Þjóðmál - 01.03.2010, Side 79
Þjóðmál VOR 2010 77
minnisblað sem hann hefði tekið saman á
fundi bankastjórnar Útvegsbankans með
framkvæmdastjórn Eimskips og Gunnlaugi
Claessen þann 30 . nóvember 1985 . Á
þessum fundi voru Lárus Jónsson, Halldór
Guðbjarnason, Valdimar Indriðason, Ólafur
Helgason, Hörður Sigurgestsson, Halldór
H . Jónsson, Indriði Pálsson og Gunnlaugur
Claessen . Þá sat Helgi V . Jónsson líka á
umræddum fundi . Samkvæmt minnisblaði
Lárusar þá skýrði Gunnlaugur stöðu sína sem
fulltrúi viðskiptaráðherra . . . Hefði Gunn-
laugur lagt fram á umræddum fundi það sem
hann kallaði hina „hreinu leið“ . Hún fólst í
þremur atriðum:
1 . Gjaldþroti Hafskips hf .
2 . Samningur Hafskips við Íslenska skipa fé-
lag ið gengi til baka .
3 . Eimskipafélagið gerði bindandi tilboð í
eignir Hafskip hf . sem síðan yrði lagt fram
í skiptarétti .
Fjórði liður „hreinu leiðarinnar“ var síðan að
kanna hug skiptaráðenda til gjaldþrotsins . Alla
vega áður en samningur Hafskips og Íslenska
gengi til baka . Enginn tími hefði mátt líða frá
gjaldþroti þar til tilboðið bærist í búið .
Kjarninn í hinni „hreinu leið“ var að
þrota búið hafði ráðstöfunarréttinn . Skipta-
ráðendum varð að hugnast tilboðið sem
Eimskip legði fram . Með vitund og vilja
Út vegsbankans – sumsé „hrein ráðstöfun“ .
Eim skip og Útvegsbankinn yrðu að vera
samstiga í þessu máli . Fundurinn um nóttina
var í beinu framhaldi af þessu . Þar var
gengið frá samkomulagi á grundvelli „hreinu
leiðarinnar“ . Á þeim fundi var unnið út frá
hugmynd Gunnlaugs, þ .e . Eimskip býr til
tilboð sem lagt skal fyrir skiptaréttinn og
Útvegsbankinn er samþykkur .
Lárus sagði það alveg skýrt að Gunnlaugur
hefði lagt þessa tillögu fram . Það væri beinlínis
rangt af honum að halda öðru fram . Ég sagði
Lárusi að Gunnlaugur hefði ekki viljað kannast
við samkomulagið frá 1 . desember og sagt
mér að ekki gæti hafa verið um samkomulag
að ræða, aðeins viljayfirlýsingu, enda hefði
Útvegsbankinn ekki haft ráðstöfunarrétt yfir
eignum þrotabúsins . Lárus sagðist gáttaður á
þessum viðbrögðum Gunnlaugs – þetta væri
ekkert annað en orðhengilsháttur og lýsti
einhverri undarlegri viðkvæmni .
Lárus las sumsé upp úr eigin minnispunkt-
um fyrir mig . Mínar heimildir um þetta
efni voru því meðal annars fengnar úr
einkaskjalasafni Lárusar og því ofureðlilegt
að ég vísaði til þess .
Lárus ver þá ákvörðun bankastjórnar-inn ar að kalla Ragnar Kjartansson,
stjórnarformann Hafskips, til fundar á há-
degi 1 . desember 1985 til þess beinlínis
að fara með ósannindi, en bankastjórnin
tilkynnti Ragnari á þessum fundi að taka
þyrfti Hafskip til gjaldþrotaskipta til að
aflétta kyrrsetningu m.s. Skaftár, sem þá lá
bundin við bryggju í Antwerpen, innsigluð
af þarlendum yfirvöldum . Þetta var yfirvarp
til að leyna því sem gerst hafði um nóttina .
Lárus segir að samningur Útvegsbankans
við Eimskipafélagið hafi þá verið „á
vinnslustigi“ og því mikilvægt að þegja um
efni hans . Mér varð orða vant við þessa ræðu
Lárusar . Hvar lá trúnaðarskylda bankastjóra
Útvegsbankans? Lá hún hjá Hafskipi hf .,
sem var einn af stærstu viðskiptavinum
bankans, eða töldu bankastjórarnir sig hafa
meiri skyldum að gegna við aðalkeppinaut
Hafskips á markaði? Lárus Jónsson og
aðrir í bankastjórn Útvegsbankans höfðu
þá um nóttina samið um sölu á eignum
fyrirtækis sem ekki hafði enn verið tekið til
gjaldþrotaskipta . Um morguninn kölluðu
þeir fyrirsvarsmann Hafskips til fundar til
að leyna hann því, sem gerst hafði á langa
næturfundinum með Eimskip .
Um þetta farast Lárusi svo orð: „Hér
virð ist vera á ferðinni athyglisverð túlkun
sagn fræðings á því hvað þögn um mikilvæg
atriði getur þýtt, þegar leitað er sögulegs
sann leika .“ En Lárus Jónsson þagði ekki