Þjóðmál - 01.03.2010, Side 66

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 66
64 Þjóðmál VOR 2010 Mýtan um Sturlungu Meðal söluhæstu bóka síðustu jóla-vertíðar, og mest auglýstra, er ævi- saga Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guð- mundsson, hnausþykk með fáum myndum og miklu lesmáli .* Snorri hefur lengi verið meðal gildustu menningarlegra innistæðna Íslendinga og almannaeign . Hann á stað í huga stórs hóps fólks sem þó hefur hvorki lesið höfuðverk hans, Ólafs sögu helga og Heimskringlu, né söguna sem er nálega eina frásagnaruppsprettan um líf hans og feril sem höfðingja, Sturlungu . Þessu tvennu er þó nokkuð ólíkt farið . Langflestir hafa komist, ef ekki fyrir annað en grunn- og menntaskólasetu, í bein kynni við miðaldatexta af því tagi sem Snorri framleiddi og neytti sjálfur, suman örugglega af hans hendi (Edda), suman sagðan af hans hendi án traustra raka (Egla), og suman sambærilegan en af annars hendi . Sturlunga stendur á hinn bóginn fjær: sögulegum atburðum Sturlungaaldar er jafnan miðlað í endursögn, og þeir sem taka sjálfa Sturlungu til lestrar hafa yfirleitt skerpt tennurnar fyrst á Íslendingasögum og safnað kjarki . Sturlunga glímir við mýtu sem er meðal höfuðástæðna þess að hún er minna lesin af almenningi en vera skyldi . Lengd hennar er sögð brjóta öll eðlileg þolmörk, fjöldi höfuðpersóna og aukapersóna sömuleiðis, blóð tengsl, mægðir og hagsmunatengsl pers- ón anna eru sögð í hæsta máta ruglingsleg, og söguþræðir svo flóknir að jafnvel meginframvindan sé á köflum þokukennd . Til samræmis liggur sterkur orðrómur á um að Sturlunga sé vart læsileg öðrum en fræðimönnum og ættfræðifýsnum eftir- launa þegum . Þetta er hálfsannleikur, og full komlega ljós öllum þeim sem lesið hafa Sturlungu . Hér má gera langt mál af en nægja verður að benda sérstaklega á Viðar Pálsson Gamalt vín á nýjum belgjum Ævisaga Snorra Sturlusonar endurrituð ___________ * Óskar Guðmundsson, Snorri. Ævisaga Snorra Sturlusonar 1179­1241 (Reykjavík: JPV útgáfa, 2009), 528 bls .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.