Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 65

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 65
 Þjóðmál VOR 2010 63 nokkru til að heiðra minningu Thomasar Jefferson (1743–1826) . Hann var þriðji forseti Bandaríkjanna og hélt á lofti lýð- veldishugsjónum sem sóttu innblástur til rómverskra sagnfræðinga .) Mig grunar að rit rómverskra sagna- manna hafi haft svipuð áhrif á Snorra Sturlu son og þau höfðu á Machiavelli og fleiri upphafsmenn lýðveldishugsjóna á seinni tímum . Mér þykir trúlegt að þessi fornu rit hafi glætt með Snorra löngun til að verja stjórnskipan þar sem frjálsir höfð ingj- ar eru efstir og jafnir í virðingarstiganum, ráða sjálfir ráðum sínum og þurfa ekki að lúta öðru valdi en því sem jafningja hóp ur- inn sammælist um . Sigurjón M . Egilsson hefur nú staðfest það sem Hannes H . Gissurarson hélt fram í ritdeilu við Hrein Loftsson á Pressunni að Hreinn beitti sér sem eigandi við ritstjórn blaðsins, bæði í símtölum og tölvuskeytum . Kveðst Sigurjón hafa undir höndum tölvuskeyti sem sanni þetta, eins og Hannes hafði raunar sagt . Þetta kemur ekki á óvart . Allir sem vilja, sjá hvernig Baugsmiðlunum hefur verið beitt í þágu Baugsfeðga . Núna er línan sú að ráðast á alla aðra auðjöfra en Baugsfeðga til þess að leiða athyglina frá Baugsfeðgum sjálfum . Þegar til dæmis var fréttaskýring um útrásardekur forsetans í DV, var rætt um nánast alla útrásarvíkingana — nema Jón Ásgeir! Fréttir um þá feðga í Baugsmiðlunum eru nánast allar til málamynda . Áður var línan sú að Baugsmálið væri ekki vegna afbrota Baugsmanna og yfirgangs, heldur vegna þess að Davíð Oddsson teldi Baugsfeðga skyggja á sig! Sannleikurinn er sá að Jón Ásgeir áttaði sig á því 2002 að það getur verið hentugt að hafa fjölmiðla með sér . Honum tókst ekki að komast yfir Arcadia í Bretlandi af því að íslensku bankarnir vildu ekki lána honum og af því að hann lenti í rannsókn Baugsmálsins (sem var runnið undan rifjum óánægðs fyrrverandi viðskiptafélaga hans, en ekki Davíðs) . Jón Ásgeir eignaðist marga milljarða með sölu bréfa í Arcadia haustið 2002 . Hann notaði hluta af því fé til að kaupa Fréttablaðið (þótt eignarhaldi á því væri haldið leyndu um skeið) og beitti því til að reyna að fella Davíð Oddsson í kosningunum 2003 . Síðan keypti hann Stöð tvö haustið 2003 og fleiri fjölmiðla . Þá var þaggað niður í öllum sem birt höfðu óþægilegar fréttir . Til dæmis var Bjarni Brynjólfsson rekinn af Séð og heyrt enda hafði hann leyft sér að birta myndir af snekkju Jóns Ásgeirs í Florida . Það er ekki fyrr en síðustu misserin eftir að raknað hefur upp úr veldi Baugsfeðga sem almenningur hefur fengið að sjá skrauthýsi þeirra í New York, lystisnekkju þeirra, einkaþotu, veisluhöld og annað sem þeir notuðu féð úr íslensku bönkunum í . Þeir þurftu hins vegar ekki að ganga í persónulegar ábyrgðir fyrir lánum eins og annað fólk og hreykja sér af því! Fjölmiðlaveldi Baugsfeðga olli því að fáir sem engir þorðu að standa uppi í hárinu á þeim . Bankastjórar lánuðu þeim eins og óðir menn, blaðamenn þögðu um ávirðingar þeirra og héldu uppi hatursherferð gegn Davíð, dómstólar dæmdu furðulega væga dóma í málum þeirra, stjórnmálamenn vörðu þá í Borgarnesræðum . Þeir sem tóku þátt í þessum leik með Baugsfeðgum ættu að skammast sín . af bloggi skafta Harðarsonar á eyjunni.is, 23. febrÚar 2010. _____________________ Baugsmiðlar í þágu Baugsfeðga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.