Þjóðmál - 01.03.2010, Side 58

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 58
56 Þjóðmál VOR 2010 þess þyrfti svo mikla gengisfellingu að nær óhugsandi væri að nokkur ríkisstjórn treysti sér til þess að framkvæma hana . Ranglát kjördæmaskipan gerði Sjálfstæðisflokknum ennfremur erfitt um vik . Það var ekki fyrr en með kjördæmabreytingunni 1959 og kúvendingu á stefnu Alþýðuflokksins eftir strand siglingu vinstri stjórnarinnar 1958 að Ólafur Thors fékk loks tækifæri til að að tryggja framgang grundvallarstefnumáls flokks síns, frelsi einstaklingsins til athafna . Allan sinn stjórnmálaferil og á hverju sem gekk hvikaði Ólafur Thors aldrei frá þessu grundvallarstefnumiði . „Við Sjálf - stæðismenn megum ekki gleyma stefnu okkar, né nokkru sinni láta niður falla baráttuna fyrir henni,“ sagði hann þegar Íslendingar reyrðu allt athafnafrelsi í bönd í sama mund og aðrar þjóðir tóku sem óðast að höggva á haftaviðjarnar eftir heims- styrjöldina síðari . En Ólafur var raun sæis- maður . Hann vildi ekki að Sjálfstæðis flokk- ur inn væri árum saman utan stjórnar eins og á fjórða áratugnum . Frekar vildi hann að flokkurinn léti höftin tímabundið yfir sig ganga og reyndi að hafa góð áhrif á fram- kvæmd þeirra . Ekki síst var það honum kapps mál að gæta þess að fyrirtæki einka- fram taksins bæru ekki skarðan hlut frá borði . Í því fólst í rauninni hin svokallaða „helmingaskipta-regla“ sem í seinni tíð hef- ur fengið á sig blæ samsæris og spillingar . Undi r stjórnarforystu Framsóknarflokksins

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.