Þjóðmál - 01.03.2010, Page 71
Þjóðmál VOR 2010 69
Jón Ríkharðsson
Verklaus vinstri stjórn?
Allir verða að njóta sannmælis, hvar í flokki sem þeir standa . Hin „tæra
vinstri stjórn“ hefur fátt gott gert, en verk-
laus hefur hún ekki verið . Þvert á móti
hefur hún gert ansi margt á óvenju stuttum
tíma . Hin „tæra vinstri stjórn“ hefur slegið
„skjaldborg um heimilin“, hafið vegferð
sína í áttina að „norrænu velferðarkerfi“,
tekið til eftir íhaldið og svo mætti lengi
telja . Hún fann það einnig út að sjómenn
væru á góðri leið með að verða auðmenn og
greip því til viðeigandi ráðstafana . Útgerðin
er líka farin að græða svo mikið, þannig
að nú þarf að stöðva það . Ríkisstjórnin er
með fullt af aðgerðum í farvatninu til að
halda öllum jöfnum . Stjórnarliðum leiðist
nefnilega mjög, ef einhverjir græða um of .
Ekki má gleyma þeirri miklu vinnu sem
þeir hafa lagt á sig til að sanna hversu illa
Sjálfstæðisflokkurinn hefur leikið þjóðina .
Indriði og Svavar voru sendir út af örkinni
til þess að klúðra Icesave-málinu endanlega
og kenna svo sjálfstæðismönnum um .
Vinstri menn halda nefnilega að fólk trúi
öllu sem þeir segja . Þeim tókst að ljúga
fram sali kvótans upp á Sjálfstæðisflokkinn,
hvers vegna ætli þessi brella heppnist ekki
jafn vel? spyrja þeir sig eflaust .
En þeir áttuðu sig ekki á því, að sterk
réttlætiskennd finnst ekki bara hjá Jóhönnu
Sigurðardóttur, hún er alþjóðlegt fyrirbæri .
Nú hafa útlendingar gengið í lið með okkur,
m .a . sérfræðingar í ESB-löggjöfinni . Fjöldi
innlendra og erlendra sérfræðinga hefur
bent á það að okkur beri ekki að borga .
Hin „tæra vinstri stjórn“ reynir að klóra í
bakkann . Björn Valur segir að ríkisstjórn
Geirs H . Haarde hafi lofað ríkisábyrgð .
Vesalings maðurinn, hann er nýbúinn að
taka þátt í mikilli vinnu á þingi til þess
eins að búa til sérstök lög um ríkisábyrgð .
Samkvæmt hans skilgreiningu ætti að vera
nóg að senda Jóhönnu út til að kvitta . Til
hvers þurfti þá alla þessa vinnu ?
Mikið væri gott ef einhver gæfi út orðaskýringar til þess að fólk gæti
skilið vinstri menn . Þeir tala allt annað
tungumál en við hin . Vinstri menn eru auð-
vitað ekki slæmir í eðli sínu en þeirra stefna
er, svo vitnað sé í hinn þjóðþekkta vinstri
mann Georg Bjarnfreðarson, „mis skiln-
ingur“ . Þeir slá „skjaldborg um heimilin“ .
Aðferðin, sem notuð er, felst í því að hækka
allar álögur sem hægt er að finna og um
leið snarhækka afborganir heimila . Þeir láta
einnig fylgja með í pakkanum tíma bundna
lækkun á greiðslubyrði en lofa því að hún
hækki eftir nokkur ár, og leyfa fólki að
borga lengur af lánunum sínum .