Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 52
50 Þjóðmál VOR 2010
unum hefur yfirleitt verið hafnað í slík-
um kosningum . Í sumum ríkjum Banda-
ríkjanna þarf tvo þriðju hluta kjósenda til
að samþykkja skattahækkanir, sem segir
sig sjálft að er erfitt að fá í gegn .
Ofríki
meirihlutans
Ífyrrnefndri grein Economist er haft eftir forseta hæstaréttar Kaliforníu að
„á sama degi sem hænsnfuglar öðluðust
aukin réttindi í búrum sínum voru
samkynhneigðir sviptir réttinum til að
gifta sig“ . Hæsti rétturinn hafði áður lög-
leitt giftingar sam kynhneigðra en þurfti
nú að lúta vilja kjósenda og aftur kalla
þau réttindi aftur . Þetta dæmi vekur upp
margar spurningar um ofríki meiri hlut ans
(tyranny of the majority) og mörkin milli
fulltrúalýðræðis og beins lýðræðis . Það
má því spyrja hvort það sé réttlætanlegt
að minnihlutahópur sé sviptur réttindum
sínum með ákvörðun meirihlutans og
hvort fulltrúalýðræðið hefði getað varið
þau betur . Í máli Ragnhildar Helgadóttur
prófessors við lagadeild Há skól ans í
Reykjavík á fundi í Valhöll nýverið kom
fram að þjóðarkosning ar væru íhalds s am -
ar í eðli sínu og hún velti upp hvort að
rétt ndi eins og til dæmis kosningaréttur
kvenna og staðfest samvist samkyn hneigðra
hefðu náð fram að ganga í þjóðarkosn -
ingu . Einnig má velta upp hvort að
kjósendur séu alla jafna sjálfmiðaðir þegar
þeir kjósa, það er að þeir hugsi fyrst og
fremst um eigin hagsmuni en ekki heildar -
inn ar . Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja
sig hafa séð dæmi þess og að oft megi
sjá skýr tengsl á milli aldurs kjósenda og
hvaða málefni hljóta brautargegni þar sem
til dæmis eldri borgarar kjósa síður með
málum sem koma barnafólki best .
Óbundnar niðurstöður
í Svíþjóð
Svíar hafa haft þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál eins og nýtingu kjarnorku,
upptöku evru og inngöngu í Evrópu sam-
bandið . Þar er atkvæðagreiðslan þó ekki
bind andi nema um sé að ræða breytingar
á stjórn arskrá og því geta stjórnmálamenn
hafn að niðurstöðum þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem þeir reyndar gerðu þegar
Svíar höfn uðu með miklum meirihluta
að taka upp hægri umferð á sínum tíma .
Beint lýðræði í Sví þjóð er einnig virkt
á sveitarstjórnarstiginu þar sem íbúar
geta lagt til að gengið sé til kosninga
um tiltekin málefni . Kosið hefur verið
um margvísleg málefni, sameiningu
sveitarfélaga, skipulagsmál, skattamál,
villt dýr og nafnabreytingar svo dæmi séu
tekin . Kosningarnar eru þó ekki bindandi .
Reyndar er það svo að sveitastjórnir
hafa hafnað mörgum óskum kjósenda
um íbúakosningu þó tillteknum fjölda
undirskrifta hafi verið safnað á þeim
forsendum að sumt eigi að vera á verksviði
stjórnmálamanna því til þess séu þeir
kosnir . Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta
og nú er verið að skoða hvort eigi að setja í
lög að ef 10% kosningabærra manna biðji
um atkvæðagreiðslu verði að verða við
því .
Málefni henta misvel
til kosninga
Það eru augljós tækifæri til þróunar beins lýðræðis á sveitastjórnarstiginu
eins og til dæmis varðandi skipulagsmál eða
for gangsröðun þjónustu . Einnig er hægt
að ímynda sér að ýmis siðferðisleg álitaefni
gætu hentað til að vera borin undir þjóð-
ina eins og sala áfengis í matvörubúðum og
lögleiðing spilavíta . Það hefur verið talið