Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 52

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 52
50 Þjóðmál VOR 2010 unum hefur yfirleitt verið hafnað í slík- um kosningum . Í sumum ríkjum Banda- ríkjanna þarf tvo þriðju hluta kjósenda til að samþykkja skattahækkanir, sem segir sig sjálft að er erfitt að fá í gegn . Ofríki meirihlutans Ífyrrnefndri grein Economist er haft eftir forseta hæstaréttar Kaliforníu að „á sama degi sem hænsnfuglar öðluðust aukin réttindi í búrum sínum voru samkynhneigðir sviptir réttinum til að gifta sig“ . Hæsti rétturinn hafði áður lög- leitt giftingar sam kynhneigðra en þurfti nú að lúta vilja kjósenda og aftur kalla þau réttindi aftur . Þetta dæmi vekur upp margar spurningar um ofríki meiri hlut ans (tyranny of the majority) og mörkin milli fulltrúalýðræðis og beins lýðræðis . Það má því spyrja hvort það sé réttlætanlegt að minnihlutahópur sé sviptur réttindum sínum með ákvörðun meirihlutans og hvort fulltrúalýðræðið hefði getað varið þau betur . Í máli Ragnhildar Helgadóttur prófessors við lagadeild Há skól ans í Reykjavík á fundi í Valhöll nýverið kom fram að þjóðarkosning ar væru íhalds s am - ar í eðli sínu og hún velti upp hvort að rétt ndi eins og til dæmis kosningaréttur kvenna og staðfest samvist samkyn hneigðra hefðu náð fram að ganga í þjóðarkosn - ingu . Einnig má velta upp hvort að kjósendur séu alla jafna sjálfmiðaðir þegar þeir kjósa, það er að þeir hugsi fyrst og fremst um eigin hagsmuni en ekki heildar - inn ar . Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja sig hafa séð dæmi þess og að oft megi sjá skýr tengsl á milli aldurs kjósenda og hvaða málefni hljóta brautargegni þar sem til dæmis eldri borgarar kjósa síður með málum sem koma barnafólki best . Óbundnar niðurstöður í Svíþjóð Svíar hafa haft þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál eins og nýtingu kjarnorku, upptöku evru og inngöngu í Evrópu sam- bandið . Þar er atkvæðagreiðslan þó ekki bind andi nema um sé að ræða breytingar á stjórn arskrá og því geta stjórnmálamenn hafn að niðurstöðum þjóðaratkvæða- greiðslu, sem þeir reyndar gerðu þegar Svíar höfn uðu með miklum meirihluta að taka upp hægri umferð á sínum tíma . Beint lýðræði í Sví þjóð er einnig virkt á sveitarstjórnarstiginu þar sem íbúar geta lagt til að gengið sé til kosninga um tiltekin málefni . Kosið hefur verið um margvísleg málefni, sameiningu sveitarfélaga, skipulagsmál, skattamál, villt dýr og nafnabreytingar svo dæmi séu tekin . Kosningarnar eru þó ekki bindandi . Reyndar er það svo að sveitastjórnir hafa hafnað mörgum óskum kjósenda um íbúakosningu þó tillteknum fjölda undirskrifta hafi verið safnað á þeim forsendum að sumt eigi að vera á verksviði stjórnmálamanna því til þess séu þeir kosnir . Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta og nú er verið að skoða hvort eigi að setja í lög að ef 10% kosningabærra manna biðji um atkvæðagreiðslu verði að verða við því . Málefni henta misvel til kosninga Það eru augljós tækifæri til þróunar beins lýðræðis á sveitastjórnarstiginu eins og til dæmis varðandi skipulagsmál eða for gangsröðun þjónustu . Einnig er hægt að ímynda sér að ýmis siðferðisleg álitaefni gætu hentað til að vera borin undir þjóð- ina eins og sala áfengis í matvörubúðum og lögleiðing spilavíta . Það hefur verið talið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.