum útreikningum sínum að líkurnar á
því að efnahagsumhverfið fari kollsteypu
eru umtalsvert meiri en venjuleg normal-
kúrfa gerir ráð fyrir .
Í desember sendi IFS-ráðgjöf frá sér
skýrslu . Í fréttum fjölmiðla kom fram að
helsta niðurstaða skýrslunnar var að 10%
líkur væru á greiðslufalli íslenska ríkisins
tæki það á sig Icesave-samninginn . Hverjar
eru líkurnar á því að sérfræðingurinn,
sem skrifaði skýrsluna, reikni líkurnar
rétt? Horfið nú á mynd 1 frá Seðlabanka
Íslands . Ég spyr aftur: Hversu líklegt er
að sérfræðingurinn reikni þetta rétt? Þá er
augljóst að áherslur fjölmiðla voru rangar .
Stóra spurningin er ekki hvort við getum
borgað heldur hversu vont er að lifa á
Íslandi áður en kemur að greiðslufallinu .
Íbúar Haiti gátu greitt þrælaskuldir sínar
á 120 árum, það var gott hjá þeim! En
það var ofboðslega vont fyrir þá . Vegna
þrælaskuldanna fékk Haiti aldrei tækifæri til
að rísa upp . Steingrímur J . Sigfússon leyfði
sér að túlka niðurstöðu IFS-skýrslunnar
með þessum orðum: „Miðað við þær svart-
sýnu forsendur sem þeir gefa sér finnst mér
það ekki vera svo slæm niðurstaða að það
séu samt 90% líkur á að við ráðum við
þetta“ . Með þessum orðum er Steingrímur
að lýsa því yfir að engu máli skiptir hversu
vont það er að geta greitt . Hægt er að bera
þetta saman við húsnæðislán heimila .
Annað hvort getur almenningur greitt
eða ekki . Ef almenningur nær að skrapa
saman fyrir láninu með því að neita sér um
nauðsynjar þá ætti Steingrímur að túlka það
sem frábæra niðurstöðu og að engin þörf sé
á úrræðum .
Mynd 2 sýnir spá Seðlabanka Íslands
um vöru- og þjónustujöfnuð frá því í júlí
2009 . Þess spá var lögð til grundvallar mati
á því hvort við gætum staðið við Icesave-
samninginn . Í frétt frá Seðlabankanum var
því slegið föstu að íslenska þjóðarbúið væri
„fyllilega fært um að standa undir Icesave-
samningunum“ . Í fréttinni mátti þó finna
setningar eins og: „þá ríkir talsverð óvissa um
endurheimtuhlutfall eigna Landsbankans“;
„þá er einnig talsverð óvissa um þróun
hagvaxtar“ og „óvissuþættir eru mjög háðir
framvindu efnahagsmála á heimsvísu,
Mynd 1 . Úr ritinu Peningamál, apríl 2008 . Sér fræð-
ingar Seðlabanka Íslands töldu meira en 90% öruggt
að gengisvísitalan færi ekki yfir 170 í árslok 2008 .
Hún var 216 í lok ársins og er í 234 þegar þetta er
skrifað .