Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 59

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 59
 Þjóðmál VOR 2010 57 á fjórða áratugnum hafði hlutur SÍS-veldis- ins í heildarinnflutningi vaxið úr 10% í yfir 30% í mörgum helstu vöruflokkum . Í krafti stjórn valdsaðgerða var verslunin þannig færð til í landinu, heildsölum og kaupmönnum misk unnarlaust ýtt til hliðar til að skapa rými fyrir SÍS-fyrirtækin . Helmingaskiptin ógur- legu snerust því í raun um að auka réttlæti í þjóð félaginu, draga úr misréttinu sem höftin höfðu skapað í innflutningsversluninni . Með helm inga skiptunum svokölluðu var reynt að stuðla að því að ekki yrði gengið frekar á hlut einkaframtaksins . Það var nú allur glæpurinn . Ólafur gerði sér glögga grein fyrir spill ingunni sem hlaust af skömmt- unar valdi ríkisins . Þegar höftin voru fest í sessi snemma á fjórða áratug 20 . aldar mæltist hann eindregið til þess að skömmt- unarvaldinu yrði dreift eins og kostur væri . Ekki síst væri það nauðsynlegt hér á landi þar sem stjórnmálabaráttan væri harðvítugri og persónulegri en annars staðar og reynsla Ís lendinga um „siðsemi og réttlæti hins póli- tíska framkvæmdavalds misjafnari en ann- arra þjóða“ eins og Ólafur komst að orði . Eitt sinn þegar kunnur sjálfstæðismaður færði það í tal við hann að útvega sér leyfi fyrir bíl, sagði Ólafur umsvifalaust nei . Hann bætti við: „Þetta geri ég ekki fyrir nokkurn mann . Ég hef skömm á þessum aðferð um og mundi aldrei fá mér bifreið á þennan hátt . Nei, ég tek ekki þátt í að mismuna fólki . Ég vildi heldur vera bíllaus en aka í bifreið sem annar hefði e .t .v . meiri siðferðislegan rétt á en ég .“ Ólafur Thors var frelsisins maður í merg og bein . „Haldið þið þá, að valda- miklir embættismenn verði heiðarlegri en sjálfstæðir atvinnurekendur?“ spurði hann hagfræðingana sem boðuðu áætlunarbúskap í nafni fræða sinna . Hann taldi höftin ekki aðeins beina „starfsþreki þjóðarinnar inn á óheillabrautir“ heldur gengju þau bein- línis gegn Íslendingseðlinu . Við afnám lag- anna um Fjárhagsráð sagði Ólafur: „Ég tel að alþingismönnum beri skylda til að viður- kenna, að með þessari löggjöf var árið 1947 stigið mikið óheillaspor, þar sem lagt var inná leiðir áætlunarbúskapar og hafta og allt athafnafrelsi þjóðarinnar lagt í hlekki . Reynslan hefur nú opnað augu manna fyrir því að lögin um Fjárhagsráð voru í raun og veru alls ekki framkvæmanleg . Og ástæðan til þess er sú, að lögin risu gegn því eðli Íslendinga að vilja hafa sem víðtækast sjálfs- forræði, þau voru í andstöðu við frelsið …“ Ólafur Thors var einn af þeim mönn-um sem stærstan svip settu á 20 . öld- ina í sögu Íslendinga . Það var ekki aðeins vegna stjórnmálaforystu hans heldur vegna persónu hans og mannkosta . Ólafur bar mikla persónu og sópaði að honum hvar sem hann fór . Hann var viðkvæmur alvöru- maður undir niðri, en frægur fyrir gáska og hnyttin tilsvör . Allir sem kynntust honum þótti vænt um hann . Mig langar til að slá botn í þetta stutta spjall með því að segja frá dálítilli lífsspeki sem hann kenndi eitt sinn dóttur sinni, Mörtu, en skjalasafn Ólafs er gefið í minningu Mörtu Thors og eiginmanns hennar, Péturs Benediktssonar, sendiherra og bankastjóra . Þegar ég vann að ævisögu Péturs Ben . sagði Marta mér að pabbi sinn hefði eitt sinn sagt við sig, þegar hún var eitthvað hnuggin, að hún ætti að vera hamingjusöm í dag, ekki á morgun eða í næstu viku, heldur í dag . Ólafur vissi auðvitað að hamingjan er bundin hugarfari en ekki óskum og ytri aðstæðum . Þessa lífsspeki tileinkaði Ólafur sér sjálfur . Hann lifði hvern dag til fulls, hverja stund, og gekk upp í straumum og stefnum síns tíma – og ekki síst af þeim sökum er Ólafur Thors maður allra tíma .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.