Þjóðmál - 01.03.2010, Side 77

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 77
 Þjóðmál VOR 2010 75 Lárus Jónsson, fyrrverandi bankastjóri Útvegs banka Íslands, ritaði grein sem birtist í síðasta hefti Þjóðmála . Þar fer hann hörðum orðum um bók mína Hafskip í skotlínu . Ávirðingar hans í minn garð eru þess eðlis að ég sé mig knúinn til að svara þeim . Lárus ásakar mig meðal annars um „spuna“ og hann segir, að bók mín „leiði menn í grundvallaratriðum gjörsamlega afvega í að nálgast „æðsta takmark sagnfræðinnar“, hina eilífu leit að sannleikanum“ . Þá sakar hann mig um að hafa villt á mér heimildir . Honum og öðrum til upplýsingar vil ég taka fram að haustið 2006 lauk ég við meistaraprófsritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands . Fjallaði ritgerð sú um Hafskipsmálið og var unnin undir leiðsögn dr . Þórs Whitehead, prófessors í sagnfræði, og Kristjáns Jóhannssonar, lektors við við- skipta- og hagfræðideild . Mér var ljóst að ekki væru öll kurl komin til grafar í þessu margbrotna máli og lagðist því sjálfur í frekari rannsóknir, sem ég vann á eigin vegum, samhliða laganámi við Háskóla Íslands . Lauk ég við BA-ritgerð í lögfræði sem fjallaði um rannsóknarnefnd þá sem falið var að kanna viðskipti Hafskips hf . og Útvegsbanka Íslands . Ritgerð sú var unnin undir leiðsögn Sigurðar Líndal, prófessors emeritus . Niðurstöður frekari rannsókna minna setti ég saman á bók og fyrrverandi stjórnendur Hafskips hf . gerðu mér kleift að gefa þá bók út og kann ég þeim miklar þakkir fyrir . Bók þessi kom út á vegum bókaforlags sem ég stofnaði sjálfur sérstaklega til útgáfunnar . Þetta kom meðal annars fram í sjónvarpsþættinum Kompás, sem sýndur var á Stöð 2 að kvöldi 6 . október 2008 og fjallaði um rannsóknir mínar á Hafskipsmálinu . Það er með öllu fráleitt að ég hafi unnið að ritun bókar minnar á vegum Hafskipsmanna, líkt og Lárus dylgjar um í grein sinni . Ég vann mína rannsókn sjálfstætt sem óháður fræðimaður . Lárus sakar mig um að hafa spunnið upp „langa samsærisfléttu“ um tilurð sam- komulags stjórnenda Útvegsbanka Ís lands og Hf . Eimskipafélags Íslands . Þessi gífur- yrði hans eru ekki rökstudd frekar en annað í greininni . Þá segir hann mig hafa eftir sér fullyrð ing ar sem hann kannist ekki við að hafa sagt . Um það nefnir Lárus aðeins eitt dæmi, en hann segir það rangt að bankastjórar Útvegs bank- Björn Jón Bragason Fyrrverandi bankastjóri víkur af vegi sannleikans

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.