Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 74

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 74
72 Þjóðmál VOR 2010 þætti Hafskipsmálsins, eftir Lár us nokkurn Jóns son . Þar greinir hann hreyk inn frá eft ir farandi forsendum dóms Saka dóms Reykja víkur: „Þá þegar [í október 1984] gripu þeir [bankastjórarnir] til ráðsta fana og stöðv uðu alla afgreiðslu nýrra lána að því und an skildu að tvö lán voru veitt snemma árs 1985 vegna hlutafjáraukningar .“2 Kvart anir Lárusar um það að ég hafi ekki lýst því nógu nákvæmlega hvernig Útvegs- bankinn aðstoðaði Hafskip eftir október 1984 finnast mér ansi léttvægar, og erfitt að sjá hvernig slíkt hefði fallið inn í texta sem átti að vera aðgengilegur, svo að vel færi á . Stuttu síðar telur Lárus að ég hafi gerst sekur um staðreyndavillu, og í framhjá- hlaupi að ég sé að fela mikilvæg atriði . Orðrétt segir Lárus: Þessum algjöru þáttaskilum í rekstri Hafskips eru gerð ólík skil í bók Stefáns Gunnars . Þeim er lýst eins og skekkja hafi orðið í áætlunum félagsins . Orðrétt er lýsingin svohljóðandi: „Um miðjan júlí 1985 kom í ljós að rekstraráætlanir Hafskips fyrir árið stóðust ekki.“ Frásögnin í bókinni um viðbrögð við þessum vátíðindum er beinlínis röng . Þar segir orðrétt: „Eftir að í ljós kom í júlí að rekstur Hafskips gekk verr en áætlað var fór Útvegsbankinn fram á að sameiningarviðræður við Eimskip yrðu teknar upp að nýju.“3 Lárus gerir síðan mikið úr því að þarna sé um meinlega villu að ræða, en raunin sé sú að Hafskipsmenn hafi sjálfir haft frumkvæði að því að viðræður hófust aftur við Eimskip . Vísar hann til Útvegsbankaþáttar síns máli sínu til stuðnings . Þar segir hins vegar ekki annað um þetta atriði en að það hafi verið „sameiginleg ákvörðun banka- 2 Lárus Jónsson, „Útvegsbankaþáttur Hafskipsmálsins“, bls . 43 . 3 Lárus Jónsson, „Sagnfræðilegur sannleikur um afdrif Hafskips hf .“, bls . 65 . Skáletrun er Lárusar . stjórnar og þeirra stjórnenda Hafskips“ .4 Frásögn mína um það að Útvegs banka- menn hafi haft frumkvæðið að þessu hafði ég hins vegar eftir bók Helga Magn- ússonar, endurskoðanda Hafskips, Hafskip, gjörningar og gæsluvarðhald, sem kom út árið 1986 . Finnst mér Lárus seilast ansi langt með nauðaómerkilegu atriði til þess eins að sverta vinnubrögð mín . Varla getur það talist grundvallaratriði til skilnings á Hafskipsmálinu hvort banki eða fyrirtæki hafi fyrstur lagt til að þessar viðræður hæfust . Hitt þykir mér þó verra hvaða aðferðir Lárus notar til þess að kasta rýrð á þennan hluta bókar minnar . Fyrri tilvitnun hans er upphafssetning fjórða kafla bókarinnar . Seinni tilvitnunin er hins vegar ekki úr frásögn meginmáls, heldur úr örstuttri endursögn minni á efnisatriðum málsins í niðurstöðukafla bókarinnar, um 160 blaðsíðum aftar . Þegar grein Lárusar er lesin án þess að athuga neðanmálsgreinar, má helst skilja á samhenginu að þarna sé um sömu frásögn að ræða, jafnvel tvær setningar sem standi hlið við hlið . Hvers vegna hagar Lárus þessu svo? Jú, vegna þess að síðar í greininni reynir Lárus að sýna fram á það að mikilvægum atriðum um bága fjárhagsstöðu Hafskips hafi verið haldið undan, þar á meðal að hvergi sé vísað til taprekstar Hafskips á fyrstu mánuðum ársins 1985 . Upphaf fjórða kafla bókarinnar er hins vegar á þessa leið: Um miðjan júlí 1985 kom í ljós að rekstrar- áætlanir Hafskips fyrir árið stóðust ekki . Allar áætlanir um tekjur höfðu staðist og vel það, en kostnaðurinn sem fylgdi Atlants hafssiglingum félagsins hafði farið úr bönd unum með þeim afleiðingum að um hundrað milljóna króna 4 Lárus Jónsson, „Útvegsbankaþáttur Hafskipsmálsins“, bls . 45 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.