Þjóðmál - 01.03.2010, Page 73

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 73
 Þjóðmál VOR 2010 71 Stefán Gunnar Sveinsson Athugasemd við grein Lárusar Jónssonar Ísíðasta hefti Þjóðmála fjallaði Lárus Jóns-son, fyrrverandi bankastjóri Útvegs- bankans, um tvær bækur um Hafskipsmálið sem komu út á haustdögum 2008 . Lárus segir að bækurnar tvær „leiði menn í grund- vall aratriðum gjörsamlega afvega“ í því að nálg ast sannleikann um endalok Hafskips . Nú get ég ekki svarað fyrir bók Björns Jóns Braga sonar, Hafskip í skotlínu, en ýmis atriði í grein Lárusar eru þess eðlis, að ég verð að taka til varnar fyrir mína bók, Afdrif Hafskips í boði hins opinbera. Markmið bókar minnar var það að taka saman yfirlitsrit um Hafskipsmálið eins og það liti út af opinberum gögnum málsins, sem væri aðgengilegt öllum þorra manna til þess að kynna sér fljótlega helstu efnisatriði málsins . Í þeirri umgjörð tók ég ákvörðun um það að miða upphafið, líkt og oftast hefur verið gert, við umfjöllun Helgarpóstsins sem hófst í júní 1985 . Mikið af aðfinnslum Lárusar virðast vera bendingar um orðalag í þeim hluta bókarinnar sem fellur undir aðdraganda málsins . Taldi ég að það væri áríðandi fyrir flæði bókarinnar að gefa mönnum helstu aðalatriði atburðarásar inn- ar fram til júní 1985 í stuttu máli, og ef til vill hefur orðalag mitt verið snubbótt á stöku stað . Hins vegar þykir mér sem Lárus geri í aðfinnslum sínum úlfalda úr mýflugu, og reyni að láta líta svo út að ég feli vísvitandi mikilvæg atriði málsins . Í ákafa sínum við að koma höggi á mig, stendur Lárus hins vegar sjálfur í óheiðarlegum feluleik . Áþað til dæmis við um hið mikla vægi sem Lárus gefur orðavali mínu um að „bankinn hafi „skorið á“ viðskipti við Hafskip“ .1 Þykja mér aðfinnslur Lárusar undarlegar af tveimur ástæðum: Í fyrsta lagi segi ég ekki, líkt og Lárus heldur fram, að bankinn hafi skorið á viðskipti við Hafskip, heldur að bankinn hafi skorið á lánafyrirgreiðslu við Hafskip . Er þar um nokkurn skilningsmun að ræða að mínu viti, og hefði því verið ágætt ef Lárus hefði birt upphaflega setningu mína í heild sinni . Í öðru lagi byggði ég þennan hluta frásagn- ar minnar á gagnmerku riti, Útvegs banka­ 1 Lárus Jónsson, „Sagnfræðilegur sannleikur um afdrif Haf skips hf .“ Þjóðmál 4:5 (Vetur 2009), bls . 64 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.