Þjóðmál - 01.03.2010, Page 65
Þjóðmál VOR 2010 63
nokkru til að heiðra minningu Thomasar
Jefferson (1743–1826) . Hann var þriðji
forseti Bandaríkjanna og hélt á lofti lýð-
veldishugsjónum sem sóttu innblástur til
rómverskra sagnfræðinga .)
Mig grunar að rit rómverskra sagna-
manna hafi haft svipuð áhrif á Snorra
Sturlu son og þau höfðu á Machiavelli og
fleiri upphafsmenn lýðveldishugsjóna á
seinni tímum . Mér þykir trúlegt að þessi
fornu rit hafi glætt með Snorra löngun til að
verja stjórnskipan þar sem frjálsir höfð ingj-
ar eru efstir og jafnir í virðingarstiganum,
ráða sjálfir ráðum sínum og þurfa ekki að
lúta öðru valdi en því sem jafningja hóp ur-
inn sammælist um .
Sigurjón M . Egilsson hefur nú staðfest það sem Hannes H . Gissurarson hélt fram
í ritdeilu við Hrein Loftsson á Pressunni að
Hreinn beitti sér sem eigandi við ritstjórn
blaðsins, bæði í símtölum og tölvuskeytum .
Kveðst Sigurjón hafa undir höndum tölvuskeyti
sem sanni þetta, eins og Hannes hafði raunar
sagt .
Þetta kemur ekki á óvart . Allir sem vilja, sjá
hvernig Baugsmiðlunum hefur verið beitt í
þágu Baugsfeðga . Núna er línan sú að ráðast
á alla aðra auðjöfra en Baugsfeðga til þess að
leiða athyglina frá Baugsfeðgum sjálfum . Þegar
til dæmis var fréttaskýring um útrásardekur
forsetans í DV, var rætt um nánast alla
útrásarvíkingana — nema Jón Ásgeir! Fréttir
um þá feðga í Baugsmiðlunum eru nánast allar
til málamynda .
Áður var línan sú að Baugsmálið væri ekki
vegna afbrota Baugsmanna og yfirgangs, heldur
vegna þess að Davíð Oddsson teldi Baugsfeðga
skyggja á sig!
Sannleikurinn er sá að Jón Ásgeir áttaði sig
á því 2002 að það getur verið hentugt að hafa
fjölmiðla með sér . Honum tókst ekki að komast
yfir Arcadia í Bretlandi af því að íslensku
bankarnir vildu ekki lána honum og af því
að hann lenti í rannsókn Baugsmálsins (sem
var runnið undan rifjum óánægðs fyrrverandi
viðskiptafélaga hans, en ekki Davíðs) .
Jón Ásgeir eignaðist marga milljarða með
sölu bréfa í Arcadia haustið 2002 . Hann notaði
hluta af því fé til að kaupa Fréttablaðið (þótt
eignarhaldi á því væri haldið leyndu um skeið)
og beitti því til að reyna að fella Davíð Oddsson
í kosningunum 2003 .
Síðan keypti hann Stöð tvö haustið 2003 og
fleiri fjölmiðla . Þá var þaggað niður í öllum
sem birt höfðu óþægilegar fréttir . Til dæmis var
Bjarni Brynjólfsson rekinn af Séð og heyrt enda
hafði hann leyft sér að birta myndir af snekkju
Jóns Ásgeirs í Florida .
Það er ekki fyrr en síðustu misserin eftir
að raknað hefur upp úr veldi Baugsfeðga sem
almenningur hefur fengið að sjá skrauthýsi þeirra
í New York, lystisnekkju þeirra, einkaþotu,
veisluhöld og annað sem þeir notuðu féð úr
íslensku bönkunum í . Þeir þurftu hins vegar
ekki að ganga í persónulegar ábyrgðir fyrir
lánum eins og annað fólk og hreykja sér af því!
Fjölmiðlaveldi Baugsfeðga olli því að fáir sem
engir þorðu að standa uppi í hárinu á þeim .
Bankastjórar lánuðu þeim eins og óðir menn,
blaðamenn þögðu um ávirðingar þeirra og
héldu uppi hatursherferð gegn Davíð, dómstólar
dæmdu furðulega væga dóma í málum þeirra,
stjórnmálamenn vörðu þá í Borgarnesræðum .
Þeir sem tóku þátt í þessum leik með
Baugsfeðgum ættu að skammast sín .
af bloggi skafta Harðarsonar
á eyjunni.is, 23. febrÚar 2010.
_____________________
Baugsmiðlar í þágu Baugsfeðga