Þjóðmál - 01.03.2010, Side 76

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 76
74 Þjóðmál VOR 2010 fleyta félaginu yfir þær erfiðu aðstæður sem skipafélög almennt bjuggu við á þessum tíma . Það að ég ásaki bankastjórana um einhverja „ósvinnu“ í tengslum við þetta atriði er fráleitt . Það eina sem ég benti á, var að ég taldi að hægt hefði verið að athuga betur rekstrargrundvöll Íslenska skipafélagsins, og ef til vill reyna að koma fjármunum þeim sem fólust í Hafskipi í betra horf rétt á meðan aðstæður á skipamarkaði voru jafnlakar og þær voru á þeim tíma . Ég tók raunar einnig líka fram að ytri aðstæður í þjóðfélaginu sem tengdust þeirri fjölmiðlaumræðu og múgæsingu sem ríkti hefðu gert öllum sem komu að málinu mun erfiðara fyrir að lenda málinu farsællega . Í engu taldi ég mig vera að gera á hlut bankastjóra Útvegsbankans með frásögn minni af Íslenska skipafélaginu . Lárus segir í þessu samhengi að það sé tilbúningur að staðhæfa „að bankastjórnin hafi „gefið svigrúm“ til þessarar hluta- fjársöfnunar“ .8 Það er alveg rétt hjá honum . Þetta orðalag er tilbúningur Lárusar . Í bók minni stendur, líkt og Lárus raunar vísar rétt til að þessu sinni, að hluthafar Haf- skips „töldu sig hafa fengið svigrúm“ hjá Útvegsbankanum . Hér virðist hafa verið um eitthvert sambandsleysi að ræða á milli stjórnar Hafskips og Útvegsbankans, sem sést kannski best á því að aðfaranótt 1 . desember 1985 sat Lárus Jónsson ásamt fleirum á næturfundi í Eimskipshúsinu þar sem efni fundarins var að ráðstafa eignum þriðja aðila sem vissi ekkert af því . Ritaði Lárus þar meðal annars undir leyniviðauka, þar sem hann ásamt öðrum skuldbatt sig til þess að tryggja það að stjórn Hafskips myndi lýsa sig gjaldþrota . 8 Lárus Jónsson, „Sagnfræðilegur sannleikur um afdrif Hafskips hf .“, bls . 67 . Ég hef hér dregið fram nokkra af þeim göllum sem ég tel vera á gagnrýni Lárusar á hendur bók minni um Hafskipsmálið . Sýnist mér á mörgu af því sem hér er upp talið að Lárus hafi sjálfur gerst sekur um ansi slæleg vinnubrögð í viðleitni sinni til þess að koma höggi á mig og verk mitt . Ég tek auðvitað á mig ábyrgð á öllu því sem kann að hafa verið missagt í bók minni, enda er engin bók gallalaus . Hins vegar finnst mér það bera vott um mikinn ósóma þegar mér er brigslað um að hafa vísvitandi stundað óheiðarleg vinnubrögð, hvað þá þegar það er gert með jafnóvönduðum meðölum og Lárus Jónsson beitir . Einna verst finnst mér þó að mér sé gerð upp sú skoðun að bankastjórar Útvegsbankans hafi verið einhverjir sérstakir sökudólgar í þessu máli . Bók minni var sérstaklega stefnt gegn því andrúmslofti múgsefjunar og nornaveiða sem svo oft virðist skekja íslenska þjóð í erfiðum málum, og greindi ég skilmerkilega frá ýmsum atriðum þar um sem sneru að bankastjórum Útvegsbankans, t .d . þeirri ósvinnu, þegar þeir fengu að lesa það fyrst í Helgar póstinum að þeir myndu sæta ákæru .9 Ég taldi mig jafnframt hafa sýnt þeirri erfiðu stöðu sem bankastjórar Útvegsbankans þurftu að vinna úr í aðdraganda gjaldþrotsins skilning .10 Að lokum get ég upplýst að Halldór Guðbjarnason, sem var einn af þremur bankastjórum Útvegsbankans á þessum tíma, fékk nánast fullbúið handrit bókar minnar til aflestrar áður en bókin kom út . Hann gerði engar athugasemdir við handritið, og fékk ég raunar þau skilaboð að hann hefði haft ánægju af lestrinum . Það að fyrir mér hafi vakað að efna til nornaveiða á Útvegsbankamönnum er því fullkominn hugarburður Lárusar Jónssonar . 9 Afdrif Hafskips, bls . 125 . 10 Sjá t .d . Afdrif Hafskips, bls . 53-54 og 151-152 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.