Þjóðmál - 01.03.2010, Side 67
Þjóðmál VOR 2010 65
tvö atriði varðandi slíkan sleggjudóm . Hið
fyrra er form og uppruni Sturlungu: hún
er safnrit eða samsteypa . Þótt vissulega
fáist fyllsta samhengi af heildarlestri er
Sturlunga mjög læsileg í smærri köflum
og einstökum þáttum . Hún hefur mikið
undir en er að sama skapi auðbrotin í
smærri einingar sem atburðasaga, og hefur
raunar gjarnan verið umraðað í ætlaðar
frumsögur í útgáfum . Hið síðara er aðgengi
almennings að textanum og leiðsögn um
hann . Fyrir rúmum tuttugu árum kom
Sturlunga út með nútímastafsetningu ásamt
rúmlega fimmhundruð síðna skýringarriti:
samviskusamlegar spássíumerkingar við
megintextann halda utan um tímatal
sögunnar ásamt því að vísa í hundruð
ættartalna, skýringarmynda, korta og
átakasamantekta . Þeim er fylgt úr hlaði
með bóklöngum inngangi um sögulegt
og bókmenntalegt samhengi sögunnar,
bókaskrá og úrvali annarra miðaldatexta,
en smiðshöggið rekið með ártalatöflum
viðburða og valdsmanna, veraldlegra og
kirkjulegra, bókmenntayfirliti, og ítarlegu
orðskýringasafni ásamt nafna-, staða- og
viðurnefnaskrám . Að auki eru frumsögur
textans auðkenndar í megintexta, eins og
rök framast leyfa, og birtar í efnisyfirliti .
Atburðasaga Snorra og samtíðar hans í
frumtexta er því eins aðgengileg almennum
lesendum og framast má telja og orðið
getur . Í slíku lestrarumhverfi, bólstruðu
skýringum, er örðugt að tala um brotin
þolmörk og flækjur sem ekki séu leggjandi á
venjulegt fólk, sem á annað borð er ferðafært
um fornar slóðir .
Íslendinga saga hin mesta
Áfyrstu síðu ævisögu Snorra eftir Óskar, að loknum inngangi, fer Snorri
barnungur í fóstur í Odda og á þeirri
síðustu er hann höggvinn í Reykholti .
Þar á milli er saga Snorra rakin í tímaröð
eins nákvæmlega og unnt er, helst frá
mánuði til mánaðar ef tök eru á . Lífshlaup
Snorra í Sturlungu er rakið í frásögn eins
manns að heitið getur, Íslendinga sögu
Sturlu sagnaritara . Þegar Hrafns sögu og
Guðmundar sögu dýra sleppir á öðrum
áratug þrettándu aldar er Sturla einsaga um
atburði fram yfir dauða Snorra árið 1241 .
(Snorra er einnig getið stuttlega í Hákonar
sögu, eftir sama höfund; Arons saga tekur
einnig til atburða á þessum tíma en er um
margt sérstök söguleg heimild og fjallar
ekki um Snorra, þótt nafn hans sé nefnt í
bláupphafi hennar .) Sturla lætur sér nægja
rétt um 230 prentaðar síður til þess að rekja
í heild sinni viðburði frá ungdómsdögum
Snorra og fram til dauða hans á meðan
Óskar, sem þó hefur helst að einum manni
að huga, skilar yfir fjögur hundruð síðna
lesmáli, að frádregnu myndefni . Þetta
hlýtur að vekja athygli .
Stíll og frágangur bókarinnar ber skýran
vott um vinnulag höfundarins . Ítarleg end-
ur sögn Íslendinga sögu er burðarás verks ins;
yfir hana er sáldrað því sem kreist verður
úr öðrum heimildum um einstaka menn
og viðburði, ef þær eru á annað borð fyrir
hendi (Páls saga, Þorláks saga, fornbréf, og
fl .); í einstaka tilfelli sviðsetur höfundur
við burði og grípur þá jafnvel í fornar stóls-
ræður eða jarteinabækur til hjálpar; inn á
milli endursagna dregur höfundur ályktanir
og getur jafnvel í eyður (gigtveikur Snorri
sækir í böð, Snorri í Stafholti vegna
byggingaframkvæmda í Reykholti, o .s .frv .) .
Útkoman er ekki fjarri miðaldahefð: þanið
samsteypurit . Líklega er fátt í atburðasögu
Snorra sem ekki hefur verið tekið upp í
þessa Íslendinga sögu hina mestu .
Í vissum skilningi má telja það galla á
sam steypunni hversu berlegir saumarnir
á henni eru, en í öðrum skilningi er það
kostur . Lesandinn velkist aldrei í vafa um