Þjóðmál - 01.03.2010, Side 47

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 47
 Þjóðmál VOR 2010 45 fyrir mig þessa staðhæfingu . Sérfræð ing ur- inn var alveg sannfærður um að við skuld- uðum þetta . Ég spurði af hverju og hann sagði að ef við ekki borguðum væri það bara eins og að borga ekki skuldabréf sem ríkið hefði gefið út . Ég benti honum á að innistæðusjóðurinn væri sjálfstæð stofnun og lög bentu til þess að ekki væri ætlast til að ríkið kæmi honum til bjargar . Hann hafði engar lögfræðilegar skýringar, sagðist heldur ekki vera lögfræðingur, bara sér- fræðingur . Eftir dálítið karp sagði hann mér að skuldbinding Íslands tengdist því að landið hefði samþykkt skilyrði AGS varðandi lánveitingar frá Norðurlöndun- um . Þau (svokallaðir vinir okkar) krefðust þess að Ísland borgaði Icesave-reikninginn . Hann var kominn í vörn . Ég spurði hann hvað hann mæti kostnað ríkisins af þessari ábyrgð . Hann sagði að það væri einhvers staðar á bilinu 0 til höfuðstóls láns ins . Ég benti honum á að með 5,55% vöxtum og öllum öðrum kostnaði Bretanna gæti þetta orðið miklu hærri upphæð en höfuðstóllinn . Þegar hann las yfirlit um þessi orðaskipti okkar í tölvupósti sem ég sendi honum eftir samtalið krafðist hann þess að ekki yrði vitnað í svör hans . Þessi sérfræðingur matsfyrirtækisins vildi ekki að rökstuðningur fyrir fullyrðingum í skýrslu hans litu dagsins ljós! Þess vegna sýni ég honum þá dæmalausu virðingu að skýra ekki frá því við hvaða heimsþekkta matsfyrirtæki hann starfar . Það skiptir heldur engu máli, þetta er dæmi um starfs aðferðir matsfyrirtækjanna allra að mínu mati . Sjálfur taldi þessi ágæti sérfræðingur að það eina sem útaf stæði frá samþykki Icesave- laganna í haust og til viðaukasamningsins væri lokaár ábyrgðarinnar 2024 sem Bretar og Hollendingar samþykktu ekki . Hann hafði ekki hugmynd um Ragnars Hall- ákvæðið, Brussel-viðmiðin og endurskoð- un ar ákvæðið, allt mikilvæg atriði sem voru þynnt út . Ein af ástæðum þess að matsfyrirtækin krefjast þess að Íslendingar greiði fyrir Icesave er sú að þeir vilja að fjárfestar sem í dag eiga skuldabréf ríkissjóðs fái alveg örugglega greitt til baka, því þessir fjárfestar notuðu ráðgjöf matsfyrirtækjanna við fjárfestingarákvörðun . Ef þú ert í vafa um þessa fullyrðingu mína bendi ég þér á að lesa nýjustu skýrslur stærstu matsfyrirtækjanna (eru 2 blaðsíður), þær er að finna á vef Seðla banka Íslands . Engin greining á skulda stöðu Íslands er í þessum skýrslum, aðeins skammtíma fjármögnunarpunktar . Fjár mála stofnanir heimsins gagnrýna ekki mats fyrirtækin því þær eru undir hæl þeirra, mats fyrir tækin geta auðveldlega komið banka á hliðina . Lækkun á mati Moody‘s olli því að ákveðin lán Glitnis gjaldfellu, það varð banabiti bankans þá . 75% vitleysa Ef þú átt 1 .000 kr tryggingabréf veðsett á 10 .000 kr fasteign, hvort er betra að bréfið sé á fyrsta veðrétti eða á öðrum veðrétti eftir 9 .000 kr tryggingabréfi ann- ars aðila? Samkvæmt matsfyrirtækjunum, Seðlabankanum og að því er virðist öllum öðrum þá skiptir það engu máli . Bréfið er innan verðmætis fasteignarinnar og er því alltaf 1 .000 kr virði . Með þessum hætti má hugsa sér eignasafn Landsbankans . Við fáum upplýsingar um verðmæti safnsins en ekki um áhættu þess . Sérfræðistofnanirnar ganga út frá því sem vísu að 75% endurheimtur verði á eignasafni Landsbankans . Þetta 75% hlutfall nota þær blint til að meta kostn að Íslendinga af Icesave-ábyrgðinni . En Landsbankinn og eigendur hans voru þekktir fyrir áhættumiklar lánveitingar . Hversu mikið af þessum lánum eru tryggð á fyrsta veðrétti í fastafjármunum? Ég hef litla trú á því að sérfræðingar sérfræðistofnanna hafi kerfisbundið metið stærstu lánveitingar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.