Þjóðmál - 01.03.2010, Side 61

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 61
 Þjóðmál VOR 2010 59 sig myndaði stigveldi sem næði yfir allan hinn kristna heim . Æðstur veraldlegra valds manna var keisarinn, arftaki Karla- magn úsar . Undir honum voru kóngar og undir þeim aðalsmenn og svo koll af kolli niður í vinnuhjú . Æðsta andlega valdið var páfi, undir honum erkibiskupar, biskupar, prestar og svo framvegis niður í óbreytta múga menn sem enga vígslu höfðu aðra en skírn ina . Á ríkisárum Hákonar gamla efldist bæði konungsvald og kirkjuvald í Noregi, eins og í mörgum öðrum ríkjum Vestur- Evrópu . Þessi sókn kónga og kirkju var á kostnað héraðshöfðingja . Sums staðar skarst í odda eins og t .d . milli Jóhanns konungs landlausa (1167–1216) og baróna á Englandi . Svipaðar deilur voru milli höfðingja og konunga í Noregi alla 12 . öld og langt fram á þá 13 . Yfirleitt var kirkjan fylgjandi konungsvaldinu í þessum deilum . Sameiginleg hugmyndafræði konungsvalds og kirkju var kenningin um sverðin tvö – samræmt valdakerfi fyrir kristnar þjóðir . Ef til vill má segja að þetta hafi verið Evrópu- sambandshugsjón síns tíma . Eins og ég skýrði í lengra máli í grein sem birtist í Skírni árið 2000 er sögumaður Sturlungu hallur undir þetta viðhorf .1 Það er ekki að undra þar sem stór hluti Sturlunga sögu var ritaður af bróðursyni Snorra, Sturlu Þórðarsyni, þeim sama og ritaði ævisögu Hákonar gamla og bar þar lof á kónginn . Það gat varla farið vel saman að hylla þennan fyrsta konung yfir Íslandi og að hafna stjórnspekinni sem virðist hafa verið ríkjandi við hirð hans . Höfðingjaveldið sem lét í minnipokann fyrir kirkju og kóngi á 13 . öld gerði ekki ráð fyrir neinum skýrum greinarmun á andlegu og veraldlegu valdi og ekki heldur 1 Grein þessi heitir Sturlunga, goðaveldið og sverðin tvö og birtist í Skírni 174. árg. s . 49–78 . neinu alþjóðlegu valdakerfi . Æðstu menn samfélagsins voru höfðingjar og enginn var þeim æðri . Í sumum Íslendingasögum örlar á and- stöðu gegn eflingu konungsvalds . Í upphafi Víglundar sögu segir til dæmis frá landnámi Íslands að „margir mikilsháttar menn flýðu úr Noregi ok þoldu eigi álögur konungs, þeir sem váru af stórum ættum, ok vildu heldr fyrirláta óðul sín ok frændr ok vini en liggja undir þrælkan ok ánauðaroki konungs .“2 Hér eru ekki spöruð stóryrði . Vald konungs er kallað þrælkun og ánauðarok . Margar Íslendingasögur lýsa samfélagi þar sem höfðingjar eru engum háðir og leysa sameiginleg vandamál án þess að hafa neitt yfirvald . Mér þykir líklegt að á 13 . öld hafi frásagnir af hetjuskap og glæsimennsku höfðingja, sem uppi voru þrem öldum fyrr, verið, að minnsta kosti öðrum þræði, ein- vers konar andóf gegn hugmyndafræði kon- ungs og alþjóðlegs kirkjuvalds og þar með gegn kenningunni um sverðin tvö . Voldugasti höfðingi 12 . aldar var Jón Lofts son (1124–1197) fóstri Snorra Sturlu sonar . Hann virðist hafa verið tals- maður höfðingjastjórnar og andvígur hinu alþjóðlega kirkjuvaldi . Sjálfsagt bar hann þó sama traust til Krists og þorri sam tíma- manna hans . En öfugt við þá sem litu á kenninguna um sverðin tvö sem réttan sannleika um farsæla samfélagsskipan taldi hann að kirkjugoðar, eins og hann sjálfur, væru æðstu menn samfélagsins bæði í veraldlegum efnum og trúarlegum og þyrftu ekki að lúta neinu alþjóðlegu valdi . Jón Loftsson var, að því er virðist, ákveð- inn í að verja það höfðingjaveldi sem hann var fulltrúi fyrir og hann talaði eins og vald sitt helgaðist af eignarrétti rétt eins og hjá höfðingjunum í heimi Íslendingasagnanna . 2 Víglundar saga . Í Íslendinga sögur III . (Guðni Jónsson bjó til prentunar .) Reykjavík 1953, s . 359 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.