Þjóðmál - 01.03.2010, Side 59
Þjóðmál VOR 2010 57
á fjórða áratugnum hafði hlutur SÍS-veldis-
ins í heildarinnflutningi vaxið úr 10% í yfir
30% í mörgum helstu vöruflokkum . Í krafti
stjórn valdsaðgerða var verslunin þannig færð
til í landinu, heildsölum og kaupmönnum
misk unnarlaust ýtt til hliðar til að skapa rými
fyrir SÍS-fyrirtækin . Helmingaskiptin ógur-
legu snerust því í raun um að auka réttlæti í
þjóð félaginu, draga úr misréttinu sem höftin
höfðu skapað í innflutningsversluninni . Með
helm inga skiptunum svokölluðu var reynt
að stuðla að því að ekki yrði gengið frekar
á hlut einkaframtaksins . Það var nú allur
glæpurinn .
Ólafur gerði sér glögga grein fyrir spill ingunni sem hlaust af skömmt-
unar valdi ríkisins . Þegar höftin voru fest
í sessi snemma á fjórða áratug 20 . aldar
mæltist hann eindregið til þess að skömmt-
unarvaldinu yrði dreift eins og kostur væri .
Ekki síst væri það nauðsynlegt hér á landi
þar sem stjórnmálabaráttan væri harðvítugri
og persónulegri en annars staðar og reynsla
Ís lendinga um „siðsemi og réttlæti hins póli-
tíska framkvæmdavalds misjafnari en ann-
arra þjóða“ eins og Ólafur komst að orði .
Eitt sinn þegar kunnur sjálfstæðismaður
færði það í tal við hann að útvega sér leyfi
fyrir bíl, sagði Ólafur umsvifalaust nei .
Hann bætti við: „Þetta geri ég ekki fyrir
nokkurn mann . Ég hef skömm á þessum
aðferð um og mundi aldrei fá mér bifreið
á þennan hátt . Nei, ég tek ekki þátt í að
mismuna fólki . Ég vildi heldur vera bíllaus
en aka í bifreið sem annar hefði e .t .v . meiri
siðferðislegan rétt á en ég .“
Ólafur Thors var frelsisins maður í merg og bein . „Haldið þið þá, að valda-
miklir embættismenn verði heiðarlegri en
sjálfstæðir atvinnurekendur?“ spurði hann
hagfræðingana sem boðuðu áætlunarbúskap
í nafni fræða sinna . Hann taldi höftin ekki
aðeins beina „starfsþreki þjóðarinnar inn
á óheillabrautir“ heldur gengju þau bein-
línis gegn Íslendingseðlinu . Við afnám lag-
anna um Fjárhagsráð sagði Ólafur: „Ég tel
að alþingismönnum beri skylda til að viður-
kenna, að með þessari löggjöf var árið 1947
stigið mikið óheillaspor, þar sem lagt var
inná leiðir áætlunarbúskapar og hafta og
allt athafnafrelsi þjóðarinnar lagt í hlekki .
Reynslan hefur nú opnað augu manna fyrir
því að lögin um Fjárhagsráð voru í raun og
veru alls ekki framkvæmanleg . Og ástæðan
til þess er sú, að lögin risu gegn því eðli
Íslendinga að vilja hafa sem víðtækast sjálfs-
forræði, þau voru í andstöðu við frelsið …“
Ólafur Thors var einn af þeim mönn-um sem stærstan svip settu á 20 . öld-
ina í sögu Íslendinga . Það var ekki aðeins
vegna stjórnmálaforystu hans heldur vegna
persónu hans og mannkosta . Ólafur bar
mikla persónu og sópaði að honum hvar
sem hann fór . Hann var viðkvæmur alvöru-
maður undir niðri, en frægur fyrir gáska og
hnyttin tilsvör . Allir sem kynntust honum
þótti vænt um hann . Mig langar til að slá
botn í þetta stutta spjall með því að segja
frá dálítilli lífsspeki sem hann kenndi eitt
sinn dóttur sinni, Mörtu, en skjalasafn
Ólafs er gefið í minningu Mörtu Thors og
eiginmanns hennar, Péturs Benediktssonar,
sendiherra og bankastjóra . Þegar ég vann
að ævisögu Péturs Ben . sagði Marta mér að
pabbi sinn hefði eitt sinn sagt við sig, þegar
hún var eitthvað hnuggin, að hún ætti að
vera hamingjusöm í dag, ekki á morgun
eða í næstu viku, heldur í dag . Ólafur
vissi auðvitað að hamingjan er bundin
hugarfari en ekki óskum og ytri aðstæðum .
Þessa lífsspeki tileinkaði Ólafur sér sjálfur .
Hann lifði hvern dag til fulls, hverja stund,
og gekk upp í straumum og stefnum síns
tíma – og ekki síst af þeim sökum er Ólafur
Thors maður allra tíma .