Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 47

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 47
 Þjóðmál VOR 2010 45 fyrir mig þessa staðhæfingu . Sérfræð ing ur- inn var alveg sannfærður um að við skuld- uðum þetta . Ég spurði af hverju og hann sagði að ef við ekki borguðum væri það bara eins og að borga ekki skuldabréf sem ríkið hefði gefið út . Ég benti honum á að innistæðusjóðurinn væri sjálfstæð stofnun og lög bentu til þess að ekki væri ætlast til að ríkið kæmi honum til bjargar . Hann hafði engar lögfræðilegar skýringar, sagðist heldur ekki vera lögfræðingur, bara sér- fræðingur . Eftir dálítið karp sagði hann mér að skuldbinding Íslands tengdist því að landið hefði samþykkt skilyrði AGS varðandi lánveitingar frá Norðurlöndun- um . Þau (svokallaðir vinir okkar) krefðust þess að Ísland borgaði Icesave-reikninginn . Hann var kominn í vörn . Ég spurði hann hvað hann mæti kostnað ríkisins af þessari ábyrgð . Hann sagði að það væri einhvers staðar á bilinu 0 til höfuðstóls láns ins . Ég benti honum á að með 5,55% vöxtum og öllum öðrum kostnaði Bretanna gæti þetta orðið miklu hærri upphæð en höfuðstóllinn . Þegar hann las yfirlit um þessi orðaskipti okkar í tölvupósti sem ég sendi honum eftir samtalið krafðist hann þess að ekki yrði vitnað í svör hans . Þessi sérfræðingur matsfyrirtækisins vildi ekki að rökstuðningur fyrir fullyrðingum í skýrslu hans litu dagsins ljós! Þess vegna sýni ég honum þá dæmalausu virðingu að skýra ekki frá því við hvaða heimsþekkta matsfyrirtæki hann starfar . Það skiptir heldur engu máli, þetta er dæmi um starfs aðferðir matsfyrirtækjanna allra að mínu mati . Sjálfur taldi þessi ágæti sérfræðingur að það eina sem útaf stæði frá samþykki Icesave- laganna í haust og til viðaukasamningsins væri lokaár ábyrgðarinnar 2024 sem Bretar og Hollendingar samþykktu ekki . Hann hafði ekki hugmynd um Ragnars Hall- ákvæðið, Brussel-viðmiðin og endurskoð- un ar ákvæðið, allt mikilvæg atriði sem voru þynnt út . Ein af ástæðum þess að matsfyrirtækin krefjast þess að Íslendingar greiði fyrir Icesave er sú að þeir vilja að fjárfestar sem í dag eiga skuldabréf ríkissjóðs fái alveg örugglega greitt til baka, því þessir fjárfestar notuðu ráðgjöf matsfyrirtækjanna við fjárfestingarákvörðun . Ef þú ert í vafa um þessa fullyrðingu mína bendi ég þér á að lesa nýjustu skýrslur stærstu matsfyrirtækjanna (eru 2 blaðsíður), þær er að finna á vef Seðla banka Íslands . Engin greining á skulda stöðu Íslands er í þessum skýrslum, aðeins skammtíma fjármögnunarpunktar . Fjár mála stofnanir heimsins gagnrýna ekki mats fyrirtækin því þær eru undir hæl þeirra, mats fyrir tækin geta auðveldlega komið banka á hliðina . Lækkun á mati Moody‘s olli því að ákveðin lán Glitnis gjaldfellu, það varð banabiti bankans þá . 75% vitleysa Ef þú átt 1 .000 kr tryggingabréf veðsett á 10 .000 kr fasteign, hvort er betra að bréfið sé á fyrsta veðrétti eða á öðrum veðrétti eftir 9 .000 kr tryggingabréfi ann- ars aðila? Samkvæmt matsfyrirtækjunum, Seðlabankanum og að því er virðist öllum öðrum þá skiptir það engu máli . Bréfið er innan verðmætis fasteignarinnar og er því alltaf 1 .000 kr virði . Með þessum hætti má hugsa sér eignasafn Landsbankans . Við fáum upplýsingar um verðmæti safnsins en ekki um áhættu þess . Sérfræðistofnanirnar ganga út frá því sem vísu að 75% endurheimtur verði á eignasafni Landsbankans . Þetta 75% hlutfall nota þær blint til að meta kostn að Íslendinga af Icesave-ábyrgðinni . En Landsbankinn og eigendur hans voru þekktir fyrir áhættumiklar lánveitingar . Hversu mikið af þessum lánum eru tryggð á fyrsta veðrétti í fastafjármunum? Ég hef litla trú á því að sérfræðingar sérfræðistofnanna hafi kerfisbundið metið stærstu lánveitingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.