Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 70
68 Þjóðmál VOR 2010
stólsræður um hversu illa fræðileg umræða
skilar sér inn í almenn rit . Fræðimenn fást
jafnan til þess að skrifa aðgengileg yfirlitsrit
um eitt og annað, sumt ætlað breiðum hópi
lesenda, en fæstir þeirra taka slaginn um
jólabækur og metsölubækur, þótt þess séu
auðvitað einstök dæmi . Það kemur því ekki
á óvart að ævisaga Snorra Sturlusonar ætluð
fyrir breiðan lesendahóp og til mikillar
útbreiðslu sé skrifuð af fræðaunnandi
rithöfundi sem var skólaður til skrifta í
blaðamennsku fremur en af akademískum
fræðimanni .
Hvers vegna taka akademískir fræði-
menn sjaldan slaginn á metsölumarkaði
með al mennum ritum um safarík efni?
Akadem ían gætir eigin hagsmuna og
megin hlut verks með því að beina fræði-
mönnum innan sinna vébanda að akadem-
ískum fræðiskrifum en frá jólabókum fyrir
almenning; matskerfi og framgangskerfi
háskóla og annarra rannsóknarstofnana
setja hæfi, stöðugildi og launakjör í beint
samhengi við viðurkennd og birt fræðileg
skrif . Í því samhengi eru samantektir fyrir
almennan markað nánast verðlaus pappír .
Annað væri í raun öfugmæli í ljósi þess
að þeir sem akademían veitir atvinnu eiga
beinlínis, og eðli málsins samkvæmt, að
hafa rannsóknir (og kennsluskyldu henni
fylgjandi) að fullu starfi . Í þessum skilningi
geta ævisögur á jólabókamarkaði aldrei orðið
annað en hliðarverkefni fyrir akademíska
fræðimenn . Nýdoktorar eru undir sömu
sök seldir: ef þeir sækjast eftir fótfestu
innan fræðasamfélagsins eiga þeir allan
sinn framgang undir ritrýndum framlögum
fyrir kollega sína . Flestir akademískir
fræðimenn vilja og verða að vinna sína
stærstu sigra innan akademíunnar fremur
en á metsölumarkaði með bókum sem segja
kollegunum fátt eða ekkert nýtt . Skyldur
akademíunnar í þessum efnum eru enda
fyrst og fremst þær að tryggja sem greiðast
aðgengi að fræðilegri umræðu fyrir hvern
þann sem vill kynnast henni og hafa not af
henni, en ekki endilega að skrifa sjálf sem
flestar almennar bækur byggðar á henni .
Sumir kalla þetta að sitja í fílabeinsturni, en
það er hæpið í mörgu tilliti . Jafnan standa
dyrnar opnar fyrir hvern sem vill . Óskar
sækir fjölmargt til fræðilegrar umræðu, en
því miður alltof lítið . Niðurstaðan mótast
af því .
Nú berast fregnir af því að jarðskjálfti sem varð í Chile upp á 8,8 á Richter hafi
valdið tjóni upp á 400 milljarða króna þó
eflaust enn eigi mik ið eftir að bætast við þá
tölu . Talan er í marga staði áhugaverð .
Gjaldþrotahrina fyrirtækja Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar er tal in hafa kostað rúma
1 .000 milljarða samtals í fjölda gjaldþrota og
nokkrum þeirra stærstu í Íslands sög unni . Er
þar komin fram tala sem er rúmlega tvöfalt
stærri en tjónið af völdum skjálftans í Chile .
Munurinn á Chile og Íslandi er sá að hefði
einn maður valdið jarðskjálftanum er líklegt
að reynt yrði að koma lögum yfir hann og í
öllu falli komið í veg fyrir að hann gæti valdið
öðrum skjálfta . Á Íslandi er þessu öfugt farið .
Hér eru skuldir Jóns Ásgeirs afskrifaðar og
ríkisbankar tryggja honum yfirráð í stærstu
félögum landsins svo hann geti nú örugglega
endurtekið leikinn .
Spennandi verður að sjá hvaða náttúru-
hamfarir Jón Ásgeir toppar næst .
fuglaHvísl á amx .is 3. mars 2010.
_____________________
Eins og tveir Chile-jarðskjálftar!