Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 79

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 79
 Þjóðmál VOR 2010 77 minnisblað sem hann hefði tekið saman á fundi bankastjórnar Útvegsbankans með framkvæmdastjórn Eimskips og Gunnlaugi Claessen þann 30 . nóvember 1985 . Á þessum fundi voru Lárus Jónsson, Halldór Guðbjarnason, Valdimar Indriðason, Ólafur Helgason, Hörður Sigurgestsson, Halldór H . Jónsson, Indriði Pálsson og Gunnlaugur Claessen . Þá sat Helgi V . Jónsson líka á umræddum fundi . Samkvæmt minnisblaði Lárusar þá skýrði Gunnlaugur stöðu sína sem fulltrúi viðskiptaráðherra . . . Hefði Gunn- laugur lagt fram á umræddum fundi það sem hann kallaði hina „hreinu leið“ . Hún fólst í þremur atriðum: 1 . Gjaldþroti Hafskips hf . 2 . Samningur Hafskips við Íslenska skipa fé- lag ið gengi til baka . 3 . Eimskipafélagið gerði bindandi tilboð í eignir Hafskip hf . sem síðan yrði lagt fram í skiptarétti . Fjórði liður „hreinu leiðarinnar“ var síðan að kanna hug skiptaráðenda til gjaldþrotsins . Alla vega áður en samningur Hafskips og Íslenska gengi til baka . Enginn tími hefði mátt líða frá gjaldþroti þar til tilboðið bærist í búið . Kjarninn í hinni „hreinu leið“ var að þrota búið hafði ráðstöfunarréttinn . Skipta- ráðendum varð að hugnast tilboðið sem Eimskip legði fram . Með vitund og vilja Út vegsbankans – sumsé „hrein ráðstöfun“ . Eim skip og Útvegsbankinn yrðu að vera samstiga í þessu máli . Fundurinn um nóttina var í beinu framhaldi af þessu . Þar var gengið frá samkomulagi á grundvelli „hreinu leiðarinnar“ . Á þeim fundi var unnið út frá hugmynd Gunnlaugs, þ .e . Eimskip býr til tilboð sem lagt skal fyrir skiptaréttinn og Útvegsbankinn er samþykkur . Lárus sagði það alveg skýrt að Gunnlaugur hefði lagt þessa tillögu fram . Það væri beinlínis rangt af honum að halda öðru fram . Ég sagði Lárusi að Gunnlaugur hefði ekki viljað kannast við samkomulagið frá 1 . desember og sagt mér að ekki gæti hafa verið um samkomulag að ræða, aðeins viljayfirlýsingu, enda hefði Útvegsbankinn ekki haft ráðstöfunarrétt yfir eignum þrotabúsins . Lárus sagðist gáttaður á þessum viðbrögðum Gunnlaugs – þetta væri ekkert annað en orðhengilsháttur og lýsti einhverri undarlegri viðkvæmni . Lárus las sumsé upp úr eigin minnispunkt- um fyrir mig . Mínar heimildir um þetta efni voru því meðal annars fengnar úr einkaskjalasafni Lárusar og því ofureðlilegt að ég vísaði til þess . Lárus ver þá ákvörðun bankastjórnar-inn ar að kalla Ragnar Kjartansson, stjórnarformann Hafskips, til fundar á há- degi 1 . desember 1985 til þess beinlínis að fara með ósannindi, en bankastjórnin tilkynnti Ragnari á þessum fundi að taka þyrfti Hafskip til gjaldþrotaskipta til að aflétta kyrrsetningu m.s. Skaftár, sem þá lá bundin við bryggju í Antwerpen, innsigluð af þarlendum yfirvöldum . Þetta var yfirvarp til að leyna því sem gerst hafði um nóttina . Lárus segir að samningur Útvegsbankans við Eimskipafélagið hafi þá verið „á vinnslustigi“ og því mikilvægt að þegja um efni hans . Mér varð orða vant við þessa ræðu Lárusar . Hvar lá trúnaðarskylda bankastjóra Útvegsbankans? Lá hún hjá Hafskipi hf ., sem var einn af stærstu viðskiptavinum bankans, eða töldu bankastjórarnir sig hafa meiri skyldum að gegna við aðalkeppinaut Hafskips á markaði? Lárus Jónsson og aðrir í bankastjórn Útvegsbankans höfðu þá um nóttina samið um sölu á eignum fyrirtækis sem ekki hafði enn verið tekið til gjaldþrotaskipta . Um morguninn kölluðu þeir fyrirsvarsmann Hafskips til fundar til að leyna hann því, sem gerst hafði á langa næturfundinum með Eimskip . Um þetta farast Lárusi svo orð: „Hér virð ist vera á ferðinni athyglisverð túlkun sagn fræðings á því hvað þögn um mikilvæg atriði getur þýtt, þegar leitað er sögulegs sann leika .“ En Lárus Jónsson þagði ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.